
Öskraði, braut afgreiðsluborð og veittist að starfsmanni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var nokkrum sinnum kölluð til í gærkvöldi og nótt vegna ofurölvi einstaklinga, meðal annars að bensínstöð í póstnúmerinu 110 þar sem maður hafði öskrað og slegið í afgreiðsluborð úr gleri með þeim afleiðingum að það brotnaði upp úr borðinu.