Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Umfjöllun: Akureyri valtaði yfir Stjörnuna

    Leikur Akureyrar á Stjörnunni í N-1 deild karla í handbolta í kvöld var aldrei spennandi. Akureyri vann með fimmtán marka mun og gerði hreinlega lítið úr arfaslökum Garðbæingum. Lokatölur 36-21 sem segir margt um leikinn.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Halldór Ingólfsson tekur við Haukum

    Halldór Ingólfsson, þjálfari Gróttu, verður næsti þjálfari Hauka samkvæmt öruggum heimildum íþróttadeildar. Samkvæmt sömu heimildum verður leikmönnum Gróttu tilkynnt þetta í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Bjarni: Erum með lið sem er að verða gott

    „Við höfum áður verið yfir gegn Haukum og ekki klárað leikinn. Þá vorum við ekki að spila nógu vel og það voru löggildar skýringar á því. Við fórum yfir okkar mistök í þeim leik og sem betur fer lærðum við af mistökunum," sagði FH-ingurinn Bjarni Fritzson sem átti flottan leik í sigri FH á Haukum í N1-deild karla í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: FH svaraði loksins fyrir sig

    FH-ingar sofa vel í nótt eftir ljúfan 31-25 sigur á erkióvinum sínum í Haukum í kvöld. Eftir þrjú töp í röð tókst FH-ingum loksins að snúa taflinu sér í vil og vinna leikinn.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Handboltastríð Hafnarfjarðar - fjórði þáttur í kvöld

    Það verður stórleikur í Kaplakrika í kvöld í þegar Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar mætast í fjórða sinn á þessu tímabili. Íslands- og bikarmeistarar Hauka eru á toppi N1-deildar karla og hafa unnið alla þrjá leiki liðanna í vetur en allir leikirnir hafa samt verið jafnir og æsispennandi.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Sigurbergur skaut Gróttu í kaf

    Í dag fór fram einn leikur í N1-deild karla í handbolta. Grótta fékk meistara Hauka í heimsókn á Seltjarnarnesið. Leiknum lauk með, 22-26, sigri Haukamanna en Gróttu-liðið var vel og lengi með yfirhöndina í leiknum. Þeir fóru þó illa að ráði sínu og misstu menn klaufalega útaf undir lok leiksins og það varð þeim að falli.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Elvar Friðriksson: Þetta var hrikalega leiðinlegt og grimmilegt

    „Við mættum hérna með okkar lið og ætluðum bara að svara fyrir þessa vitleysu sem fram fór í höllinni um síðustu helgi. En svona getur þetta verið, það vantaði ekki dramatíkina í þetta," sagði Elvar Friðriksson, leikmaður Vals, eftir grátlegt tap gegn Haukum í kvöld, 25-24, þar sem Haukamenn stálu sigrinum í lokin.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Framarar unnu óvæntan sigur á FH-ingum

    Botnlið Fram vann óvæntan 31-30 sigur á FH í N1 deild karla í handbolta í kvöld og Safarmýrarpiltar eru langt frá því að vera búnir að gefast upp í barátunni um halda sæti sínu í deildini.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Rúntaði með búningana um bæinn og rataði ekki upp í Digranes

    Akureyringar létu ekki óvenjulegan undirbúning fyrir leik sinn á móti HK í N1- deild karla í kvöld hafa mikinn áhrif á sig. Akureyri vann gríðarlegan mikilvægan útisigur á HK í Digranesi í baráttunni um sæti inn í úrslitakeppnina en þeir fengu þó ekki keppnisbúningana fyrr en rétt fyrir leik.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Akureyringar í góðum málum eftir öruggan sigur á HK

    Akureyringar eru í góðum málum í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni eftir fjögurra marka sigur á HK, 34-30, í Digranesi í N1 deild karla í handbolta í kvöld. Akureyri var í 4. sætinu og með eins stigs forskot á HK fyrir leikinn en nú komið með þriggja stiga forskot á fimmta sætið.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Hver tekur við af Aroni?

    Íslandsmeistarar Hauka eru í þjálfaraleit eftir að Aron Kristjánsson ákvað að taka við þýska liðinu Hannover Burgdorf næsta sumar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Óskar Bjarni: Svona er bara handboltinn stundum

    „Sóknarlega var þetta gríðarlega erfitt hjá okkur þar sem Birkir Ívar var að verja alveg svakalega en ég var samt ekkert áhyggjufullur þar sem við vorum inni í leiknum alveg þangað til tíu mínútur voru eftir í stöðunni 14-14.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Aron: Fyrst og fremst varnarleikurinn sem skóp sigur

    „Ég er gríðarlega stoltur af strákunum því við erum búnir að stefna á að vinna þennan bikar og hann var stór áherslupunktur fyrir veturinn þar sem þessu liði vantaði hann í safnið. Þetta er því stór dagur fyrir Hauka.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Björgvin Þór: Rúlluðum yfir þá á síðustu tíu mínútunum

    „Þetta er alveg ágætt bara. Þetta var allt í járnum bara þangað til tíu mínútur voru eftir, þá rúlluðum við bara yfir þá. Vörnin var frábær hjá okkur og markvarslan náttúrulega bara í ruglinu. Birkir fór á kostum,“ sagði Haukamaðurinn Björgvin Þór Hólmgeirsson í leikslok eftir 23-15 sigur Hauka gegn Val í úrslitaleik Eimskipsbikarsins.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ingvar: Við viljum alltaf meira

    „Þetta er stærsti leikur ársins," segir Ingvar Árnason fyrirliði Vals. Hlíðarendapiltar leika í dag bikarúrslitaleik við Hauka sem hefst klukkan 16 í Laugardalshöll.

    Handbolti