

Lögreglumál
Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Segja myndefni staðfesta að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögregla var kölluð til
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að eftir skoðun á myndefni frá viðskiptum rúmlega tvítugs karlmanns og lögreglu um helgina verði ekki annað ráðð en að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögreglan var kölluð til.

Segist kjálkabrotinn eftir aðgerðir lögreglumanns
Rúmlega tvítugur karlmaður segist líklega kjálkabrotinn eftir aðgerðir lögreglu í miðbæ Reykjavíkur um helgina.

Kona á fertugsaldri lést af slysförum á Akranesi
Kona á fertugsaldri lést af slysförum á Akranesi á fimmtudag.

Innbrot í leikskóla í Hafnarfirði
Rúða var brotin og farið var inn um glugga, að því er kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Sporðdreki spásseraði um heimahús á Akureyri
Tveggja barna móðir varð fyrir þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að finna sporðdreka inni á baðherbergi á heimili sínu á Akureyri í gærkvöldi.

62 m/s á Kjalarnesi
Aðgerðastjórn gerir ráð fyrir að aftakaveður gangi inn á höfuðborgarsvæðið núna klukkan 7

Konan sem slasaðist á Sandgerðisvegi úr lífshættu
Ökumaður sem lögregluþjónar veittu eftirför þegar áreksturinn varð situr enn í síbrotagæslu og er búist við því að krafist verði lengra gæsluvarðhalds yfir honum.

ÍR-ingar kæra fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrir milljónafjárdrátt
Upp komst um málið í byrjun vetrar.

Þýfi andvirði milljóna króna á heimili Hringbrautarþjófsins
Rúmlega þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir ýmis brot. Þeirra á meðal er þjófnaður á sjónvarpsstöðinni Hringbraut sem á þeim tíma var staðsett við Eiðistorg.

Maður vopnaður öxi handtekinn
Maður vopnaður öxi var handtekinn á lokuðu vinnusvæði í austurhluta Reykjavíkur í morgun.

Ók bíl utan í söluturn á Suðurnesjum
Ökumaður ók bíl sínum utan í söluturn í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gær.

Gleðispillir neitaði að yfirgefa Laugardalslaug
Ölvaður karlmaður var til ama í Laugardalslauginni í gærkvöldi og neitaði að yfirgefa staðinn. Óskaði starfsfólkið eftir aðstoð lögreglu sem mætti á svæðið og fjarlægði manninn.

Eiga von á kæru eftir heimsókn í heita pottinn
Afskipti voru höfð af ungu pari í nótt en parið hafði skellt sér í heita pottinn í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði eftir lokun. Lögregla kom á staðinn og rak fólkið upp úr, tók niður upplýsingar og á fólkið von á kæru fyrir baðferðina.

Mál Heklu Lindar komið á borð Umboðsmanns Alþingis
Umboðsmaður Alþingis skoðar nú mál Heklu Lindar Jónsdóttur, sem lést eftir að lögregla hafði afskipti af henni í apríl í fyrra. Móðir Heklu Lindar er þakklát viðbrögðunum.

Braut fjölmörg umferðarlög á flótta undan lögreglunni
Fimm manns gistu fangaklefa í nótt en mikið af ölvunartengdum málum komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt.

Annar drengjanna sem bjargað var úr Hafnarfjarðarhöfn kominn heim
Þrír voru í bílnum sem fór fram af Óseyrarbryggju í Hafnarfirði föstudagskvöldið 17. janúar.

Tveir eftir í gæsluvarðhaldi
Jónas Árni Lúðvíksson og Steingrímur Þór Ólafsson hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 5. mars grunaðir um aðild að framleiðslu á amfetamíni og peningaþvætti.

Lögreglubíll í forgangsakstri lenti í árekstri á rauðu ljósi
Engin slys urðu á fólki en nokkrar umferðartafir urðu þó vegna óhappsins.

Fluttur talsvert slasaður á sjúkrahús eftir hópslagsmál
Tveir voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar eftir að hafa lent í slagsmálum á vínveitingastað í Fossvogi á öðrum tímanum í nótt.

Flugvallarstarfsmaður ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot
Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa haft í vörslum sínum rúm tvö kíló af kókaíni og sex lítra af amfetamínbasa ætlað til sölu. Maðurinn var starfsmaður á Keflavíkurflugvelli og rannsakar lögreglan hvort hann hafi flutt efnin til landsins í gegn um starf sitt á vellinum.

Braust inn um svaladyrnar og réðst á húsráðanda
Húsráðandi í miðbæ Reykjavíkur vaknaði í nótt við að ókunnugur maður kom inn um svaladyr á heimili hans

Leita vitna að líkamsárás við Ráðhústorg á Akureyri
Í tilkynningu segir að nokkrir menn hafi þar veist að tveimur mönnum og árásin staðið yfir í nokkrar mínútur.

Afskipti höfð af konu með hamar í miðbænum
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í morgun afskipti af konu í annarlegu ástandi sem vopnuð var hamri.

Vísbendingar um að hópar vasaþjófa frá Rúmeníu herji á ferðamenn
Töluvert hefur verið tilkynnt um vasaþjófnað á fjölförnum ferðamannastöðum á Suðurlandi síðustu vikur.

Ógnaði mönnum ölvaður með hníf
Maðurinn var vistaður í fangageymslu og hnífurinn haldlagður.

Lagði hald á nokkur vopn
Ökumaðurinn var handtekinn en látinn laus að lokinni sýna- og skýrslutöku, að því er segir í dagbók lögreglu.

Rannsaka hóplíkamsárás í miðbænum
Lögreglan fékk tilkynningu um líkamsárás á ellefta tímanum í gærkvöldi.

Talsvert um ölvunarakstur í nótt
Talsvert af málum er sneru að akstri bíla undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Voru hið minnsta sjö bílar stöðvaðir vegna gruns um ölvunar eða fíkniefnaakstur.

Lögregla heldur fjórum í varðhaldi en sleppir tveimur
Fjórir karlmenn, sem grunaðir eru um aðild að umfangsmiklu sakamáli sem snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna og peningaþvætti, voru úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Erindi Atla um meint lögregluofbeldi sent til héraðssaksóknara
Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu hefur sent mál Atla Jasonarsonar til héraðssaksóknara, sem þarf nú að taka afstöðu til hvort að framferði lögreglumanns þegar Atli var handtekinn síðastliðið sumar, gefi tilefni til rannsóknar embættisins.