Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Barcelona með tvö mörk í seinni - myndir

    Barcelona tryggði sér sigur í Meistaradeildinni með sannfærandi 3-1 sigri á Manchester United í úrslitaleiknum á Wembley. Staðan var 1-1 í hálfleik en Barca tryggði sér sigurinn með mörkum frá Lionel Messi og David Villa í seinni hálfleiknum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Þróttur vann sinn fyrsta sigur í sumar

    Þróttur vann sinn fyrsta sigur í 1. deild karla í sumar þegar liðin vann Leikni 3-1 í lokaleik 3. umferðar. Þróttur var aðeins með eitt stig eftir fyrstu tvo leikina en hoppaði upp um fjögur sæti með þessum góða sigri.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Valdes: United með betra sóknarlið en Barca

    Victor Valdes, markvörður Barcelona, reyndi að setja pressu á lið Manchester United að sækja í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley í kvöld. Valdes talaði um í viðtali fyrir leikinn að United sé með betra sóknarlið en Barcelona.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Komið að ensku liði að vinna í kvöld

    Það hefur verið ákveðin hringrás í gangi í Meistaradeildinni undanfarin sex ár þar sem ensk, spænsk og ítölsk félög hafa skipts á að vinna Meistaradeildina. Þetta boðar gott fyrir ensku meistarana í Manchester United sem mæta Barcelona í úrslitaleiknum á Wembley í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Hernandez: Ég er hjá besta klúbbi í heimi

    Javier Hernandez er markahæsti leikmaður Manchester United í Meistaradeildinni á þessu tímabili og hefur slegið í gegn á sínu fyrsta tímabili með Manchester United. Hernandez veit þó ekki hvort hann verði í byrjunarliðinu á móti Barcelona í kvöld þegar liðin mætast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Guardiola: Þeir hafa styrkinn og við höfum tæknina

    Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, býst við flottum fótbolta í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti Manchester United í kvöld og að þar fari uppgjör á milli tveggja ólíkra fótboltastíla. Leikur liðanna fer fram á Wembley og þar á Barcelona möguleika á að vinna annan úrslitaleikinn á þremur árum á móti Manchester United.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Sir Alex: Rooney og strákarnir miklu þroskaðari nú en 2009

    Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að lið sitt sé mun þroskaðra í dag en þegar það tapaði 0-2 fyrir Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar fyrir tveimur árum. United fær annað tækifæri á móti Barcelona þegar liðin mætast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Rooney: Stóð upp og klappaði fyrir Barcelona

    Wayne Rooney, framherji Manchester United, var einn af mörgum sem sá Barcelona-liðið yfirspila erkifjendur sína í Real Madrid í fyrsta Clasico-leiknum á tímabilinu. Barcelona vann leikinn 5-0 á Nou Camp og Rooney hefur sagt frá sinni upplifun af leiknum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Höfum lagað mistökin frá 2009

    Hápunktur knattspyrnuvertíðarinnar verður í kvöld, þegar Manchester United og Barcelona eigast við í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á Wembley-leikvanginum í Lundúnum. United er að spila sinn þriðja úrslitaleik á fjórum árum en liðið tapaði einmitt fyrir Barcelona þegar liðin mættust í úrslitaleiknum árið 2009.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ferguson: Snýst ekki um hefnd

    Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sagði á blaðamannafundi í dag að úrslitaleikurinn gegn Barcelona á morgun snúist ekki um að hefna fyrir tapið í Rómarborg árið 2009.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Vidic verður stoltur fyrirliði á morgun

    Nemanja Vidic segist vera ánægður og stoltur yfir því að fá að leiða sína menn út á völlinn þegar að lið hans, Manchester United, mætir Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á morgun.v

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Cruyff: Guardiola gæti hætt hjá Barcelona eftir úrslitaleikinn

    Johan Cruyff, fyrrum leikmaður og þjálfari Barcelona, telur að það séu líkur á því að Pep Guardiola hætti sem þjálfari Barcelona eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fer fram á Wembley á morgun og þá skipti þar engu máli hvort Barcelona eða Manchester United fagni sigri í leiknum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Liverpool borgaði mest fyrir stigin sín

    Blackpool fékk flest stig fyrir peninginn en Liverpool fæst á nýlokinni leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Á meðan Blackpool greiddi tæpa hálfa milljón punda á hvert safnað stig varði rauði herinn frá Liverpool rúmum tveimur milljónum punda á stig. Þetta er niðurstaðan þegar launakostnaður liðanna er borinn saman við stigin sem liðin söfnuðu í leikjunum 38 í vetur. Það var vefsíðan sportingintelligence.com sem tók saman.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Úrslitaleikurinn á Wembley: Reynsluboltarnir á miðjunni

    Ryan Giggs leikmaður Manchester United hefur verið áberandi í fjölmiðlum undanfarnar vikur þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að halda nafni sínu úr sviðsljósinu. Goðsögnin með flekklausa mannorðið virðist á endaspretti ferilsins hafa stigið út af sporinu og reynir nú hvað hann getur að bjarga andlitinu. Hversu mikla athygli sem bólfimimál kappans mun vekja hefur hinn 37 ára Walesverji fyrir löngu skráð nafn sitt í sögubækurnar fyrir ótrúlega og einstaka velgengni á knattspyrnuvellinum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Wilshere: Fletcher, Park og Valencia nýtast vel gegn Barcelona

    Jack Wilshere, miðjumaður Arsenal og enska landsliðsins, segir United-liðinu henti betur að mæta Barcelona en Arsenal. Barcelona sló Arsenal út úr sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar en Wilshere hefur sínar skoðanir á því hvernig Manchester United eigi að spila á móti Barcelona þegar þau mætast í úrslitaleiknum á Wembley á morgun.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Evra: Ég má bara ekki tapa öðrum úrslitaleik

    Patrice Evra hefur kynnst því bæði að vinna og tapa úrslitaleik í Meistaradeildinni. Hann vann titilinn með Manchester United 2008 en þurfti að sætta sig við silfrið með bæði Mónakó-liðinu árið 2004 og með United fyrir tveimur árum. Evra spilar því sinn fjórða úrslitaleik á Wembley á morgun þegar Manchester United mætir Barcelona.

    Fótbolti