Vilja fara framhjá ónæmiskerfinu með nýjum lyfjum Samúel Karl Ólason skrifar 12. ágúst 2020 22:30 Frá skimun fyrir Covid-19 í Flórída í Bandaríkjunum. AP/Wilfredo Lee Þegar enn eru margir mánuðir í að bóluefni líti dagsins ljós, víðast hvar í heiminum, eru lyfjafyrirtæki að snúa sér að öðrum vörnum gegn Covid-19. Verið er að þróa sérstök lyf sem koma mótefni við Covid-19 í líkama sýktra, án þess að þurfa að þjálfa ónæmiskerfi þeirra til að mynda mótefnið. Í grófum dráttum, þá eru mótefni prótein sem líkaminn myndar þegar sýking á sér stað. Þau binda sig við vírusa og hjálpa til við að eyða þeim. Bóluefni plata líkamann til framleiða þessi mótefni og læra það ef raunveruleg veira berst í líkamann. EIns og segir í frétt AP fréttaveitunnar getur það tekið svolítinn tíma að mynda mótefni eftir að sýking á sér stað. Nú er verið þróa lyf sem innihalda stóra skammta af mótefnum gegn Covid-19. Þannig vonist vísindamenn til að geta boðið fólki tímabundið ónæmi gegn sjúkdómum en talið er að lyfin gætu virkað í mánuð eða lengur. Lyfin gætu til að mynda reynst heilbrigðisstarfsfólki og öðrum sem vinna og búa við miklar smitlíkur vel. Ef lyfin reynast vel og það dregst úr þróun góðra bóluefna væri hægt að auka notkun lyfjanna. Einnig notuð til lækninga Auk þess að vonast sé til þess að búa til tímabundið ónæmi með lyfjunum er verið að rannsaka hvernig þau nýtast í meðferð handa þeim sem þegar hafa smitast af veirunni. Hvort lyfin dragi úr áhrifum sýkingarinnar og komi jafnvel í veg fyrir dauða. „Vonin er að finna fólk á fyrstu viku veikinda og að við getum læknað þau með mótefnum og komið í veg fyrir að þau verði veik,“ sagði Marshall Lyon, vísindamaður sem vinnur að þróun mótefnalyfs í Atlanta í Bandaríkjunum. Vísindamenn um heim allan vinna nú að því að þróa bóluefni gegn Covid-19. Sjúkdómurinn hefur þegar dregið minnst 744.311 til dauða, samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans. Til að ljúka slíkum bóluefnum þarf yfirleitt að fara í gegnum langvarandi próf og frekari tilraunir til að meta virkni og mögulega fylgikvilla. Yfirvöld í Rússlandi hafa samþykkt bóluefni sem hefur ekki farið í gegnum slíkt ferli. Janet Woodcock, háttsettur embættismaður í Lyfjaeftirliti Bandaríkjanna, segir umrædd lyf vera mjög efnileg og að þau gætu verið aðgengileg tiltölulega fljótt. Hún sagði að niðurstöður í lykilprófunum lægju líklega fyrir í haust. Eitt lyfjafyrirtæki í Bandaríkjunum er þegar byrjað að framleiða sitt lyf og hafa forsvarsmenn þess því veðjað á jákvæðar niðurstöður úr þessum prófunum. Með því að eiga góðar birgðir af lyfjunum þegar grænt ljós berst frá yfirvöldum verði hægt að koma því á markað mjög fljótt. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Fleiri fréttir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Sjá meira
Þegar enn eru margir mánuðir í að bóluefni líti dagsins ljós, víðast hvar í heiminum, eru lyfjafyrirtæki að snúa sér að öðrum vörnum gegn Covid-19. Verið er að þróa sérstök lyf sem koma mótefni við Covid-19 í líkama sýktra, án þess að þurfa að þjálfa ónæmiskerfi þeirra til að mynda mótefnið. Í grófum dráttum, þá eru mótefni prótein sem líkaminn myndar þegar sýking á sér stað. Þau binda sig við vírusa og hjálpa til við að eyða þeim. Bóluefni plata líkamann til framleiða þessi mótefni og læra það ef raunveruleg veira berst í líkamann. EIns og segir í frétt AP fréttaveitunnar getur það tekið svolítinn tíma að mynda mótefni eftir að sýking á sér stað. Nú er verið þróa lyf sem innihalda stóra skammta af mótefnum gegn Covid-19. Þannig vonist vísindamenn til að geta boðið fólki tímabundið ónæmi gegn sjúkdómum en talið er að lyfin gætu virkað í mánuð eða lengur. Lyfin gætu til að mynda reynst heilbrigðisstarfsfólki og öðrum sem vinna og búa við miklar smitlíkur vel. Ef lyfin reynast vel og það dregst úr þróun góðra bóluefna væri hægt að auka notkun lyfjanna. Einnig notuð til lækninga Auk þess að vonast sé til þess að búa til tímabundið ónæmi með lyfjunum er verið að rannsaka hvernig þau nýtast í meðferð handa þeim sem þegar hafa smitast af veirunni. Hvort lyfin dragi úr áhrifum sýkingarinnar og komi jafnvel í veg fyrir dauða. „Vonin er að finna fólk á fyrstu viku veikinda og að við getum læknað þau með mótefnum og komið í veg fyrir að þau verði veik,“ sagði Marshall Lyon, vísindamaður sem vinnur að þróun mótefnalyfs í Atlanta í Bandaríkjunum. Vísindamenn um heim allan vinna nú að því að þróa bóluefni gegn Covid-19. Sjúkdómurinn hefur þegar dregið minnst 744.311 til dauða, samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans. Til að ljúka slíkum bóluefnum þarf yfirleitt að fara í gegnum langvarandi próf og frekari tilraunir til að meta virkni og mögulega fylgikvilla. Yfirvöld í Rússlandi hafa samþykkt bóluefni sem hefur ekki farið í gegnum slíkt ferli. Janet Woodcock, háttsettur embættismaður í Lyfjaeftirliti Bandaríkjanna, segir umrædd lyf vera mjög efnileg og að þau gætu verið aðgengileg tiltölulega fljótt. Hún sagði að niðurstöður í lykilprófunum lægju líklega fyrir í haust. Eitt lyfjafyrirtæki í Bandaríkjunum er þegar byrjað að framleiða sitt lyf og hafa forsvarsmenn þess því veðjað á jákvæðar niðurstöður úr þessum prófunum. Með því að eiga góðar birgðir af lyfjunum þegar grænt ljós berst frá yfirvöldum verði hægt að koma því á markað mjög fljótt.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Fleiri fréttir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Sjá meira