Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Bayern með nauma forystu til Lyon

    Arjen Robben var hetja Bayern München þegar hann tryggði sínum mönnum 1-0 sigur á Lyon í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Mourinho: Kannski á ég bara vin í eldstöðinni í Eyjafjallajökli

    Jose Mourinho, þjálfari Inter, kann betur en margur að svara fyrir sig og þar skín oft í skemmtilegan húmor portúgalska þjálfarans. Mourinho hlustaði ekki mikið á kvartanir Barcelona-manna yfir langa rútuferðlaginu til Mílanó en Inter vann eins og kunnugt er 3-1 sigur á Barcelona í Meistaradeildinni í gær.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ítalska pressan: Sigur Inter eins mikið afrek og að lenda á mars

    Ítalskir blaðamenn eiga sjaldnast í vandræðum með að finna myndlíkingar sem eru oft út úr þessum heimi. Luigi Garlando, blaðamaður Gazzetta dello Sport, missti sig algjörlega eftir 3-1 sigur Inter á Evrópumeisturum Barcelona í Meistaradeildinni í gær og líkti leikönnum Inter við marsbúa.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Guardiola ætlar að láta vökva völlinn fyrir síðari leikinn

    Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, hefur fulla trú á því að Evrópumeistararnir nái að vinna upp 3-1 tap fyrir Inter í Mílanó í gær þegar liðin mætast í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í næstu viku. Þurr völlur var eitt af því sem truflaði mikið leik Börsunga í gær.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Guardiola: Engar afsakanir

    Pep Guardiola segir að rútuferðin sem leikmenn Börsunga þurftu að leggja á sig fyrir leikinn gegn Inter í kvöld sé engin afsökun fyrir að hafa tapað leiknum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Balotelli grýtti treyjunni í grasið

    Mario Balotelli er aftur búinn að koma sér í ónáð hjá Jose Mourinho, stjóra Inter, eftir að hann grýtti treyju sinni í grasið eftir sigur Inter á Barcelona í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Sneijder treystir á fótboltaþekkingu Mourinho á móti Barcelona

    Hollenski miðjumaðurinn Wesley Sneijder dreymir um endurkomu á Santiago Bernabéu en þó ekki til að spila fyrir Real Madrid sem hafði ekki not fyrir hann heldur til þess að spila með FC Internazionale Milano í úrslitaleiknum í Meistaradeildinni sem fer fram á heimavelli Real Madrid. Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast í þessari viku.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Sneijder hefur mikla trú á Inter

    Wesley Sneijder, leikmaður Inter, er tilbúinn að taka fyrsta skrefið í áttina að drauma þrennunni en Inter mætir Barcelona í meistaradeildinni í næstu viku.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Hefðir átt að hrinda Messi niður stigann

    Lionel Messi fór illa með Arsenal í Meistaradeildinni í síðustu viku. The Walcott, vængmaður Arsenal, segir frá því í viðtali við The Sun hvernig hann hefði getað útilokað Messi frá leiknum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Hugo Lloris næsti markvörður United?

    Enskir fjölmiðlar telja Hugo Lloris, markvörð franska liðsins Lyon, líklegastan til að verða næsti markvörður Manchester United. Sir Alex Ferguson er sagður hafa fylgst með Lloris um langt skeið.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Baggio: Inter rétta liðið til að stöðva Barcelona

    Roberto Baggio viðurkennir að Inter eigi erfitt verkefni fyrir höndum gegn Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Baggio er af mörgum talinn einn besti sóknarmaður allra tíma og lék m.a. með Inter á löngum og farsælum ferli.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Mourinho byrjaður að kortleggja Messi

    Jose Mourinho, þjálfari Inter, ætlar ekki að láta Lionel Messi komast upp með álíka takta og hann sýndi gegn Arsenal er hann skoraði fjögur mörk í síðari leik Barcelona og Arsenal í Meistaradeildinni.

    Fótbolti