Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Verk­falls­að­gerðir raski plönum mörg þúsund far­þega

Flugumferðarstjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir á tveimur dögum í næstu viku til viðbótar við aðgerðir á morgun og næsta fimmtudag. Enn er fundað í Karphúsinu og bendir því allt til að það verði af fyrirhugaðri vinnustöðvun í nótt sem mun hafa áhrif á mörg þúsund farþega. 

Innlent
Fréttamynd

Stefnir í mikla röskun á millilanda- og innan­lands­flugi á morgun

Komur og brottfarir rúmlega fjörutíu flugvéla raskast á Keflavíkurflugvelli og allt innanlandsflug liggur niðri frá klukkan fjögur í fyrrramálið til klukkan tíu, náist ekki samningar í kjaradeilu flugumferðarstjóra við Ísavia í dag. Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir frekari aðgerðir í undirbúningi.

Innlent
Fréttamynd

Líf­eyris­­sjóður verslunar­manna um­svifa­mesti fjár­festirinn í út­­boði Ís­­fé­lagsins

Lífeyrissjóður verslunarmanna keypti tæplega fimmtung allra þeirra bréfa sem voru seld í nýafstöðnu hlutafjárútboði Ísfélagsins fyrir samtals um 3,5 milljarða. Þrír af stærstu lífeyrissjóðum landsins fengu hins vegar ekki úthlutað neinum bréfum en hlutabréfaverð Ísfélagsins, sem var skráð í Kauphöllina í morgun, hefur rokið upp um meira en tuttugu prósent miðað við útboðsgengið til almennra fjárfesta.

Innherji
Fréttamynd

Guð­björg hringdi bjöllunni

Viðskipti með hlutabréf Ísfélags hf. á aðalmarkaði Nasdaq Iceland hófust í morgun. Guðbjörg Matthíasdóttir, eigandi Ísfélags, hringdi af því tilefni Kauphallarbjöllunni um borð í Sigurði VE í Vestmannaeyjahöfn í morgun og naut hún þar aðstoð barnabarna sinna, þeim Magnúsi og Sigurði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gunnar segir skilið við Kviku

Gunnar Sigurðsson hefur óskað eftir að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Kviku Securities Ltd. í London (KSL), dótturfélags Kviku banka hf. Stjórn hefur ráðið Richard Beenstock sem nýjan framkvæmdastjóra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Flugumferðarstjórar boða til verk­falls í næstu viku

Flugumferðarstjórar munu að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. Samningar milli þeirra og Isavia hafa verið lausir í rúma tvo mánuði og formaður Félags flugumferðarstjóra segir enn töluvert bera í milli.

Innlent
Fréttamynd

Beiðni Árna Odds um fram­lengingu á greiðslu­stöðvun hafnað

Beiðni Árna Odds Þórðarsonar, fyrrverandi forstjóra Marels til tíu ára og einn stærsti hluthafinn í Eyri Invest, um heimild til framlengingar á greiðslustöðvun hefur verið hafnað af dómstólum, samkvæmt upplýsingum Innherja, en Landsbankinn hafði mótmælt því að hann fengi að vera áfram í slíku skjóli gagnvart kröfuhöfum. Óvissa er núna um mögulegar fullnustuaðgerðir kröfuhafa á hendur Árna Oddi en hlutur hans í fjárfestingafélaginu Eyri er meðal annars veðsettur gagnvart láni frá Landsbankanum.

Innherji
Fréttamynd

Ferð­a­þjón­ust­an vill „hóf­leg­an vöxt“ þrátt fyr­ir metn­að­ar­full vaxt­ar­plön Icel­and­a­ir

Ferðaþjónusta hérlendis vill hóflegan vöxt eins og tíðkast hefur alþjóðlega, þar sem hann hefur verið á bilinu tvo til þrjú prósent á ári, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, aðspurður um hvort horft sé til þess ferðamönnum muni fjölga hratt hérlendis gangi hressileg stækkunaráform flugfélagsins Icelandair eftir.

Innherji
Fréttamynd

Líf­eyris­sjóðir með augun á enn meiri fjár­festingum er­lendis á komandi ári

Margir af stærri lífeyrissjóðum landsins setja stefnuna á að auka áfram nokkuð við hlutfall erlendra fjárfestinga í eignasöfnum sínum á komandi ári samhliða því að nýjar breytingar taka þá gildi sem hækkar hámarksvægi gjaldeyriseigna hjá sjóðunum. Útlit er fyrir að sömu lífeyrissjóðir muni flestir hverjir ekki auka vægi sitt í innlendum hlutabréfum á næstunni þrátt fyrir að sá eignaflokkur hafi lækkað mikið síðustu ár.

Innherji
Fréttamynd

Hluta­bréfa­markaðurinn í millibilsástandi

Í nóvember hækkaði virði Úrvalsvísitölunnar á móti hagsveifluleiðréttum hagnaði (svonefnt CAPE-hlutfall) í Kauphöllinni lítillega frá fyrri mánuði, og var 26,1 eftir að hafa verið 24,9 í lok október. Hækkunin stafar af hærra virði félaga að baki OMXI10-vísitölunnar fremur en lækkun hagnaðar. Til samanburðar er CAPE-hlutfallið fyrir bandarísku hlutabréfavísitöluna S&P500 liðlega 31 um þessar mundir.  

Umræðan
Fréttamynd

Vinnur þú 500.000 kr. gjafa­bréf út í heim?

Hvernig á að velja jólagjafir? Þessi árlegu heilabrot eru í fullum gangi á heimilum um allt land. Öll langar okkur að gefa gjafir sem hitta í mark. Eitthvað sem viðtakandinn elskar að fá og nýtur í botn. En hvað á það að vera? Það er stóra aðventuspurningin.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Búast við tals­verðum greiðslum á næstu vikum vegna nýrra sam­starf­samninga

Stjórnendur Alvotech, sem sá lausafé sitt minnka um meira en 110 milljónir dala á þriðja fjórðungi samhliða miklum fjárfestingum, segjast vera í viðræðum við lyfjafyrirtæki um samstarfssamning vegna líftæknilyfjahliðstæðna í þróun hjá félaginu sem geti skilað sér í talsverðum greiðslum undir lok árs. Dræmar sölutekjur ollu vonbrigðum en Alvotech fullyrðir að þær muni taka við sér á yfirstandandi ársfjórðungi þegar lyfin eru hlutfallslega seld meira á mörkuðum þar sem verðlagningin á þeim er hærri.

Innherji
Fréttamynd

Yfirtökuboðinu var ætlað að hagnast á veikri stjórn Marels og erfið­leikum Eyris

Evrópski vogunarsjóðurinn Teleios Capital Partners, einn stærsti erlendi fjárfestirinn í hluthafahópi Marels með 3,3 prósenta hlut, gagnrýnir harðlega stjórn fyrirtækisins fyrir að hafa ekki gætt að umboðsskyldu sinni gagnvart öllum hluthöfum og segir vanhugsaðar ákvarðanir þáverandi stjórnenda Eyris valda því að fjárfestingafélagið rambi nú á barmi gjaldþrots. Sjóðurinn styður ákvörðun stjórnar að hafna mögulegu tilboði John Bean Technologies en segir þörf á skýrleika um eignarhald Marels, sem hafi ekki reynst farsælt með Eyri sem aðaleigenda, til framtíðar litið.

Innherji
Fréttamynd

„Sem betur fór vildi Baader ekki kaupa“ Marel árið 1991

Árið 1991 reyndu forsvarsmenn Marels að fá þýska iðnfyrirtækið Baader, sem þremur áratugum seinna keypti Skagann 3X, til að fjárfesta í íslenska fyrirtækinu en það gekk ekki eftir. „Sem betur fór vildi Baader ekki kaupa!“ segir í nýrri bók um fyrirtækið. „Kaupin hefðu varla verið Marel til góðs,“ sagði fyrrverandi forstjóri félagsins.

Innherji
Fréttamynd

Tekjur jukust mikið en tapið á­fram gríðar­legt

Heildarsölutekjur Alvotech fyrstu níu mánuði ársins jukust í 29,8 milljónir dollara, samanborið við 11,1 milljón dollara á sama tímabili í fyrra. Félagið tapaði þó 275,2 milljónum dollara, samanborið við 193,1 milljón dollara á sama tímabili í fyrra. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

ChangeGroup leysir Arion banka af hólmi

Alþjóðlega fyrirtækið ChangeGroup átti hagkvæmasta tilboðið í samkeppni um fjármálaþjónustu á Keflavíkurflugvelli og snýr því aftur í flugstöðina í byrjun febrúar 2024. Fyrirtækið verður með tvær gjaldeyrisskiptastöðvar á flugvellinum, eitt rými fyrir endurgreiðslu virðisaukaskatts og gjaldeyrishraðbanka víða um flugstöðina eftir þörfum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Líf­eyris­sjóðir voru ekki á­huga­samir um til­boð JBT í Marel

Stjórnendur lífeyrissjóða, sem Innherji ræddi við, voru ekki áhugasamir um óskuldbindandi tilboð bandaríska fyrirtækisins John Bean Technologies Corporation í Marel. Þeim þótti gengið of lágt og óspennandi að fá greitt að stórum hluta með hlutabréfum í erlendu félagi. Gengi Marels lækkað um allt að nærri fjögur prósent í fyrstu viðskiptum dagsins eftir að stjórn þess hafnaði tilboðinu. Hún er þó opin fyrir betri tilboðum í félagið.

Innherji