Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttamynd

Lea Michele mun leika Fanny Brice

Arftaki Beanie Feldstein sem Fanny Brice í Funny Girl á Broadway var kynntur í gær. Leikkonan Lea Michele tekur við hlutverkinu 6. september næstkomandi.

Lífið
Fréttamynd

Beyoncé mætt á íslenska listann

Söngkonan og ofurstjarnan Beyoncé er mætt á íslenska listann á FM957 með nýjasta lagið sitt Break my soul. Lagið situr í 13. sæti þessa vikuna og má gera ráð fyrir að það eigi eftir að fara enn hærra.

Tónlist
Fréttamynd

Tony Sirico er látinn

Bandaríski leikarinn Tony Sirico er látinn. Sirico var hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Peter Paul „Paulie Walnuts“ Gualtieri í þáttunum The Sopranos. Sirico var 79 ára gamall er hann lést.

Lífið
Fréttamynd

Barna­níðings­mælirinn ekki meið­yrði

Sacha Baron Cohen var í gær sýknaður fyrir dómi í Manhattan í máli sem Roy Moore, fyrrverandi dómari í Alabama, höfðaði gegn honum. Moore vildi meina að Cohen hafi látið hann líta út fyrir að vera barnaníðing í þætti sínum „Who Is America?“.

Erlent
Fréttamynd

Stórleikarinn James Caan er látinn

Stórleikarinn James Caan er látinn. Fjölskylda hans tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum um klukkan fimm í dag, að íslenskum tíma, en hann var 82 ára gamall og átti fimm börn, þar á meðal leikarann Scott Caan.

Lífið
Fréttamynd

Var látin vigta sig í beinni

Victoria Beckham rifjar upp slæma lífsreynslu þegar hún var látin vigta sig í beinni útsendingu skömmu eftir að hafa eignast frumburðinn sinn Brooklyn í viðtali við Vogue Ástralíu.

Lífið
Fréttamynd

Fræg pör sem giftu sig 4. júlí

Í gær var þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna, hinn 4.júlí en hann er einnig brúðkaupsdagur margra frægra para sem völdu daginn til þess að gera að sínum. 

Lífið
Fréttamynd

Væntanlegt í bíó: Af hundum, köttum, ljónum og Baltasari

Nú er genginn í garð sá árstími sem Hollywood gefur út sínar dýrustu myndir og væntir aðsóknar í takt við reikninginn. Nú þegar hafa nýjar Top Gun og Jurassic World myndir litið dagsins ljós og á morgun bætist Thor: Love and Thunder í hópinn. Það er svo í ágúst sem fullorðnir fá loks eitthvað fyrir sinn snúð þegar myndir á við Bullet Train, Beast og Nope koma út.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

„Ég myndi vilja eignast fleiri börn“

Söngkonan Adele sagði að hún væri með áhuga á því að eignast fleiri börn í framtíðinni, ef það er í boði, í viðtali við BBC. Fyrir á hún rúmlega níu ára son, Angelo, með fyrrverandi eiginmanni sínum.

Lífið
Fréttamynd

Klara í The Kardashians

Söngkonan Klara Elias hefur verið að gera öfluga hluti í tónlistarheiminum að undanförnu. Ásamt því að syngja Þjóðhátíðarlagið í ár og koma fram víða í sumar má heyra rödd Klöru syngja í nýjustu Kardashian raunveruleikaþáttunum. Blaðamaður fékk að taka púlsinn á Klöru og forvitnast um samstarfið við eina frægustu fjölskyldu í heimi.

Tónlist
Fréttamynd

Lindsay Lohan gifti sig

Lindsay Lohan hefur gengið í það heilaga með fjármálamanninum Bader Shammas eftir að hafa tilkynnt um trúlofun þeirra í nóvember á síðasta ári. 

Lífið
Fréttamynd

Hollywood fréttir: Hata allir Chris Pratt?

Sjónvarpsframleiðandinn Amy Berg velti því upp á Twitter árið 2020 hver væri óvinsælasti leikarinn með fornafnið Chris: Hemsworth, Evans, Pine eða Pratt. Pratt var þar níddur af miklum meirihluta svarenda. Síðan þá hefur hann þurft að þola að vera sagður óvinsælasti leikarinn með nafnið Chris í Hollywood.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Joe Turkel er látinn

Bandaríski leikarinn Joe Turkel er látinn 94 ára að aldri. Turkel er hvað þekktastur fyrir leik sinn í kvikmyndunum The Shining og Blade Runner.

Lífið
Fréttamynd

Eignum Boseman skipt jafnt milli ekkju hans og foreldra

Þegar leikarinn Chadwick Boseman lést fyrir tveimur árum hafði ekki verið gerð erfðaskrá og því ekki ljóst hvernig ætti að skipta eignum hans. Nú hefur verið ákveðið að eftirlátnar eignir Boseman, um 2,5 milljónir bandaríkjadala, muni skiptast jafnt á milli foreldra Boseman og ekkju hans.

Lífið
Fréttamynd

Tökur hefjist í fyrsta lagi eftir tvö ár

Aðdáendur ofurnjósnarans James Bond þurfa að sætta sig við dágóða bið eftir næstu mynd samkvæmt upplýsingum frá Barböru Broccoli, framleiðanda myndanna. Framleiðsla myndarinnar muni ekki hefjast fyrr en í fyrsta lagi eftir tvö ár.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Travis Barker með brisbólgu

Travis Barker, trommari hljómsveitarinnar Blink-182 og nýbakaður eiginmaður Kourtney Kardashian, liggur nú inni á spítala með brisbólgu.

Lífið
Fréttamynd

Gaman að kyssa vinkonu sína

Fyrirsætan Cara Delevingne segir það hafa verið gaman að leika ástkonu vinkonu sinnar Selenu Gomez í þáttunum Only Murders in the Building. „Er einhver í heiminum sem myndi ekki vilja kyssa Selenu?“ Spyr hún einnig í viðtali við E!News. 

Lífið