Matur

Matur

Girnilegar uppskriftir úr öllum áttum og fréttir tengdar mat.

Fréttamynd

Hel­vítis kokkurinn: Hel­vítis snakkfisk­rétturinn

Ívar Örn Hansen eða Helvítis kokkurinn eins og hann er betur þekktur, heldur áfram að kenna okkur á lífið í eldhúsinu, nú er það helvítis snakkfiskréttinn með basmati hrísgrjónum. Einfaldur en bragðgóður kvöldverður sem svíkur engan.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta var upp­­á­halds­húsið hennar mömmu“

Haraldur Þorleifsson, betur þekktur sem Halli í Ueno, segir að viðbrögð landsmanna við veitingastaðnum Önnu Jónu á Tryggvagötu 11 hafi farið fram úr sínum björtustu vonum. Hann segist hafa viljað fylla uppáhaldshús móður sinnar af lífi.

Lífið
Fréttamynd

Þrautin þyngri að verða sér úti um grautinn

Grjónagrautur frá Mjólkursamsölunni (MS) hefur verið illfáanlegur á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga. Rekja má þetta til þess að MS fékk ranga tegund af grjónum í síðustu sendingu frá birgjanum. Verið er að vinna í að fá réttu grjónin aftur.

Neytendur
Fréttamynd

Tupperware á barmi gjaldþrots

Hlutabréf í Tupperware, sem er hvað þekktast fyrir að framleiða samnefnd ílát, hríðféllu í upphafi vikunnar. Fyrirtækið segist nú vera á barmi gjaldþrots. Hvort það nái að lifa af fari eftir því hvort það fái meira fjármagn og hversu hratt það gerist.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Besti barþjónninn drekkur ekki kokteila

Leó Snæfeld Pálsson barþjónn á Sumac var valinn Besti barþjónninn í Bartenders Choice Awards sem fram fór í Kaupmannahöfn á dögunum. Drykkurinn hans, Funiks, var einnig valinn besti „signature“ drykkurinn og kokteilaseðillinn á Sumac eins og hann leggur sig var valinn Besti kokteilaseðillinn. Þá var Sumac valinn Besti veitingastaðurinn að mati dómnefndar. Sumac er veitingastaður vikunnar á Vísi.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Bestu minningarnar sem barn í klaustri með kaþólskum nunnum

Fagurkerinn og matgæðingurinn María Gomez á sér engar sérstakar páskahefðir en segir sínar bestu minningar hafa verið sem barn í klaustri með kaþólskum nunnum. Í seinni tíð hafa þó samverustundir með fjölskyldunni fengið meira vægi ásamt eftirréttunum góðu sem að sjálfsögðu fylgja með.

Lífið
Fréttamynd

Ís­lenskur kokka­nemi vann Masterchef í Noregi

Róbert Ómarsson, Íslendingur sem búsettur er í Noregi, stóð uppi sem sigurvegari í Masterchef – Unge Talenter í Noregi. Hann er á þriðja ári í kokkanáminu og starfar sem kokkanemi á Michelin-veitingastað í Osló.

Lífið
Fréttamynd

Leggja slagorðinu þar sem æ fleiri skilja ekki til hvers sé vísað

Sláturfélag Suðurlands hefur á undanförnum vikum kynnt til sögunnar nýtt útlit á 1944-skyndiréttunum og samhliða breytingunum verður hætt við notast við slagorð réttanna – „Matur fyrir sjálfstæða Íslendinga“. Forstjóri segir að sífellt fleiri skilji ekki vísun slagorðsins til ártalsins – það er réttirnir dragi nafn sitt af ártalinu þegar Íslendingar lýstu yfir sjálfstæði frá Danmörku.

Neytendur
Fréttamynd

Hjartveik börn fá 7,3 milljónir frá Domino's og Hrefnu Sætran

Góðgerðarpizza Domino‘s safnaði 7,3 milljónum fyrir Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna dagana 13. til 16. mars. Þetta var í tíunda sinn sem Góðgerðarpizzan var seld og söfnuðust alls 7.345.234 krónur en það er hæsta sala per dag frá upphafi og önnur hæsta sala í sögu verkefnisins.

Samstarf
Fréttamynd

Enginn pilsner í pylsu­­soðinu hjá Bæjarins bestu

„Þetta með Pilsnerinn, ég er búin að heyra þetta í svona þrjátíu ár og ég veit ekki hvaðan þessi saga kemur en hún er mjög lífsseig,“ segir Guðrún Björk Kristmundsdóttir eigandi Bæjarins bestu í viðtali í Bakaríinu síðasta laugardag. 

Lífið
Fréttamynd

Ferðast tveggja daga gömul utan í hjartaaðgerð

Um 70 börn fæðast að meðaltali á ári hér á landi með hjartagalla. Mörg þurfa að gangast undir skurðaðgerð aðeins tveggja daga gömul, ýmist í Svíþjóð eða í Bandaríkjunum og mörg þurfa á endurteknum aðgerðum að halda og eftirliti alla ævi.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Spjall­þáttur Rachael Ray kveður skjáinn

Sú þáttaröð af spjallþáttunum Rachael Ray sem er í framleiðslu núna verður sú síðasta. Gerðar hafa verið sautján þáttaraðir og hefur þátturinn unnið til fjölda verðlauna í gegnum árin. 

Lífið