
Björgunarsveitir leita Sigríðar áfram
Leit að Sigríði Jóhannsdóttur heldur áfram í dag. Lögregla hefur lýst eftir henni síðan á laugardagskvöld.
Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.
Leit að Sigríði Jóhannsdóttur heldur áfram í dag. Lögregla hefur lýst eftir henni síðan á laugardagskvöld.
Tveimur einstaklingum sem grunaðir eru um líkamsárás í miðbæ Akureyrar um helgina hefur verið sleppt úr haldi að lokinni skýrslutöku.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur verið í sambandi við lögregluna í Frakklandi vegna voðaverkanna á hótelhergi á Edition í Reykjavík í fyrradag.
„Kærkomin ró“ hefur verið yfir höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt samkvæmt tilkynningu frá lögreglu. Fangageymslur eru tómar og hafa engin útköll borist eftir klukkan þrjú í nótt.
Dómsmálaráðherra lýsir áhyggjum af auknum innflutningi fíkniefna til landsins, og segir tilfelli þar sem einstaklingar sem tengjast erlendum glæpagengjum koma til Íslands vera mun algengari en fólk átti sig á. Aukið magn fíkniefna sem haldlagt er á landamærum sé þó jafnframt til marks um árangur.
Björgunarsveitið hafa frestað leit að Sigríði Jóhannsdóttur í bili. Leit var fram haldið síðdegis í dag en bar engan árangur.
Andlát frönsku ferðamannanna á Edition hótelinu í Reykjavík hafa vakið athygli út fyrir landsteinana, en víða er fjallað um málið í erlendum miðlum, sér í lagi frönskum.
Búið er að taka skýrslu af frönsku konunni sem grunuð er um að hafa orðið eiginmanni sínum og dóttur að bana á hótelherbergi á Edition í Reykjavík í gær. Rætt hefur verið við vitni og rannsókn miðar þokkalega áfram.
Um 50 manns tóku þátt í umfangsmikilli leit eftir Sígríði Jóhannsdóttur sem hófst um miðnætti í gær og stóð til fjögur í nótt. Biðlað er til allra þeirra sem kunna að hafa einhverjar vísbendingar um veru hennar að hafa samband við Neyðarlínuna í síma: 112.
Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur haft í nægu að snúast en Bíladagar fóru þar fram um helgina. Lögregla hefur haft afskipti vegna minni háttar líkamsárása og tvö kynferðisbrotamál eru til rannsóknar eftir helgina.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og í nótt. Þrír voru vistaðir í fangageymslu lögreglu og 85 mál eru skráð í kerfi lögreglu frá klukkan fimm í gær til klukkan fimm í morgun.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Sigríði Jóhannsdóttur, 56 ára. Ekkert er vitað um ferðir hennar síðan á föstudag.
Frönsk kona er grunuð um að hafa orðið eiginmanni sínum og dóttur að bana á hótelherbergi á Edition í Reykjavík. Konan var flutt af vettvangi með stunguáverka. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir konunni, en rannsókn málsins er á frumstigi. Þetta herma heimildir fréttastofu.
Frönsk kona á sextugsaldri er með stöðu sakbornings grunuð um að hafa ráðið eiginmanni sínum og dóttur bana á hótelherbergi á Edition í Reykjavík. Konan var með alvarlega stunguáverka þegar lögreglu bar að garði. Hún er í haldi lögreglu.
Tveir erlendir ferðamenn fundust látnir á Edition-hóteli í miðborg Reykjavíkur í morgun. Þriðji ferðamaðurinn var færður undir læknishendur.
Lögreglan og sérsveit voru kölluð út á Edition-hótel í miðbæ Reykjavíkur í morgun vegna „alvarlegs atviks“ að sögn lögreglu. Aðgerðir standa enn yfir á fjórðu hæð hótelsins.
Sérsveit ríkislögreglustjóra handtók í nótt mann sem hafði flúið af vettvangi eftir alvarlega líkamsárás í Árbæ.
Fjögur fyrirtæki sem störfuðu fyrir landeldisfyrirtækið First Water gera kröfur á félagið upp á ríflega milljarð króna vegna meintra vanefnda. Lögregla hefur verið kölluð til vegna ágreinings milli verktaka og félagsins. First Water vísar ásökunum til föðurhúsanna. Félagið hafi í öllum tilvikum farið að lögum.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á töluvert magn af ætluðum fíkniefnum og nokkrar milljónir í reiðufé við húsleit í íbúð í miðborginni fyrr í vikunni.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á hamar, hnúajárn og fíkniefni í fórum barns í Breiðholti í gær. Í dagbók lögreglu kemur fram að lögreglu hafi verið tilkynnt um einstakling undir lögaldri með bæði vopn og vímuefni utan dyra í Breiðholti.
Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi lögreglumaður og fyrrum eigandi PPP, hefur kært Ólaf Þór Hauksson, héraðssaksóknara og fyrrverandi sérstakan saksóknara, fyrir rangar sakargiftir í tengslum við rannsókn á meintum brotum hans í tengslum við vinnu á vegum PPP á þrotabúi Milestone árið 2011 til 2012. Greint er frá kærunni í Morgunblaðinu í dag.
Stjórnendum verktakafyrirtækis og fjölskyldum þeirra hefur verið hótað lífláti og öxum, bensín- og reyksprengjum hefur verið beitt við heimili þeirra. Stjórnendurnir segja handrukkara á bak við árásirnar og að þær megi rekja til deilna um uppgjör við landeldisfyrirtækið First Water. Stjórnendur First Water vísa ásökunum til föðurhúsanna. Starfsmaður þeirra hefur einnig sætt hótunum. Lögregla lítur málið alvarlegum augum.
Tveir karlmenn sæta gæsluvarðhaldi eftir að hafa verið gripnir af tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli með samanlagt tólf kíló af kókaíni í farangri sínum. Lagt hefur verið hald á meira magn kókaíns á fimm mánuðum í ár en allt árið í fyrra.
Lögregla á höfuðborginni þurfti að sinna nokkrum hávaðaútköllum í gærkvöldi og þá var maður í miðborg Reykjavíkur handtekinn vegna tveggja líkamsárása með stuttu millibili.
Fjórir verkamenn frá Belarús sátu fastir á Keflavíkurflugvelli í þrjá daga eftir að hafa fengið synjun um að koma til landsins. Þeir segjast aldrei hafa fengið að vita hvers vegna þeim var haldið þar. Sá sem réði mennina í vinnu segir þá ekki einu sinni hafa getað keypt sér að borða.
Sigurður Fannar Þórsson játar að hafa orðið tíu ára dóttur sinni að bana í Krýsuvík í fyrra. Aðalmeðferð í málinu fór fram í dag í Héraðsdómi Reykjaness fyrir luktum dyrum.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í dag afskipti af ölvuðum einstaklingum við tjald á Arnarhóli.
Aldrei hafa fleiri steratöflur verið haldlagðar við landamærin á Keflavíkurflugvelli heldur en árið 2024, sem mölbrýtur fyrri met. Framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlitsins hefur áhyggjur af því að fleiri sækist í vefaukandi stera og segir of frjálslega talað um steranotkun á samfélagsmiðlum.
Aðalmeðferð er hafin í máli Sigurðar Fannars Þórssonar, sem grunaður er um að hafa banað tíu ára dóttur sinni í september í fyrra. Réttað er yfir honum fyrir luktum dyrum.
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt mann eftir að hafa brotið rúðu í lögreglubíl. Lögregla var kölluð til og hafði afskipti af manninum þar sem hann hafði neitað að greiða fyrir leigubíl en reikningurinn hljóðaði upp á nokkra tugi þúsunda.