Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Lyon vann Meistaradeildina annað árið í röð

    Franska félagið Olympique Lyonnais tryggði sér sigur í Meistaradeild kvenna í fótbolta í kvöld með því að vinna 1. FFC Frankfurt 2-0 í úrslitaleiknum á Ólympíuleikvanginum í München. Bæði mörk franska liðsins komu í fyrri hálfleiknum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    David Luiz og Cahill æfðu með Chelsea í dag

    Roberto Di Matteo, stjóri Chelsea, fékk góðar fréttir fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar þegar miðverðirnir David Luiz og Gary Cahill fengu grænt ljóst og mega því fara að æfa á ný. Luiz og Cahill hafa ekki spilað undanfarnar vikur vegna meiðsla.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Royson Drenthe sakar Messi um kynþáttaníð

    Royson Drenthe, fyrrum leikmaður Real Madrid, hefur komið fram í sviðsljósið með ásakanir um kynþáttaníð á hendur besta knattspyrnumanni heims, Lionel Messi hjá Barcelona. Drenthe heldur því fram að Messi hafi kallaði hann "negro" eða "negra" í mörgum leikjum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Robben samdi við Bayern til ársins 2015

    Hollendingurinn Arjen Robben ætlar að spila áfram með þýska liðinu Bayern Munchen en hann gekk í dag frá nýjum samningi sem nær til ársins 2015. Robben hefur spilað með Bayern frá árinu 2009.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ballack: Bayern líklegra en Chelsea

    Micheal Ballack, fyrrverandi leikmaður Bayern München og Chelsea, segir Bayern hafa tilfinningalegt forskot fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, sem haldinn verður á heimavelli Bayern, þann 19. maí.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    UEFA gefur grænt ljós á að John Terry lyfti bikarnum á loft

    John Terry fyrirliði enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea er enn helsta fréttaefnið á Bretlandseyjum og víðar eftir að hann fékk rauða spjaldið í undanúrslitum Meistaradeildarinnar gegn Barcelona frá Spáni. Chelsea leikur til úrslita gegn FC Bayern á heimavelli þýska liðsins í München þann 19. maí. Terry verður í leikbanni en í gær gaf UEFA það út að Terry geti tekið þátt í verðlaunaafhendingunni eftir leik fari svo að Chelsea verði Evrópumeistari.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Terry fengi ekki að taka á móti bikarnum í München

    John Terry fyrirliði enska liðsins Chelsea verður í leikbanni þegar liðið leikur til úrslita í Meistaradeild Evrópu þann 19. maí gegn FC Bayern München. Terry mun ekki fá leyfi til þess að sitja á varamannabekknum í leiknum og knattspyrnusamband Evrópu þarf að gefa sérstakt leyfi ef Terry á að fá að taka móti Meistaradeildarbikarnum í leiklok fari svo að Chelsea verði Evrópumeistari.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Meistaradeildarmörkin: Real Madrid - Bayern München

    Bayern München tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir sigur á Real Madrid í vítaspyrnukeppni í æsispennandi viðureign í spænsku höfuðborginni í kvöld. Þorsteinn J. og gestir hans fóru ítarlega yfir leikinn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Heynckes: Töfrum líkast

    Jupp Heynckes, gamalreyndi þjálfari Bayern München, var í skýjunum eftir að hans menn tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Schweinsteiger: Við erum búnir á því

    Bastian Schweinsteiger tryggði Bayern München sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu með því að skora úr fimmtu spyrnu liðsins í vítaspyrnukeppninni gegn Real Madrid í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ronaldo: Okkar tími er kominn

    Cristiano Ronaldo er sannfærður um að Real Madrid geti unnið upp 2-1 forskot Bayern München frá fyrri leik liðanna í Meistaradeildinni en seinni leikurinn fer fram í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Terry bað stuðningsmenn Chelsea og leikmenn afsökunar

    John Terry fyrirliði Chelsea bað stuðningsmenn liðsins afsökunar á hegðun sinni í undanúrslitaleiknum gegn Barcelona í gærkvöld. Terry fékk rautt spjald í fyrri hálfleik fyrir brot gegn Alexis Sanchez og léku Englendingarnir því einum færri í um 55 mínútur. Chelsea náði með ótrúlegum hætti að tryggja sig áfram í úrslitaleik Meistaradeildarinnar með því að ná 2-2 jafntefli og sigra 3-2 samanlagt.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Mourinho er sannfærður um sigur Real Madrid gegn FC Bayern

    Jose Mourinho þjálfara spænska liðsins Real Madrid er sannfærður um að leikmenn liðsins standist prófið gegn FC Bayern München í kvöld í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þýska liðið FC Bayern hafði betur í fyrri leiknum 2-1 sem fram fór í München en staða Real Madrid er alls ekki slæm eftir að hafa skorað mark á útivelli.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Guardiola: Messi verður lengi að jafna sig

    Lionel Messi leikmaður Barcelona var miður sín eftir að lið hans féll úr keppni í Meistaradeild Evrópu í gær. Argentínumaðurinn klúðraði vítaspyrnu í síðari hálfleik í stöðunni 2-1 á Nou Camp gegn enska liðinu Chelsea og hann var ekki til staðar á fundi með fréttamönnum eftir leik.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Meistaradeildarmörkin: Barcelona - Chelsea

    Chelsea tryggði sér sæti í úrslitum Meistaradeildar Evrópu með því að ná 2-2 jafntefli gegn Barcelona í ótrúlegum leik á Nývangi í kvöld. Þorsteinn J. og gestir hans fóru ítarlega yfir gang mála.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Drogba: Okkar bestu leikmenn missa af úrslitaleiknum

    "Við erum ánægðir með að hafa komist áfram en við verðum að halda ró okkar - vegna þess að okkar bestu leikmenn verða ekki með í úrslitaleiknum,“ sagði Didier Drogba, sóknarmaður Chelsea, eftir leikinn gegn Barcelona í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Lampard: Sjaldan liðið betur

    Frank Lampard segir að frammistaða Chelsea í kvöld hafi verið óviðjafnanleg og að tilfinningin eftir leikinn sé ein sú besta sem hann hafi upplifað á ellefu ára ferli sínum hjá Chelsea.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Terry baðst afsökunar

    John Terry, fyrirliði Chelsea, bað liðsfélaga sína afsökunar fyrir að hafa brugðist þeim í leiknum gegn Barcelona í kvöld.

    Fótbolti