Meintur svindlari í Vesturbænum var ósvikinn björgunarsveitarmaður Svo virðist sem fréttir af meintum svindlara, dulbúnum sem björgunarsveitarmaður í þeim tilgangi að féfletta fólk í gærkvöldi, séu stórlega ýktar. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að þarna hafi verið ósvikinn björgunarsveitarmaður á ferðinni í hefðbundinni styrkjaumleitan í Vesturbænum. Innlent 17. mars 2021 09:25
Drengur varð undir vörubifreið Umferðarslys átti sér stað á Akranesi í dag þar sem 11 ára gamall drengur á reiðhjóli varð undir vörubifreið. Innlent 16. mars 2021 17:34
Bíða eftir niðurstöðum úr gögnum sem send voru til útlanda Rannsókn héraðssaksóknara á skotárás á bíl Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra, er ólokið. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, segir í samtali við Vísis að meðal annars sé verið að bíða eftir niðurstöðum úr rannsóknargögnum sem þurfti að senda til greiningar í útlöndum. Innlent 16. mars 2021 11:40
Var ekki að brjótast inn heldur að reyna að komast út Upp úr klukkan hálffimm í morgun barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um yfirstandandi innbrot í verslun í Kópavogi. Innlent 16. mars 2021 06:53
Handtökur á mótmælum vegna lögregluaðgerða á minningarsamkomu Hundruð hafa safnast saman í miðborg Lundúna til þess að minnast Söruh Everard, sem var myrt af lögreglumanni í Kent 3. mars síðastliðinn, og til þess að mótmæla lögreglunni. Komið hefur til átaka milli lögreglu og mótmælenda og einhverjir hafa verið handteknir. Erlent 15. mars 2021 20:48
Sérsveitin með æfingu í Árbænum Sérsveit ríkislögreglustjóra verður með æfingu innandyra í Árbænum í dag. Æfingin fer fram í Rofabæ 7-9 á milli klukkan tíu og þrjú. Innlent 15. mars 2021 07:46
Lögreglan beitti piparúða Lögregla beitti piparúða gegn manni í Breiðholti síðdegis í gær. Tilkynning hafði borist um rúðubrot á veitingastað í hverfinu og þegar lögregla kom á staðinn var hinn grunaði enn á vettvangi. Innlent 15. mars 2021 06:52
Töluvert um ölvun í höfuðborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkrum fjölda útkalla vegna ölvaðs fólks í gærkvöldi og nótt. Tilkynnt var um tvær líkamsárásir í miðbænum. Innlent 14. mars 2021 07:58
Landsréttur segir lögreglu heimilt að kalla verjanda í skýrslutöku Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um heimild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til að taka skýrslu af verjanda Íslendings sem sætir nú farbanni vegna rannsóknar á hinu svokallaða Rauðagerðismáli. Innlent 13. mars 2021 14:47
Sóttvarnarlög brotin á veitingastað í Kópavogi Lögreglumenn höfðu afskipti af veitingastað í Kópavogi vegna brota á lögum um sóttvarnir og veitingahús í nótt. Forráðamenn staðarins virtu ekki reglur um lokunartíma og þá var lítið um sóttvarnir á staðnum. Innlent 13. mars 2021 07:54
Vonskuveður og bílar í röðum fyrir norðan Vonskuveður er í Húnavatnasýslum og eru margir ökumenn í vandræðum við Hvammstangaafleggjara. Búið er að loka fyrir umferð á þjóðvegi eitt. Innlent 11. mars 2021 22:06
Handtekinn vegna vopnaðs ráns í heimahúsi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um vopnað rán í heimahúsi. Lögreglan handtók geranda á staðnum og var hann vistaður í fangageymslu lögreglu vegna málsins. Málið er nú í rannsókn. Innlent 11. mars 2021 06:46
Maður sem sparkaði í átt að börnum tilkynntur til lögreglu Atvik þar sem maður er sagður hafa meðal annars veist að ungum börnum og sparkað til nokkurra þeirra í og við strætisvagn í Kópavogi í dag hefur verið tilkynnt til lögreglu. Innlent 10. mars 2021 22:08
Freistaði þess að stela vörum fyrir um 46 þúsund krónur Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust í dag fjórar tilkynningar um þjófnað í verslunum og þá var tilkynnt um innbrot í húsnæði í póstnúmeri 220, þar sem fatnaði og raftækjum var stolið. Innlent 10. mars 2021 18:36
Úrskurðaður í lengra gæsluvarðhald vegna morðsins Einn var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í vikulangt áframhaldandi gæsluvarðhald vegna rannsóknar á morði í Rauðagerði í Reykjavík í febrúar. Innlent 10. mars 2021 16:24
Krafa lögreglu um að fella niður skipun Steinbergs sem verjanda samþykkt Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti í morgun kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um að fella niður skipun Steinbergs Finnbogasonar sem verjanda Íslendingsins í Rauðagerðismálinu svokallaða. Innlent 10. mars 2021 11:07
Þrjú útköll vegna heimilisofbeldis Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var nú síðdegis og í kvöld þrisvar kölluð út vegna heimilisofbeldis; í póstnúmerum 104, 105 og 108. Innlent 9. mars 2021 23:00
Þrír úrskurðaðir í fjögurra vikna farbann í tengslum við morðið í Rauðagerði Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi í dag farbann yfir þremur einstaklingum í tengslum við morðið í Rauðagerði. Voru einstaklingarnir þrír úrskurðaði í fjögurra vikna farbann, eða til þriðjudagsins 6. apríl. Innlent 9. mars 2021 19:57
Barnið útskrifað af gjörgæslu og braggast vel Drengur á þriðja ári, sem varð fyrir mannlausum bíl í Áslandshverfi í Hafnarfirði á sunnudag, er útskrifaður af gjörgæsludeild og líðan hans góð eftir atvikum, samkvæmt upplýsingum frá foreldrum hans. Innlent 9. mars 2021 15:50
Upptökur sýna hvað gerðist í Sundhöllinni Upptökur úr öryggismyndavélum í Sundhöll Reykjavíkur sýna hvað gerðist í aðdraganda andláts ungs manns, sem fannst látinn á botni laugarinnar 21. janúar síðastliðinn. Þá staðfesta upptökurnar að maðurinn lá á botninum í rúmar sex mínútur, að sögn lögreglu. Innlent 9. mars 2021 14:39
„Við erum að rannsaka morðmál hérna“ Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem fer fyrir rannsókn Rauðagerðismálsins gefur lítið fyrir ummæli Steinbergs Finnbogasonar í Fréttablaðinu í morgun þess efnis að lögreglan vilji losna við Steinberg sem verjanda. Innlent 9. mars 2021 13:41
Dómsmálaráðherra og lögreglustjóra boðið að aflétta trúnaði Jón Þór Ólafsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og þingmaður Pírata, hefur boðið dómsmálaráðherra og lögreglustjóra að aflétta trúnaði um það sem kom fram í máli þeirra á fundum nefndarinnar um símtöl ráðherra til lögreglustjóra á aðfangadag. Innlent 8. mars 2021 12:09
Tveir í haldi lögreglu vegna líkamsárása Tveir eru í haldi lögreglu vegna líkamsárása eftir gærkvöldið og nóttina. Annars vegar var maður handtekinn í Vogahverfi vegna líkamsárásar sem tilkynnt var um þar og hins vegar í Breiðholti. Innlent 8. mars 2021 07:25
„Hann gerði þetta ekki“: Íslendingur sakaður um að hafa myrt fjögurra manna fjölskyldu „Ég veit ekki hvað ég á að segja, ég trúi ekki að þetta sé að gerast,“ segir Nikolina Grnovic en faðir hennar Savo var handtekinn í Frankfurt á fimmtudag. Hann er sakaður um að hafa myrt fjögurra manna fjölskyldu árið 1991. Innlent 6. mars 2021 14:32
Barði bíla í miðbænum með hamri Karlmaður var í handtekinn í miðbæ Reykjavíkur í nótt þar sem hann barði í bifreiðar með hamri. Að sögn lögreglu var maðurinn í annarlegu ástandi og með fíkniefni meðferðis. Hann var vistaður í fangaklefa vegna málsins. Innlent 6. mars 2021 08:42
Í tveggja vikna varðhald vegna morðsins í Rauðagerði Karlmaður á fimmtugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í tvær vikur vegna rannsóknar lögreglunnar á morðinu í Rauðagerði þann 13. febrúar. Innlent 5. mars 2021 12:15
Átti að vera í sóttkví en var að bíða eftir fari Lögreglan á Suðurnesjum hafði í vikunni afskipti af karlmanni þar sem hann var staddur fyrir utan búð í Njarðvík vegna gruns um brot á sóttvarnarlögum. Innlent 5. mars 2021 09:53
Konan sem lýst var eftir komin í leitirnar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir sjötugri konu sem síðast sást til í nágrenni við heimili sitt við Fjarðarás í Árbænum um hádegisbil í dag. Innlent 4. mars 2021 16:29
Braut rúðu í lögreglubíl Maður braut rúðu í lögreglubíl í Hafnarfirði í gærkvöldi eftir að lögregla hafði stöðvað hann vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Innlent 4. mars 2021 07:20
Þrír í lengra gæsluvarðhald vegna morðsins Þrír voru í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna vegna rannsóknar hennar á morði í Rauðagerði í Reykjavík í síðasta mánuði. Innlent 3. mars 2021 16:39