Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Elísa­bet ætlar í mál við ríkis­lög­reglu­stjóra

Elísabet Guðmundsdóttir, lýtaskurðlæknirinn sem vakti mikla athygli fyrir helgi þegar hún hafnaði því að fara í skimun á landamærunum eða fjórtán daga sóttkví við komu hingað til lands frá Danmörku, hyggst nú höfða mál á hendur embætti ríkislögreglustjóra.

Innlent
Fréttamynd

Kári „skít­hræddur“ um eina bylgju í við­bót áður en bólu­efni kemur

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að sér lítist prýðilega á þær sóttvarnaaðgerðir sem kynntar voru í dag og koma til með að gilda til 12. janúar næstkomandi. Hann segir þó að hann hefði viljað halda aðgerðum óbreyttum og kveðst hræddur um að ein bylgja kórónuveirufaraldursins til viðbótar muni ríða yfir áður en bólusetning hefst hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Segir til­slakanir hafa gríðar­lega þýðingu fyrir rekstrar­aðila

Verslunareigendur eru nokkuð ánægðir með tilslakanir, sem boðaðar voru af heilbrigðisráðherra í dag, enda skiptir það miklu máli þegar jólaverslun er við það að fara á fullt. Tinna Jóhannsdóttir markaðsstjóri Smáralindar segir það skipta miklu máli fyrir rekstraraðila að geta sinnt jólavertíðinni með sem eðlilegustum hætti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Lokaspretturinn er að hefjast“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir gríðarlega mikilvægt að sem flestir Íslendingar láti bólusetja sig við kórónuveirunni. Þá segir hún tilefni til bjartsýni til nýs árs. Nú sé lokaspretturinn í baráttunni við veiruna að hefjast.

Innlent
Fréttamynd

Virknin 70% en skammtastærðinni mögulega breytt

Bóluefni AstraZeneca og vísindamanna við Oxford-háskóla hefur 70% virkni ef horft er til heildarniðurstaða prófana. Virknin reyndist 90% hjá litlum hluta þátttakenda sem fékk óvart ranga skammtastærð en hjá meirihlutanum reyndist virknin 62%.

Erlent
Fréttamynd

Fylltist örvæntingu eftir fréttir dagsins

Eigandi Sporthússins telur það mismunun að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum til 12. janúar hið minnsta, líkt og gert er ráð fyrir í nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Hann segir fréttir dagsins áfall og tjónið sem af lokununum hlýst gríðarlegt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mikil­vægu verk­efnin fram­undan

Íbúar Suðurnesja hafa fundið vel fyrir þeim afleiðingum sem Covid hefur haft á atvinnulífið hér á svæðinu síðustu mánuði og sér því miður ekki alveg fyrir endann á þeim í bráð. Atvinnuleysi er í hæstu hæðum og ef spár ganga eftir stefnir það enn hærra þegar fram líða stundir.

Skoðun
Fréttamynd

Margir vonuðust eflaust eftir 20 manna fjölda­mörkum

Heilbrigðisráðherra segir að margir hefðu eflaust viljað að fjöldamörk samkomubanns yrðu hækkuð í tuttugu manns með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Faraldurinn sé hins vegar á viðkvæmum stað og stíga þurfi varfærin skref.

Innlent
Fréttamynd

Niður­skurðar­krafan og fólkið í fram­línu

Það eru kaldar kveðjur sem fólkið í framlínu heilbrigðiskerfisins fær þegar hillir loks undir lok þriðju bylgju veirufaraldursins. Eftir langvarandi álag og ótrúlegar fórnir þakka stjórnvöld starfsmönnum fyrir vel unnin störf með því að setja enn einu sinni fram kröfur um aðhald og niðurskurð í heilbrigðiskerfinu.

Skoðun
Fréttamynd

Vara við fölsuðum bólu­efnum

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur varað við efni sem auglýst eru á netinu sem bóluefni. Skipulagðir brotahópar hafi margir nýtt tækifærið í kjölfar jákvæðra frétta af þróun bóluefna.

Innlent
Fréttamynd

Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar

Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 

Innlent