

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.
Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.
Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.
Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.
Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.
Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.
26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.
Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.
Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.

Miss Universe Iceland frestað þangað til í október
Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta Miss Universe Iceland keppninni sem átti að fara fram þann 21. ágúst. Manuela Ósk Harðardóttir framkvæmdastjóri keppninnar segir að keppnin fari þess í stað fram þann 23. október.

Víðir svaraði gagnrýni leikmanna: Hafa meiri heimild en við hin
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir sjálfsagt mál að knattspyrnufólk sýni ábyrgð í sínu daglega lífi, til að forðast kórónuveirusmit, í ljósi þeirra forréttinda sem það nýtur varðandi tveggja metra regluna.

Hægt verði að greina 5000 sýni á dag eftir helgi
Vonir standa til að hægt verði að greina umtalsvert fleiri kórónuveirupróf á næstunni.

Aldrei fleiri nýnemar í HR
Alls hefja 1.700 nýnemar nám við Háskólann í Reykjavík í grunnnámi, meistaranámi og doktorsnámi nú í haust.

Kominn úr öndunarvél
Sá einstaklingur sem hefur verið inniliggjandi á gjörgæslu Landspítalans með kórónuveirusmit er laus úr öndunarvél.

Svona var 103. upplýsingafundur almannavarna
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla í dag.

Fjölmiðlar hafi „gengið af göflunum“ með stöðugri áminningu um þessa drepsótt
Óttar Guðmundsson geðlæknir segir að Covid tímabilið hafi valdið fólki áhyggjum kvíða og geðrænum kvillum. Hann segir að á einhverjum punkti þurfi að velta því upp hvort sjúkdómurinn hafi verið nógu hættulegur til þess að við settum allt á hliðina fyrir hann.

Áhorfendur ekki leyfðir um sinn
Hlutirnir gerast hratt á tímum kórónuveirufaraldursins og nú er orðið ljóst að áhorfendur verða ekki leyfðir á íþróttaleikjum hérlendis á næstunni.

Segir hærri atvinnuleysisbætur geta stuðlað að auknu atvinnuleysi
Forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins segir það varhugavert að hækka atvinnuleysisbætur. Það geti leitt til aukins atvinnuleysis og stuðlað að því að færri störf verði búin til auk þess sem það geti orðið þungur baggi fyrir ríkið.

Tveir greindust með veiruna í Vestmannaeyjum
Tveir einstaklingar sem búsettir eru í Vestmanneyjum greindust með staðfest smit af kórónuveirunni síðasta sólarhringinn.

Gæti tekið ríkissjóð hátt í fjögur ár að rétta úr kútnum
Á hálfu ári hafa heildarskuldir ríkissjóðs aukist um 254 milljarða króna vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, telur að þrátt að hagvöxtur verði á næsta ári muni það taka ríkissjóð hátt í fjögur ár að rétta úr kútnum. Skuldastaða ríkissjóðs í dag er svipuð eða jafnvel betri en Seðlabankastjóri hafði gert ráð fyrir í upphafi þrátt fyrir miklar fjárhæðir.

Starfsmaður á Hömrum með staðfest kórónuveirusmit
Starfsmaður hjá hjúkrunarheimilinu Hömrum, sem rekið er af hjúkrunarheimilinu Eir, hefur greinst með kórónuveiruna og hafði starfsmaðurinn mætt til vinnu áður en hann greindist.

Taugrímur geti verið betri en ekki neitt ef aðstæður leyfa ekki annað
Notkun taugríma til að verja sig og aðra fyrir kórónuveirunni kemur þó ekki í staðinn fyrir aðrar einstaklingsbundnar smitvarnir eins halda tveggja metra fjarlægð, handþvottur, almenn smitgát og forðast margmenni.

Sex greindust innanlands í gær
Sex greindust með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 innanlands í gær og greindust þeir allir hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.

Uppfært: Áhorfendur bannaðir
Áhorfendur verða ekki leyfðir á íþróttaleikjum frá og með morgundeginum þegar leyft verður á ný að stunda íþróttir með snertingu hér á landi.

Mikill verðmunur á grímum og töluverðum fjölda kippt úr umferð
Töluverður verðmunur getur verið á þriggja laga, einnota andlitsgrímum.

Vill birta smittölur eftir sveitarfélögum
Íris Róbersdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, telur verðmæti fólgin í því að veita sem nákvæmastar upplýsingar um fjölda smita í samfélaginu.

Mikil óvissa hjá Icelandair: „Við höfum enn súrefni“
Mikil óvissa er um hvernig ferðir Icelandair verða í haust en nú hefur félagið aðeins flogið til áfangastaða í Evrópu en ekki er tekið á móti ferðamönnum í Norður-Ameríku.

Fjórar helstu áskoranir fyrirtækja í kjölfar kórónufaraldurs
Rannsókn sem gerð var meðal 900 fyrirtækja í Bandaríkjunum á dögunum sýnir að stjórnendur telja helstu áskoranir fyrirtækja næstu missera helst vera fjórar: 1) Starfsmannaandinn 2) Vinnurými 3) Sala (velta) og 4) Óvissa.

Fjórtán ný smit á Nýja-Sjálandi
Heilbrigðisyfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa skráð fjórtán ný tilfelli kórónuveirunnar í landinu, degi eftir að hertar aðgerðir tóku gildi í í Auckland, stærstu borg landsins.

Mörg hundruð dauðfalla rakin til rangra upplýsinga um veiruna
Að minnsta kosti átta hundruð manns létust fyrstu þrjá mánuði ársins í heiminum þar sem andlátið má rekja beint til rangra upplýsinga varðandi kórónuveiruna.

Heildarskuldir ríkissjóðs jukust um vel á annan milljarð króna á dag
Heildarskuld ríkissjóðs var tæpir 882 milljarðar króna í lok janúar en var orðin tæplega 1.136 milljarðar í lok júlí.

Bannaði lögregluþjónum sínum að vera með grímur
Billy Woods, fógeti Marionsýslu í Flórída í Bandaríkjunum, bannaði í gær lögregluþjónum sínum að bera grímur við störf sín. Hann bannaði sömuleiðis öllum þeim sem koma á lögreglustöð hans að vera með grímur.

Vilja fara framhjá ónæmiskerfinu með nýjum lyfjum
Þegar enn eru margir mánuðir í að bóluefni líti dagsins ljós, víðast hvar í heiminum, eru lyfjafyrirtæki að snúa sér að öðrum vörnum gegn Covid-19.

Engar breytingar varðandi landamærin að svo stöddu
Reglur um nálægðartakmörk í framhalds- og háskólum verða rýmkaðar en áfram mega að hámarki eitt hundrað koma saman samkvæmt nýjum reglum sem taka gildi á föstudag.

Samningaviðræður við ríkið um ríkisábyrgð standa yfir
Icelandair Group er á lokasprettinum í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Samningaviðræður við ríkið standa nú yfir um lánalínu með ríkisábyrgð.

Biðla til yfirvalda að finna lausnir fyrir listalífið
Samtök atvinnuveitenda í sviðslistum og tónlist, SAVÍST, hvetja stjórnvöld til þess að leita leiða til að starfsemi lista- og menningarstofnana geti farið aftur af stað.

Aukinn sveigjanleiki í skólastarfi með eins metra reglunni
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir það fagnaðarefni fyrir skólasamfélagið að eins metra reglan verði í gildi í framhalds- og háskólum.

Stefnt á að Blikar spili í Þrándheimi þó Ísland sé á rauðum lista
Þrátt fyrir að Ísland sé nú komið á rauðan lista í Noregi er enn stefnt að því að Breiðablik mæti Rosenborg í Þrándheimi í forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta.

Faraldurinn góður fyrir geðheilsuna og fjölskyldulífið
Leikarinn Matthew McConaughey hefur náð að kynnast börnum sínum mun betur síðustu mánuði. Ástæðan er meiri samvera í faraldri kórónuveirunnar sem veldur Covid-19. Virðist hann líka hugsa betur um sjálfa sig sem hefur haft jákvæð áhrif á andlega líðan.