„Þessi greyið kona þurfti að sitja þarna með mér á meðan ég grét ofan í trufflu makkarónurnar og ostinn“ Grínistinn Seth Rogen rifjar upp sitt allra versta stefnumót til þessa í þættinum hjá Jimmy Kimmel. Sem betur fer er langt síðan hann upplifði atvikið en hann kynntist eiginkonu sinni Lauren Miller árið 2004. Lífið 16. febrúar 2022 13:31
„Ef þið viljið fá alla söguna, þá verðið þið bara að kaupa bókina“ „Ég veit ekki hvað hefur ekki gerst hjá Kanye West í þessari viku!“ segir Birta Líf Ólafsdóttir. Vikan hefur verið viðburðarík í lífi tónlistarmannsins sem hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum undanfarin misseri. Það skal þó tekið fram að West er með geðhvarfasýki sem hann opnaði sig um fyrir fjórum árum síðan. Lífið 15. febrúar 2022 13:30
Kynnar á Óskarsverðlaunahátíðinni eftir þriggja ára hlé Eftir þrjár Óskarsverðlaunahátíðir í röð án kynnis verður nú breyting á. Þrjár konur – þær Regina Hall, Amy Schumer og Wanda Sykes – munu sameiginlega taka að sér hlutverkið á 94. Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fer 27. mars næstkomandi. Lífið 15. febrúar 2022 08:09
Kanye West og Julia Fox hætt saman Tónlistar- og athafnamaðurinn Ye, sem almennt er þekktur sem Kanye West, og leikkonan og módelið Julia Fox, eru haldin hvort sína leið. Þau voru saman í um mánuð. Lífið 14. febrúar 2022 23:30
Snoop Dogg og Kelly Clarkson kynnar í bandarísku útgáfunni af Eurovision Bandaríkjamenn ætla að halda sína eigin útgáfu af Eurovision, Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva. Svo virðist sem keppnin muni einfaldlega einfaldlega heita American Song Contest. Lífið 14. febrúar 2022 14:41
Kanye herjar á Pete Davidson: „Sjáið þennan fávita“ Tónlistarmaðurinn Kanye West hefur farið stórum á Instagram um helgina en hann hefur greinilega haft Pete Davidson, kærasta Kim Kardashian fyrrverandi konu Kanye og grínista, á heilanum. Lífið 14. febrúar 2022 14:00
Rapparinn Kodak Black meðal særðra eftir skotárás í Kaliforníu Þrír einstaklingar voru fluttir á sjúkrahús eftir skotárás í Kaliforníu í dag en meðal þeirra sem þurfti að flytja á spítala vegna skotsárs var bandaríski rapparinn Kodak Black. Erlent 12. febrúar 2022 21:27
Kardashian opnar sig um skilnaðinn: „Ég valdi sjálfa mig“ „Ég eyddi svo mörgum árum í það að reyna þóknast öðrum, en fyrir um tveimur árum síðan ákvað ég setja mína eigin hamingju í forgang. Þó svo að sú ákvörðun hafi kallað fram breytingar og orðið valdur að skilnaði, þá er mikilvægt að vera heiðarlegur við sjálfan sig,“ segir stórstjarnan Kim Kardashian í einlægu viðtali við bandaríska tískutímaritið Vogue. Lífið 10. febrúar 2022 11:36
Hafa úrskurðað um orsök dauða Bob Saget Fjölskylda bandaríska grínistans Bob Saget hefur nú greint frá því hvað það var sem dró Saget til dauða, en hann fannst látinn á hótelherbergi í Orlandi í Flórída í síðasta mánuði, 65 ára að aldri. Lífið 10. febrúar 2022 07:35
Tileinkaði fyrrverandi eiginmanni sínum sigur skilnaðarplötunnar Adele kom sá og sigraði á Brit verðlaunaafhendingunni í gær þegar hún sigraði þrjá af fjórum stóru flokkunum. Hún vann sem besti listamaðurinn, besta platan og besta lagið fyrir Easy on me. Einnig stal demantshringur á baugfingri hennar sviðsljósinu og eru margir að velta því fyrir sér hvort um trúlofunarhring sé að ræða. Lífið 9. febrúar 2022 12:30
Colbert grínast með McDonalds-borgarann hans Hjartar Síðasti McDonalds hamborgarinn, sem keyptur var á Íslandi, hefur vakið mikla athygli utan landssteinanna að undanförnu. Eftir að ferðatímaritið Atlas Obscura fjallaði um hamborgarann, sem var keyptur 31. október 2009, hefur borgarinn fangað athygli ýmissa framámanna. Lífið 8. febrúar 2022 17:40
Hjónin Javier Bardem og Penelope Cruz fengu bæði tilnefningu til Óskarsins Það hefur eflaust verið mikil gleði á heimili hjónanna Javier Bardem og Penelope Cruz í dag þegar þau hlutu bæði tilnefningu til Óskarsins. Javier fékk tilnefningu sem leikari í aðalhlutverki fyrir leik sinn í myndinni Being the Ricardos og Penelope Cruz fékk tilnefningu sem leikkona í aðalhlutverki fyrir Parallel Mothers. Lífið 8. febrúar 2022 17:00
Mælirinn fullur hjá Kardashian sem ákvað að svara fyrir sig Fyrrverandi hjónin Kanye West og Kim Kardashian hafa staðið í opinberum deilum á samfélagsmiðlum undanfarna daga. West hefur ekki farið leynt með það að skilnaðurinn hefur reynst honum erfiður og hafa uppátæki hans verið eftir því. Kardashian hefur tekist að halda ró sinni í garð West, eða alveg þar til nú. Lífið 8. febrúar 2022 15:31
Beyoncé tilnefnd til Óskarsins - Allar tilnefningarnar Tilnefningar til Óskarsins voru gefnar út í dag og sáu þau Tracee Ellis Ross og Leslie Jordan um að kynna þær. Hátíðin mun fara fram þann 27. mars og var spennan fyrir tilnefningunum gríðarlega sérstaklega þar sem Íslendingar áttu möguleika á tilnefningu fyrir Dýrið. Lífið 8. febrúar 2022 15:01
Dýrið ekki tilnefnt til Óskarsverðlaunanna Íslenska kvikmyndin Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar hlaut ekki Óskarstilnefningu í flokki erlendra mynda. Bíó og sjónvarp 8. febrúar 2022 13:38
Davidson kallar Kardashian kærustu sína í persónulegu viðtali úr svefnherberginu Grínistinn Pete Davidson var í sínu fyrsta viðtali eftir að hann og stórstjarnan Kim Kardashian fóru að sjást saman opinberlega síðasta haust. Í viðtalinu segist hann eyða miklum tíma með „kærustu sinni“ og er það í fyrsta sinn sem annað þeirra staðfestir að um raunverulegt ástarsamband sé að ræða. Lífið 8. febrúar 2022 13:31
Tilnefningar til Óskarsins hafa verið kynntar en Dýrið komst ekki áfram Í dag verða tilnefningar til Óskarsins árið 2022 kynntar í beinni útsendingu á YouTube-síðu Óskarsverðlaunanna. Í ár eru það Tracee Ellis Ross og Leslie Jordan sem afhjúpa hverjir eiga möguleika á því að vinna verðlaunin þetta árið. Bíó og sjónvarp 8. febrúar 2022 11:29
Shay Mitchell á von á öðru barni Leikkonan Shay Mitchell á von á sínu öðru barni með kærastanum Matte Babel en fyrir eiga þau eina dóttur. Shay er líklega þekktust fyrir leik sinn í Pretty Little Liars og You en hún stofnaði og rekur einnig fyrirtækið BÉIS. Lífið 8. febrúar 2022 09:43
Bruce Willis fær sinn eigin flokk á Razzie-verðlaununum Í gær var tilkynnt hvaða myndir eru tilnefndar til Razzie-verðlaunanna í ár. Á hátíðinni er kastljósinu beint að því versta í kvikmyndum. Verðlaunin eru afhent degi á undan Óskarnum, þar sem það besta fær alla athyglina. Bíó og sjónvarp 8. febrúar 2022 09:24
Tom Holland og Zendaya kaupa sitt fyrsta heimili saman Uppáhalds Hollywood parið þessa dagana þau Tom Holland og Zendaya voru að kaupa sér hús saman í London. Húsið kostaði þau 3 milljónir punda eða 510 milljónir íslenkra króna og er er í suð-vestur hluta London. Lífið 7. febrúar 2022 17:30
Amy Schumer er með stöðugt „mömmviskubit“ Leikkonan Amy Schumer deildi mynd af sér með syni sínum Gene David með texta sem lýsir öllum þeim flóknu tilfinningum sem hún er að upplifa í móðurhlutverkinu. Hún hefur verið dugleg að tala opinskátt um nýja hlutverkið síðan sonur hennar kom í heiminn fyrir tveimur og hálfu ári síðan og slær á létta strengi. Lífið 7. febrúar 2022 12:00
Jenner greinir frá því að Stormi hafi nú eignast systkini Stjörnuparið Kylie Jenner og Travis Scott hafa eignast sitt annað barn. Í færslu á Instagram segir Jenner frá því að barnið hafi komið í heiminn síðastliðinn miðvikudag, það er 2. febrúar. Lífið 7. febrúar 2022 06:26
Hailey Bieber mögulega að setja á markað sitt eigið vörumerki HI beauty teymið Heiður Ósk og Ingunn Sig, þáttastjórnendur Snyrtiborðsins, lifa og hrærast í heimi snyrtivara, förðunar og hárs. Í nýjasta pistlinum velta þær fyrir sér hvað sé að gerast hjá ofurfyrirsætunni Haylie Bieber, eiginkonu Justin Bieber. Við gefum þeim orðið. Tíska og hönnun 6. febrúar 2022 10:00
Beckham borðar það sama á hverjum degi David Beckham greindi frá því í viðtali að konan sín, Victoria Beckham hafi borðað sömu máltíðina á hverjum einasta degi í 25 ár. Lífið 4. febrúar 2022 16:31
Jack Whitehall skoðar Hallgrímskirkju Leikarinn og grínistinn Jack Whitehall er staddur á Íslandi ásamt kærustu sinni, fyrirsætunni Roxy Hornes. Hann virðist njóta þess að prófa sig áfram með leiðir til að nota buff og skoða náttúruna. Lífið 4. febrúar 2022 13:30
Gwyneth Paltrow sýnir heimilið sem inniheldur spa Gwyneth Paltrow opnaði dyrnar að heimili sínu í Montecito fyrir Architectural Digest. Húsið byggðu þau fjölskyldan frá grunni og inniheldur það mikið af fallegum, einstökum munum og virðist sækja innblástur til Evrópu. Eins og sannri Hollywood stjörnu sæmir inniheldur húsið spa með handgerðum flísum sem hún segist nota daglega. Lífið 4. febrúar 2022 07:00
Rihanna birtir nýja óléttumynd á Instagram Tónlistarkonan og milljarðamæringurinn Rihanna deildi fallegri bumbumynd á Instagram í gær. Síðustu mánuði hefur verið hávær orðrómur um það að tónlistarkonan ætti von á barni með kærasta sínum A$AP Rocky en sá orðrómur var staðfestur nú í vikunni. Lífið 3. febrúar 2022 17:31
Jennifer Lopez sýnir æfingarútínuna sína fyrir árið 2022 Söng- og leikkonan Jennifer Lopez verður 53 ára í sumar. Hún æfir reglulega og stundar styrktarþjálfun meðfram dansæfingum. Hún deildi á Youtube brot af þeim æfingum sem hún tekur í líkamsræktarsalnum, sem líklega er staðsettur á heimili hennar. Lífið 2. febrúar 2022 15:29
Shia LaBeouf og Mia Goth eiga von á barni Bandaríski leikarinn Shia LaBeouf og enska leikkonan Mia Goth eiga von á sínu fyrsta barni saman. Lífið 1. febrúar 2022 21:41
Heimildarmynd um lífið bakvið tjöldin á And Just Like That Sex and The City framhaldinu And Just Like That verður fylgt eftir með heimildarmynd um gerð þáttanna þannig að aðdáendur þurfa ekki að örvænta þegar þáttaröðin klárast. Lífið 1. febrúar 2022 19:31