Drykkjarvörur og konfekt hækka mest Dæmi eru um að verð á jólamatvörum hafi hækkað um tugi prósenta á milli ára. Samkvæmt nýrri verðkönnun ASÍ hefur jólamaturinn hækkað um allt að 17 prósent. Landsmenn finna misvel fyrir hækkuninni. Neytendur 18. desember 2023 20:55
Með alvarlega rúmfatadellu og elskar vönduð rúmföt Björn Þór Heiðdal fékk alvarlega rúmfatadellu þegar hann vann hjá Þvottahúsi A. Smith ehf sem afi hans, Adolf Smith stofnaði 1944. Í dag er Björn eigandi stærstu rúmfatabúðar Íslands, Rúmföt.is Lífið samstarf 18. desember 2023 14:15
Telur líklegt að Grindvíkingar geti haldið jól í bænum Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að miðað við stöðuna undanfarið sé ekki ólíklegt að íbúar Grindavíkur geti haldið jól í bænum. Það verði þó að bíða eftir næsta hættumati Veðurstofunnar á miðvikudag. Innlent 18. desember 2023 11:56
Stjörnulífið: Jólagleði, rauðar varir og IceGuys Stórafmæli, tónleikar og almennur jólaundirbúningur var áberandi hjá stjörnum landsins í liðinni viku. Stjörnulögfræðingurinn Villi Vill fór út á lífið á Ítalíu með knattspyrnumanninum Alberti Guðmundssyni, Sigga Beinteins og kærastan hennar, Eygló Rós fóru á Kjarval á meðan Logi Bergmann skemmti sér á tónleikum Auðar í Iðnó á laugardagskvöldið. Lífið 18. desember 2023 11:40
Glæsileg jóla- og áramótadagskrá Bylgjunnar Að venju býður Bylgjan upp á glæsilega jóla- og áramótadagskrá þar sem boðið verður upp á notalega jólatónlist, spjall við áhugavert fólk og margt fleira. Lífið samstarf 18. desember 2023 11:20
Byggði Eiffelturninn úr piparkökum og ætlar sér meira Piparkökuskreytingar eru löngu orðinn fastur liður hjá mörgum fyrir jólin. Ung kona á Seltjarnarnesi gengur skrefinu lengra í ár og hefur meðal annars bakað stóran og veglegan piparköku Eiffelturn sem prýðir stofu fjölskyldunnar. Jól 18. desember 2023 08:01
Upplýsingaóreiðan í matarboðinu „Nei það er ekki rétt ég var búinn að lesa... man nú ekki alveg hvar en það var alveg sláandi.“ Jæja nú byrjar hún enn og aftur upplýsingaóreiðan í matarboðinu. Einn ástsælasti samkvæmisleikur þjóðarinnar þar sem öll fjölskyldan keppist heila kvöldstund að skiptast á sláandi staðreyndum, slúðri og sögusögnum án þess að þurfa nokkurn tímann að geta heimilda. Skoðun 18. desember 2023 07:31
Hurðaskellir kom til byggða í nótt Hurðaskellir er sjöundi jólasveinninn sem kemur til byggða. Honum fannst ekkert skemmtilegra en að skella hurðum og notaði til þess hvert tækifæri sem gafst. Jól 18. desember 2023 06:00
Líkur á að fólk komist ekki heim fyrir jól að aukast talsvert Forstjóri Icelandair segir að líkurnar á að farþegar komist ekki á sinn áfangastað fyrir jól aukist talsvert milli vikna í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra og sáttasemjara. Slæmt sé að vita til þess að fólk geti ekki einu sinni talað saman. Innlent 17. desember 2023 22:31
„Það hefur enginn beðið um þessa bók“ Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus segir ummæli Þorsteins V. Einarssonar varðandi sölu á bók sinni og konu hans Huldu Tölgyes dæma sig sjálf. Innlent 17. desember 2023 12:14
Þakklátur fyrir fagmennsku og góðvild Sundkappinn söngelski Már Gunnarsson segist gríðarlega ánægður með þjónustu Play í flugi sínu heim til landsins í dag. Hann og hundurinn hans Max voru kampakátir og segja það hafa verið besta flug þeirra til þessa. Lífið 17. desember 2023 11:15
Flugumferðarstjórar bjóði upp á gula viðvörun Forstjóri Icelandair líkir verkfallsaðgerðum flugumferðarstjóra við óveður sem olli félaginu um eins milljarðs króna tjóni fyrir sléttu ári. Aðgerðirnar valdi félaginu miklu tjóni en bitni fyrst og fremst á fólki sem stefnir á ferðalög í kringum hátíðirnar. Innlent 17. desember 2023 08:50
Askasleikir kom til byggða í nótt Askasleikir er sjötti jólasveinninn sem kemur til byggða. Hann stal öskum fólks, faldi sig með þá og skilaði ekki aftur fyrr en þeir voru tómir. Jól 17. desember 2023 07:22
Ljót, skrýtin og skemmtileg jólatré til styrktar góðu málefni Kaffihúsið og vínstofan Kramber stendur fyrir sölu á misheppnuðum, ljótsætum, skrýtnum og einstökum jólatrján á pallinum fyrir utan. Allur ágóði rennur óskiptur til Konukots. Lífið 16. desember 2023 16:34
Pottaskefill kom til byggða í nótt Pottaskefill er fimmti jólasveinninn sem kemur til byggða. Hann hirti skítuga pottana úr eldhúsinu og skóf þá að innan með puttunum. Þá þurfti ekki að þvo þá. Jól 16. desember 2023 06:00
Gefa jólagjafir til bágstaddra í minningu sonar síns Foreldrar Hlyns Snæs, sem lést aðeins sextán ára, ætla að gefa jólagjafir til Mæðrastyrksnefndar og annarra góðferðarfélaga í minningu sonar síns. Slík gjafmildi hefði verið í hans anda. Innlent 15. desember 2023 23:54
Ólíklegt að allir komist heim fyrir jól Icelandair segir það ólíklegt að allir farþegar komist á áfangastað fyrir jól að öllu óbreyttu. Er það vegna verkfalls flugumferðastjóra sem hefur valdið umtalsverðri truflun og töfum á flugáætlun flugfélagsins. Innlent 15. desember 2023 18:35
Grafni laxinn inn á 30.000 heimili hver jól Norðanfiskur hefur í tuttugu ár sett svip sinn á jólahald Íslendinga. Lífið samstarf 15. desember 2023 08:30
Þvörusleikir kom til byggða í nótt Þvörusleikir er fjórði jólasveinninn sem kemur til byggða. Hann var mjór eins og girðingarstaur og þótti best að sleikja þvörur sem notaðar voru til að hræra í pottum. Jól 15. desember 2023 06:00
Einn á öræfum í ellefu nætur Göngumaðurinn og þjóðfræðingurinn Einar Skúlason lauk göngu sinni frá Seyðisfirði til Akureyrar í kvöld. Honum var fylgt síðasta spölinn og kom á Ráðhústorgið í miðbæ Akureyrar upp úr sjö. Blaðamaður náði af honum tali þar sem hann gekk yfir Pollinn. Innlent 14. desember 2023 22:54
Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jólin nálgast nú óðfluga og er ekki seinna vænna að huga að jólagjöfum. Gjafirnar geta verið vandfundnar fyrir þá sem eru manni kærastir en mikilvægt er að minna sig á að það er hugurinn sem gildir. Lífið á Vísi tók saman lista yfir heitustu jólagjafir ársins fyrir karlmenn. Jól 14. desember 2023 20:47
Engin aukagreiðsla upp á 400 þúsund kall í HR í ár Starfsmenn Háskólans í Reykjavík fá ekki sérstaka árslokagreiðslu í ár, líkt og síðustu ár. Rektor segir greiðsluna hafa verið tilfallandi launaauka vegna heimsfaraldurs. Viðskipti innlent 14. desember 2023 15:40
Hátíð síma og friðar – 8 atriði um skjátíma og jólin Jólin eru handan við hornið og við sitjum föst í umferð á rauðu ljósi í símanum að svara skilaboðum og klára síðustu jólainnkaupin á netinu. Framundan er jólafríið langþráða í faðmi fjölskyldu, vina og þeirra sem okkur þykir vænt um. Skoðun 14. desember 2023 10:30
Stúfur kom til byggða í nótt Stúfur er þriðji jólasveinninn sem kemur til byggða. Honum fannst best að kroppa leifarnar af pönnunum, sérstaklega ef þær voru vel viðbrenndar. Jól 14. desember 2023 06:01
Hjálparbeiðnum fjölgar mikið og enn meiri dýrtíð spáð í desember Hjálparbeiðnum hefur fjölgað mikið hjá Hjálparstarfi kirkjunnar og neyðin í samfélaginu er gríðarleg. Þetta segir félagsráðgjafi hjálparsamtakanna. Verðbólgan sé augljós skaðvaldur en greiningardeildir bankanna spá enn meiri dýrtíð í desember. Innlent 13. desember 2023 21:37
Ljúf jólastemning á Bylgjan órafmögnuð Lokatónleikarnir í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð verða sýndir á morgun fimmtudag en um er að ræða sérstakan jólaþátt. Lífið samstarf 13. desember 2023 13:00
Metfjöldi þarf jólaaðstoð og hjálparbeiðnum rignir inn Metfjöldi hefur leitað jólaaðstoðar hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar. Fjöldi sækir um á hverjum degi þrátt fyrir að úthlutun sé lokið og formaður segist ekki ná að sinna öllum eins og er. Mun fleiri barnafjölskyldur þurfi aðstoð. Innlent 13. desember 2023 12:00
„Mamma mín, taktu úr lás alla sunnudaga á næstunni svo ég komist örugglega inn“ Elín Metta Jensen knattspyrnukona og læknanemi segir mikilvægt að eyða tíma með fjölskyldu og vinum á aðventunni til að hámarka huggulegheitin. Föndur, bæjarrölt og lakkrístoppar mömmu hennar séu þar efst á blaði Jól 13. desember 2023 07:02
Giljagaur kom til byggða í nótt Giljagaur er annar jólasveinninn sem kemur til byggða. Hann hafði yndi af mjólkurfroðunni og hélt sig mest í fjósinu. Jól 13. desember 2023 06:00
Kertasníkir sá eini sem gefur Rakel enn í skóinn Rakel Orradóttir markþjálfi og áhrifavaldur er mikið jólabarn og segir jólabaksturinn heilaga stund á aðventunni. Hún mun verja jólunum og áramótunum í sólinni á Tenerife ásamt fjölskyldu sinni og tengdafjölskyldu. Rakel er viðmælandi í Jólamola dagsins. Jól 12. desember 2023 17:14
Fékk verstu jólagjöfina frá alheiminum: „Ég man varla eftir jólunum enda var ég í algjöru móki“ Jól