
Lýsa enn eftir Pioaru Alexandru Ionut
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir rúmenskum karlmanni, Pioaru Alexandru Ionut, sem kom til landsins fyrripart síðustu viku í sex manna hópi.
Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir rúmenskum karlmanni, Pioaru Alexandru Ionut, sem kom til landsins fyrripart síðustu viku í sex manna hópi.
Lögregla er búin að finna tvo af þeim þremur Rúmenum sem lýst var eftir í gær vegna gruns um að þeir séu smitaðir af kórónuveirunni. Sá þriðji er enn ófundinn.
Veitingastöðum er skylt að loka klukkan 23 samkvæmt reglum yfirvalda.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti rétt í þessu Facebook-færslu þar sem birtar eru myndir af tveimur þeirra þriggja manna sem lýst er eftir vegna gruns um að þeir séu smitaðir af kórónuveirunni.
Hávaðakvörtunum til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu 4. maí til og með 10. júní hefur fækkað lítillega, samanborið við sama tímabil á síðasta ári. Kvörtunum vegna hávaða innandyra hefur fjölgað talsvert, en á móti hefur þeim fækkað vegna hávaða utandyra.
Mennirnir tveir sem voru handteknir á Suðurlandi vegna búðarhnupls í gær og greindust með kórónuveiruna í dag verða fluttir í farsóttarhúsið við Rauðarárstíg á morgun. Þeir reyndust ekki vera með mótefni við veirunni og eru því með virk smit og geta smitað aðra
Sóttvarnalæknir hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir hinum smituðu sem handteknir voru fyrir þjófnað á Selfossi á grundvelli sóttvarnalaga.
Við rannsókn málsins kom í ljós að hinir handteknu áttu að vera í sóttkví.
Lögreglu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning rétt rúmlega 10 í morgun um samkvæmi sem hafði staðið í alla nótt.
Lögregla handtók í gærkvöldi mann vegna gruns um líkamsárás í Kópavogi.
Fingralangur aðili var handsamaður í verslun í Njarðvík í gær en lögreglu hafði borist tilkynning um þjófnað úr versluninni.
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út á sjöunda tímanum í morgun eftir að leigubílstjóri óskaði aðstoðar eftir að maður hafði veist að honum og rokið út úr bílnum án þess að borga fyrir farið.
Lögregla kom að pari í átökum í aftursæti bíls í Mosfellsbæ síðdegis í gær.
Klukkan hálf sex í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um þjófnað á rafmagnshlaupahjóli í Laugardal.
Lögreglan hvetur foreldra og forráðamenn til þess að vera vakandi fyrir áhættuhegðun á meðal unglinga, þá sérstaklega yfir sumartímann.
Maðurinn var vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins.
Embætti héraðssaksóknara hefur ákært karlmann á fertugsaldri fyrir brot gegn valdstjórn og lögreglulögum með því að hafa hótað lögreglumanni lífláti og ítrekað reynt að ráðast á lögreglukonu.
Lögreglan á Suðurnesjum handtók um síðustu helgi karlmann í annarlegu ástandi sem var að sveifla hníf og hrella fólk.
Foreldrar barna í Rimahverfi í Grafarvogi eru ráðalausir vegna karlmanns sem ítrekað berar sig úti í glugga á heimili sínu á meðan börn leika sér á leikvelli fyrir framan íbúðina.
Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna, telur að það brot gegn Alzheimersjúklingum séu of algeng hér á landi.
Embætti héraðssaksóknara hefur ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir að hafa sparkað í andlit lögreglumanns og hótað honum lífláti við handtöku. Málið er þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Matvælastofnun hefur óskað eftir rannsókn lögreglu vegna sölu á lambakjöti sem talið að sé heimslátrað sauðfé.
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust margar kvartanir um hávaða frá samkvæmum í og við heimahús í gærkvöldi og nótt. Í Hafnarfirði var tilkynnt um hugsanlegan funda á mannabeinum en þau reyndust líklega vera úr hundi.
Tveir karlmenn voru handteknir eftir að þeir réðust á tvo menn og rændu veski í vesturhluta Reykjavíkur í gærkvöldi. Þá var kona flutt á bráðamóttöku sem tilkynnt var um að hefði dottið og hlotið höfuðmeiðsli.
Sex hafa verið ákærð fyrir framleiðslu amfetamíns og fyrir að hafa valdið mengunarhættu í Hvalfjarðargangamálinu svokallaða sem komst í fréttir með handtöku fólksins í og við Hvalfjarðargöng í lok febrúar.
Hlaupbangsar sem innihalda fíkniefni eru í umferð á Norðurlandi vestra. Óttast er að bangsarnir séu víðar á landinu. Ekki hefur fundist bein tenging við hlaupbangsamálið á Suðurnesjum.
Lögreglan á Norðurlandi vestra segir áreiðanlegar upplýsingar hafa borist þess efnis að hlaupabangsar eða hlaupkubbar sem innihalda fíkniefni séu í umferð á svæðinu.
Landsréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tvítugum karlmanni sem var handtekinn á sunnudag grunaður um heimilisofbeldi.
Lögmaður gagnrýnir rannsókn lögreglu á meintu kynferðisbroti gegn þriggja og sex ára systrum. Grunur leikur á að teknar hafi verið kynferðislegar myndir af stúlkunum en málið var látið niður falla eftir rúmlega ár í rannsókn. Fjölskyldan hefur kært málið til Ríkissaksóknara.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur óskað eftir skýringum á handtöku sérsveitar ríkislögreglustjóra á eldri manni í Kjós á sunnudaginn og sagt var frá á forsíðu Fréttablaðsins í gær.