Sjö sinnum fleiri smitast í líkamsræktarstöðvum en sundlaugum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. desember 2020 15:37 Frá stóra salnum hjá World Class í Laugardal en um er að ræða stærstu líkamsræktarkeðju landsins. Vísir/Vilhelm Smitrakningarteymi almannavarna hefur rakið 36 bein Covid-19 smit til líkamsræktarstöðva. Heildarfjöldi afleiddra smita er 74. Þetta kemur fram í skriflegu svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu. Smit sem hafa verið rakin beint til sundlauga eru fimm talsins og afleidd smit tuttugu alls. Inni í þessum tölum um smit í líkamsræktarstöðvum er ekki að finna fjölda þeirra sem smituðust við hnefaleikaæfingar í Kópavogi í október. Alls smituðust 84 við hnefaleikaæfingar hjá VBC í Kópavogi. Smit í Hrafnagili Greint var frá því í október að smit á Norðurlandi mætti rekja til morgunsunds í sundlauginni Hrafnagili í Eyjafirði. Fram kemur í svari Jóhanns K. Jóhannssonar, samskiptastjóra hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, að tölurnar séu birtar með þeim fyrirvara að sjaldnast er hægt að segja með 100 prósenta vissu hvar einstaklingur smitast. Þá megi einnig hafa í huga að ekki hafi tekist að rekja öll smit. Upplýsingarnar byggja eingöngu á upplýsingum úr rakningargrunninum en þar er að finna þau smit sem starfsfólk smitrakningarteymis hefur tengt saman. „Engin smit rakin í stöðvarnar“ Sundlaugar á landinu verða opnaðar á morgun samkvæmt heimild í reglugerð heilbrigðisráðherra sem birt var í gær. Líkamsræktarstöðvar þurfa áfram að hafa lokað til 12. janúar hið minnsta. Eigendur líkamsræktarstöðva íhuga réttarstöðu sína í ljósi ákvörðunar heilbrigðisráðherra. Björn Leifsson eigandi líkamsræktarstöðva World Class, telur þá ákvörðun ólögmæta. „Að halda því fram að þetta sé hættulegur staður til að vera á?! Það eru engin smit rakin í stöðvarnar, þó hann segi annað,“ sagði Björn ósáttur við Vísi í október og vísaði til Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Alls hafa 5516 greinst smitaðir af Covid-19 hér á landi. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Sundlaugar Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Lýsir lokunina ólögmæta í erindi til þriggja ráðherra Björn Leifsson eigandi líkamsræktarstöðva World Class telur þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum af sóttvarnaástæðum ólögmæta. Þetta kemur fram í formlegu erindi sem Björn sendi þremur ráðherrum í byrjun mánaðar, ásamt minnisblaði frá lögmönnum. 9. desember 2020 13:43 „Allar þessar aðgerðir fela í sér mismunun“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ósköp eðlilegt að það skapist umræða í samfélaginu um sóttvarnaaðgerðir, hvort sem verið sé að herða á þeim eða slaka, og að það heyrist gagnrýnisraddir. Hins vegar það sé svo að í öllum þessum aðgerðum felist mismunun og í raun sé ekki hægt að vera í aðgerðum án þess að vera með mismunandi hluti í gangi á mismunandi stöðum. 9. desember 2020 09:06 Segir eigendur líkamsræktarstöðva íhuga réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerða Einn eiganda crossfitstöðvarinnar Granda 101 segir að eigendur líkamsræktarstöðva íhugi nú réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. Eigendurnir séu í daglegum samskiptum og eigi fund með lögfræðingi á morgun. 8. desember 2020 17:18 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Inni í þessum tölum um smit í líkamsræktarstöðvum er ekki að finna fjölda þeirra sem smituðust við hnefaleikaæfingar í Kópavogi í október. Alls smituðust 84 við hnefaleikaæfingar hjá VBC í Kópavogi. Smit í Hrafnagili Greint var frá því í október að smit á Norðurlandi mætti rekja til morgunsunds í sundlauginni Hrafnagili í Eyjafirði. Fram kemur í svari Jóhanns K. Jóhannssonar, samskiptastjóra hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, að tölurnar séu birtar með þeim fyrirvara að sjaldnast er hægt að segja með 100 prósenta vissu hvar einstaklingur smitast. Þá megi einnig hafa í huga að ekki hafi tekist að rekja öll smit. Upplýsingarnar byggja eingöngu á upplýsingum úr rakningargrunninum en þar er að finna þau smit sem starfsfólk smitrakningarteymis hefur tengt saman. „Engin smit rakin í stöðvarnar“ Sundlaugar á landinu verða opnaðar á morgun samkvæmt heimild í reglugerð heilbrigðisráðherra sem birt var í gær. Líkamsræktarstöðvar þurfa áfram að hafa lokað til 12. janúar hið minnsta. Eigendur líkamsræktarstöðva íhuga réttarstöðu sína í ljósi ákvörðunar heilbrigðisráðherra. Björn Leifsson eigandi líkamsræktarstöðva World Class, telur þá ákvörðun ólögmæta. „Að halda því fram að þetta sé hættulegur staður til að vera á?! Það eru engin smit rakin í stöðvarnar, þó hann segi annað,“ sagði Björn ósáttur við Vísi í október og vísaði til Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Alls hafa 5516 greinst smitaðir af Covid-19 hér á landi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Sundlaugar Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Lýsir lokunina ólögmæta í erindi til þriggja ráðherra Björn Leifsson eigandi líkamsræktarstöðva World Class telur þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum af sóttvarnaástæðum ólögmæta. Þetta kemur fram í formlegu erindi sem Björn sendi þremur ráðherrum í byrjun mánaðar, ásamt minnisblaði frá lögmönnum. 9. desember 2020 13:43 „Allar þessar aðgerðir fela í sér mismunun“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ósköp eðlilegt að það skapist umræða í samfélaginu um sóttvarnaaðgerðir, hvort sem verið sé að herða á þeim eða slaka, og að það heyrist gagnrýnisraddir. Hins vegar það sé svo að í öllum þessum aðgerðum felist mismunun og í raun sé ekki hægt að vera í aðgerðum án þess að vera með mismunandi hluti í gangi á mismunandi stöðum. 9. desember 2020 09:06 Segir eigendur líkamsræktarstöðva íhuga réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerða Einn eiganda crossfitstöðvarinnar Granda 101 segir að eigendur líkamsræktarstöðva íhugi nú réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. Eigendurnir séu í daglegum samskiptum og eigi fund með lögfræðingi á morgun. 8. desember 2020 17:18 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Lýsir lokunina ólögmæta í erindi til þriggja ráðherra Björn Leifsson eigandi líkamsræktarstöðva World Class telur þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum af sóttvarnaástæðum ólögmæta. Þetta kemur fram í formlegu erindi sem Björn sendi þremur ráðherrum í byrjun mánaðar, ásamt minnisblaði frá lögmönnum. 9. desember 2020 13:43
„Allar þessar aðgerðir fela í sér mismunun“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ósköp eðlilegt að það skapist umræða í samfélaginu um sóttvarnaaðgerðir, hvort sem verið sé að herða á þeim eða slaka, og að það heyrist gagnrýnisraddir. Hins vegar það sé svo að í öllum þessum aðgerðum felist mismunun og í raun sé ekki hægt að vera í aðgerðum án þess að vera með mismunandi hluti í gangi á mismunandi stöðum. 9. desember 2020 09:06
Segir eigendur líkamsræktarstöðva íhuga réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerða Einn eiganda crossfitstöðvarinnar Granda 101 segir að eigendur líkamsræktarstöðva íhugi nú réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. Eigendurnir séu í daglegum samskiptum og eigi fund með lögfræðingi á morgun. 8. desember 2020 17:18