Lögregla hafi farið langt yfir eðlileg mörk með handtöku lögmanns Árni Sæberg skrifar 22. desember 2023 14:40 Hildur Sólveig Pétursdóttir var handtekin í tengslum starfa hennar fyrir Eddu Björk. Vísir Lögmenn á Landi lögmönnum, lögmannsstofu sem þrír lögreglumenn mættu á í gær og handtóku einn lögmann, segja engan vafa leika í huga þeirra á því að lögreglan hafi með aðgerðum sínum farið langt yfir eðlileg og málefnaleg mörk og hugsanlega gerst brotleg við lög. Þetta segir í yfirlýsingu Lands lögmanna en tilefnið er handtaka Hildar Sólveigar Pétursdóttur, lögmanns Eddu Bjarkar Arnardóttur. Hún var handtekin í gær ásamt systur Eddu Bjarkar eftir að synir Eddu Bjarkar fundust. Synir Eddu Bjarkar fóru þrír til Noregs í gær í fylgd með föður þeirra. Í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem barst laust fyrir klukkan 15 í dag, segir að fjórir hafi verið handteknir í heildina í tengslum við aðgerðir lögreglu í gær. Þeir hafi verið fluttir til skýrslutöku en sleppt að þeim loknum. Ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um málið. Heimildir Vísis herma að Karl Udo Luckas, maki Eddu Bjarkar, hafi verið meðal þeirra handteknu en ekki liggur fyrir hver sá fjórði er. Hafa farið vel yfir atvik Í yfirlýsingu lögmannsstofunnar segir að handtökuna megi rekja til þess að umræddur lögmaður hafi gætt hagsmuna móður sem staðið hefur í harðri deilu við barnsföður sinn í Noregi vegna afhendingar þriggja barna þeirra og málið hafi ratað ítrekað í fjölmiðla. „Eftir að hafa farið vel yfir atvik gærdagsins og störf lögmannsins í þágu umbjóðanda síns, meðal annars með hliðsjón af þeirri trúnaðarskyldu sem lögmenn hafa lögum samkvæmt við alla umbjóðendur sína, leikur enginn vafi á því í huga samstarfsmanna lögmannsins að lögreglan hefur með aðgerðum sínum farið langt yfir eðlileg og málefnaleg mörk og hugsanlega gerst brotleg við lög.“ Harkalegar aðgerðir Samkvæmt 22. grein laga um lögmenn beri lögmaður þagnarskyldu um hvaðeina sem honum er trúað fyrir í starfi sínu. „Í því ljósi beri að skoða þessar harkalegu aðgerðir lögreglunnar gegn lögmanni, sem rækir starfa sinn innan ramma laganna og eftir þeim leiðum sem lögin heimila.“ Lögreglan þekki þessar mikilvægu skyldur vel. Þar af leiðandi verði ekki komist hjá því að draga þá ályktun að með aðgerðum sínum hafi lögreglan hugsanlega ætlað að tryggja að umræddur lögmaður gæti ekki sinnt starfi sínu og skyldum, í þágu umbjóðanda síns, meðan synir umbjóðandans voru teknir með lögregluvaldi og fluttir úr landi, á sama tíma og lögmaðurinn var í haldi. „Lögmæti þessara aðgerða lögreglunnar verður að skoða og vinnubrögðin kunna að hafa afleiðingar. Munu lögmenn stofunnar standa þétt við bakið á lögmanninum í þeim skrefum sem verða tekin í framhaldinu.“ Fréttin var uppfærð eftir að tilkynning barst frá lögreglu. Lögreglumál Lögreglan Dómsmál Mál Eddu Bjarkar Lögmennska Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þetta segir í yfirlýsingu Lands lögmanna en tilefnið er handtaka Hildar Sólveigar Pétursdóttur, lögmanns Eddu Bjarkar Arnardóttur. Hún var handtekin í gær ásamt systur Eddu Bjarkar eftir að synir Eddu Bjarkar fundust. Synir Eddu Bjarkar fóru þrír til Noregs í gær í fylgd með föður þeirra. Í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem barst laust fyrir klukkan 15 í dag, segir að fjórir hafi verið handteknir í heildina í tengslum við aðgerðir lögreglu í gær. Þeir hafi verið fluttir til skýrslutöku en sleppt að þeim loknum. Ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um málið. Heimildir Vísis herma að Karl Udo Luckas, maki Eddu Bjarkar, hafi verið meðal þeirra handteknu en ekki liggur fyrir hver sá fjórði er. Hafa farið vel yfir atvik Í yfirlýsingu lögmannsstofunnar segir að handtökuna megi rekja til þess að umræddur lögmaður hafi gætt hagsmuna móður sem staðið hefur í harðri deilu við barnsföður sinn í Noregi vegna afhendingar þriggja barna þeirra og málið hafi ratað ítrekað í fjölmiðla. „Eftir að hafa farið vel yfir atvik gærdagsins og störf lögmannsins í þágu umbjóðanda síns, meðal annars með hliðsjón af þeirri trúnaðarskyldu sem lögmenn hafa lögum samkvæmt við alla umbjóðendur sína, leikur enginn vafi á því í huga samstarfsmanna lögmannsins að lögreglan hefur með aðgerðum sínum farið langt yfir eðlileg og málefnaleg mörk og hugsanlega gerst brotleg við lög.“ Harkalegar aðgerðir Samkvæmt 22. grein laga um lögmenn beri lögmaður þagnarskyldu um hvaðeina sem honum er trúað fyrir í starfi sínu. „Í því ljósi beri að skoða þessar harkalegu aðgerðir lögreglunnar gegn lögmanni, sem rækir starfa sinn innan ramma laganna og eftir þeim leiðum sem lögin heimila.“ Lögreglan þekki þessar mikilvægu skyldur vel. Þar af leiðandi verði ekki komist hjá því að draga þá ályktun að með aðgerðum sínum hafi lögreglan hugsanlega ætlað að tryggja að umræddur lögmaður gæti ekki sinnt starfi sínu og skyldum, í þágu umbjóðanda síns, meðan synir umbjóðandans voru teknir með lögregluvaldi og fluttir úr landi, á sama tíma og lögmaðurinn var í haldi. „Lögmæti þessara aðgerða lögreglunnar verður að skoða og vinnubrögðin kunna að hafa afleiðingar. Munu lögmenn stofunnar standa þétt við bakið á lögmanninum í þeim skrefum sem verða tekin í framhaldinu.“ Fréttin var uppfærð eftir að tilkynning barst frá lögreglu.
Lögreglumál Lögreglan Dómsmál Mál Eddu Bjarkar Lögmennska Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira