NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

NBA: Lakers minnkaði muninn og Philadelphia jafnaði

Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt og jókst spennan í báðum einvígum. Philadelphia 76 ers lét ekki slæma byrjun slá sig út af laginu og vann Boston Celtics 92-83 og þá tókst Los Angeles Lakers að enda sex leikja sigurgöngu Oklahoma City og minnka muninn í 2-1.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Útlitið svart hjá Miami eftir skell á móti Indiana

Indiana Pacers er komið í 2-1 á móti Miami Heat eftir öruggan 94-75 sigur í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í Indianapolis í nótt. Indiana hefur þar með unnið tvo leiki í röð og útliðið er orðið svart hjá Miami-liðinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Larry Bird náði einstakri þrennu

Larry Bird, forseti Indiana Pacers í NBA-deildinni í körfubolta, var í gær valinn besti framkvæmdastjóri deildarinnar, NBA's Executive of the Year, og náði því einstakri þrennu.

Körfubolti
Fréttamynd

Amare Stoudemire skráði sig í skóla í Miami

Þetta var erfitt tímabil fyrir Amare Stoudemire í NBA-deildinni í körfubolta og hann kórónaði það með því að missa af leik með New York Knicks í úrslitakeppninni eftir að hafa barið hendinni í slökkvitæki í svekkelski eftir einn tapleikinn á móti Miami Heat.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Indiana jafnaði á móti Miami

Indiana Pacers jafnaði metin í 1-1 í nótt í undanúrslitaeinvígi Austurdeildarinnar á móti Miami Heat en þetta var fyrsti heimaleikurinn sem Miami tapar í úrslitakeppninni NBA-deildarinnar í körfubolta í ár. Indiana vann leikinn 78-75 og næstu tveir leikir fara fram á heimavelli liðsins í Indianapolis.

Körfubolti
Fréttamynd

Phil Jackson bíður við símann eftir atvinnutilboði

Phil Jackson, sigursælasti þjálfari í NBA deildinni í körfubolta, hefur áhuga á að taka að sér lið í deildinni en hann tók sér frí frá þjálfun eftir síðasta keppnistímabil. Hinn 66 ára gamli Jackson hefur nýtt tímann til þess að láta laga á sér mjöðm og hné og er hann tilbúinn í slaginn að sögn sambýliskonu hans Jeanie Buss sem er dóttir Jerry Buss sem er eigandi LA Lakers.

Körfubolti
Fréttamynd

Andersen grunaður um vafasamt athæfi

Chris "Birdman" Andersen leikur ekkert með Denver Nuggets þessa dagana eftir að lögreglan leitaði á heimili hans. Deild lögreglunnar sem sérhæfir sig í glæpum gegn börnum sem eiga sér stað á internetinu stóð fyrir leitinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Ewing gæti farið í vinnu hjá Jordan

Lélegasta lið allra tíma í NBA-deildinni, Charlotte Bobcats sem er í eigu Michael Jordan, er í leit að nýjum þjálfara og meðal þeirra sem koma til greina er fyrrum miðherji NY Knicks, Patrick Ewing.

Körfubolti
Fréttamynd

Heimsfriðurinn mætti sem gestur hjá Conan O'Brien

Metta World Peace eða heimsfriðurinn eins og best er að kalla hann upp á íslenska tungu er búinn að gefa sitt fyrsta alvöru viðtal síðan að hann var dæmdur í sjö leikja bann fyrir að gefa James Harden, leikmanni Oklahoma City Thunder, vænt olnbogaskot.

Körfubolti