Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Eyjamenn gerðu góða ferð í Mosfellsbæinn í dag þegar liðið lagði Aftureldingu 33-34 en sigurinn lyftir Eyjamönnum í 5. sæti Olís-deildarinnar. Handbolti 18.10.2025 17:07
Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Íslandsmeistarar Fram unnu langþráðan sigur í Olís deild karla í handbolta í kvöld. Handbolti 17.10.2025 20:57
Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Haukar eru einir á tpppnum eftir sannfærandi sigur á Stjörnunni í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. HK-ingar sóttu tvö stig á Akureyri og fögnuðu þar þriðja deildarsigri sínum í röð. Handbolti 16.10.2025 21:02
Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Stefán Árnason, þjálfari Aftureldingar, var að vonum svekktur með 10 marka tap liðsins gegn Val á Hlíðarenda í kvöld, í Olís-deild karla í handbolta. Handbolti 9. október 2025 22:02
Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Þórsarar voru afar nálægt því að landa sigri í Kaplakrika í kvöld en nýliðarnir urðu að sætta sig við jafntefli við FH, 34-34, í Olís-deild karla í handbolta. Stjarnan sótti tvö stig á Selfoss. Handbolti 9. október 2025 20:48
Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Topplið Aftureldingar heimsótti Val í 6. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Fyrir leikinn hafði Afturelding unnið alla leiki sína í deildinni ásamt því að komast áfram í 8-liða úrslitin í bikarnum á meðan Valur hafði tapað tveimur leikjum og dottið úr bikarnum í síðustu viku. Handbolti 9. október 2025 18:45
Laus úr útlegðinni og mættur heim Eftir nokkra mánuði í Noregi hefur handboltamaðurinn Þorsteinn Gauti Hjálmarsson „hefur fengið sig lausan frá útlegðinni“ og gengið til liðs við Fram á nýjan leik. Handbolti 6. október 2025 10:18
Afturelding áfram með fullt hús stiga Afturelding er enn með fullt hús stiga á toppi Olís-deildar karla í handbolta að loknum fimm umferðum. Haukar koma þar á eftir með fjóra sigra og eitt tap. Handbolti 2. október 2025 21:23
Markaflóð á Akureyri KA vann ÍR í miklum markaleik í Olís deild karla í handbolta í kvöld. Þá gerðu Þór og Stjarnan jafntefli í opnum og skemmtilegum leik. Handbolti 2. október 2025 20:11
Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Eftir þriggja ára fjarveru frá handboltavellinum er Darri Aronsson loksins aftur kominn út á gólfið. Undanfarin ár hafa reynt gríðarlega á andlegu hliðina hjá þessum öfluga handboltamanni. Handbolti 1. október 2025 13:46
ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Eyjamenn tóku á móti Þór frá Akureyri í dag í Olís-deild karla í handbolta en heimamenn unnu leikinn nokkuð örugglega 30-24. Handbolti 27. september 2025 18:05
KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK HK tapaði 27-31 gegn KA og er enn stigalaust eftir fjórar umferðir í Olís deild karla. Handbolti 26. september 2025 21:10
Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Stjarnan vann 28-23 endurkomusigur gegn FH eftir að hafa verið 14-11 undir í hálfleik, í fjórðu umferð Olís deildar karla. Handbolti 26. september 2025 20:37
„Þetta var bara draumi líkast“ Þriggja ára þrautargöngu Darra Aronssonar, leikmanns Hauka, lauk í kvöld þegar hann snéri aftur inn á parketið að lokinni langri og erfiðri fjarveru vegna þrálátra meiðsla. Darri var augljóslega og eins og gefur að skilja himinlifandi að hafa getað sett harpix á puttana í keppnisleik að nýju. Handbolti 25. september 2025 23:01
„Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Gunnari Magnússuni lá sitthvað á hjarta í kjölfar þess að hann sá sitt lið landa sigri gegn Fram í fjórðu umferð Olís-deildar karla í handbolta í Úlfarsárdal í kvöld. Handbolti 25. september 2025 22:45
„Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Einar Jónsson var borubrattur þrátt fyrir að lið hans, Fram, hefði lotið í lægra haldi fyrir Haukum í hörkuleik í fjórðu umferð Olís-deildar karla í handbolta í Lambhagahöllinni í kvöld. Handbolti 25. september 2025 22:40
Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Haukar lögðu Fram að velli með fimm marka mun, 27-32 þegar liðin áttust við í fjórðu umferð Olís-deildar karla í handbolta í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal í kvöld. Handbolti 25. september 2025 21:02
Flautumark í Breiðholti Afturelding vann 37-36 sigur á ÍR er liðin áttust við í Olís-deild karla í Breiðholti í kvöld. Sigurmarkið skoruðu gestirnir á lokasekúndu leiksins. Handbolti 25. september 2025 20:42
Kaflaskipt í sigri Valsmanna Valur vann sex marka sigur, 31-25, á Selfossi að Hlíðarenda í 4. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Magnús Óli Magnússon fór fyrir heimamönnum. Handbolti 25. september 2025 20:10
KA/Þór með fullt hús stiga Sameiginlegt lið KA og Þórs er enn með fullt hús stiga í Olís deild kvenna í handbolta eftir að hafa sótt 27-25 sigur gegn Selfossi í þriðju umferðinni í kvöld. Handbolti 24. september 2025 20:08
Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Darri Aronsson er snúinn aftur heim í Hauka eftir þrjú ár í Frakklandi án þess að spila leik. Hann er loks farinn að æfa á ný og stefnir á að spila með liðinu í Olís deild karla í vetur. Handbolti 24. september 2025 17:37
Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kári Kristján Kristjánsson er orðinn leikmaður Þórs á Akureyri og mun spila sinn fyrsta leik á laugardaginn, gegn fyrrum félagi sínu ÍBV. Þrátt fyrir vondan viðskilnað er hann spenntur að mæta aftur til Vestmannaeyja. Handbolti 24. september 2025 08:00
Kári Kristján semur við Þór Akureyri Gamla brýnið Kári Kristján Kristjánsson mun spila með Þór Akureyri í Olís-deild karla í handbolta. Handbolti 22. september 2025 20:47
Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Selfoss fagnaði fyrsta sigri tímabilsins og varð í leiðinni fyrsta liðið til að vinna ríkjandi meistara Fram, með 32-31 sigri í þriðju umferð Olís deildar karla í handbolta. Handbolti 19. september 2025 21:41