Vilhelm Gauti: Aldrei spurning eftir að við smullum í gang í vörninni Vilhelm Gauti Bergsveinsson átti mjög flottan leik í HK-vörninni í sigrinum á Gróttu í kvöld og auk þess að verja sex skot í vörninni þá skoraði hann þrjú lagleg mörk þegar HK-ingar keyrðu yfir Seltirninga í seinni hálfleik. Handbolti 10. desember 2009 22:18
Halldór Ingólfsson: Þeir voru bara miklu betri en við í dag Halldór Ingólfsson, spilandi þjálfari Gróttu, gat ekki verið með vegna meiðsla. Hann var daufur í leikslok enda áttu hans menn fá svör við sterkri vörn HK-liðsins. Handbolti 10. desember 2009 22:13
Gunnar: Það var sama hvaða varnir þeir reyndu í dag Gunnar Magnússon, þjálfari HK, var mjög ánægður með tíu marka sigur á Gróttu í Digranesi í kvöld. HK gerði út um leikinn í kringum hálfleikinn þegar þeir unnu fimmtán mínútna kafla 9-2 og komust 19-12 yfir. Handbolti 10. desember 2009 22:11
Jónatan: Við þurfum að fara í upptökupróf Fyrirliði Akureyrar segir tapið gegn Haukum í kvöld mikil vonbrigði. Akureyri tapaði með fjórum mörkum en liðið lék illa og sigur Hauka var aldrei í hættu. Handbolti 10. desember 2009 21:37
Elías Már: Auðveldara en ég átti von á Elías Már Halldórsson átti fínan leik fyrir Hauka sem vann öruggan sigur á Akureyri í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Elías skoraði þrjú fyrstu mörk leiksins og sex í fyrri hálfleik úr sex skotum. Handbolti 10. desember 2009 21:32
Þriðji sigur HK í röð HK-menn hækkuðu sig um tvö sæti og komust upp í 4. sætið með öruggum heimasigri á Gróttu, 32-22, í Digranesi í kvöld. Þetta var þriðji sigur HK í röð í deild og bikar en eins annar sigur liðsins á Gróttu í vetur. Handbolti 10. desember 2009 21:04
Umfjöllun: Akureyri afgreitt í fyrri hálfleik Haukar eru á toppnum í N-1 deild karla og verða það fram yfir bæði jól og EM í janúar. Liðið kjöldró Akureyri fyrir norðan í kvöld, 20-24. Tölurnar gefa ekki alveg rétta mynd af leiknum. Handbolti 10. desember 2009 21:00
Arnar Birkir fékk tveggja leikja bann Arnar Birkir Hálfdánsson, leikmaður Fram, var í dag dæmdur í tveggja leikja bann á fundi aganefndar HSÍ. Bannið fær hann fyrir brot og grófa óíþróttamannslega framkomu. Handbolti 8. desember 2009 15:27
Arnór Þór: Ætlum að taka bikarinn þriðja árið í röð Arnór Þór Gunnarsson, leikmaður Vals, sagði það hreint út að leikurinn gegn Fram í kvöld hafi einfaldlega verið léttur. Valur vann með ellefu marka mun. Handbolti 7. desember 2009 22:07
Óskar Bjarni: Virkilega ánægður með Elvar Valsmenn komust auðveldlega í undanúrslit bikarsins með því að leggja Fram með ellefu marka mun í kvöld. Jafnræði var með liðunum í byrjun en svo stakk Valur af. Handbolti 7. desember 2009 21:51
Umfjöllun: Valssigur í óspennandi bikarslag Skemmtanagildið var ekki hátt á Hlíðarenda í kvöld þegar Reykjavíkurliðin Valur og Fram mættust. Þessi lið hafa lengi eldað grátt silfur saman en leikurinn í kvöld var óspennandi og hreinlega leiðinlegur áhorfs. Handbolti 7. desember 2009 20:57
Júgóslavneska fólskubragðið í 22 ár Það vakti mikla athygliþegar hinn ungi Arnar Birkir Hálfdánsson, leikmaður Fram, beitti hinu svokallaða júgóslavneska bragði í tapleiknum gegn Gróttu í gær. Handbolti 4. desember 2009 23:45
Frammari beitti hinu hættulega júgóslavneska bragði Ungur Frammari fékk rautt spjald í leik liðsins á móti Gróttu í gær eftir að hafa beitt hinu stórhættulega júgóslavneska bragði þegar Gróttumaðurinn Jón Karl Björnsson fór inn úr horninu. Eyjólfur Garðarsson ljósmyndari Gróttunnar náði þessu atviki á mynd og má finna myndasyrpu www. grottusport.is Handbolti 4. desember 2009 14:45
N1-deild karla: Óvæntur sigur HK á FH HK rétti úr kútnum í kvöld og kom skemmtilega á óvart er liðið lagði hið sterka lið FH og það á útivelli. Handbolti 3. desember 2009 21:49
N1-deild karla: Grótta marði laskaða Framara Grótta nældi í tvö mikilvæg stig í kvöld er afar laskað lið Fram sótti Gróttumenn heim á Seltjarnarnesið. Handbolti 3. desember 2009 21:45
Rúnar: Það er enginn farþegi hjá okkur Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, segir að liðsheildin hafi verið lykilatriði í því sem skilaði sigri gegn Val í kvöld. Akureyri vann 29-25 og er komið upp að hlið Vals í öðru sæti deildarinnar. Handbolti 3. desember 2009 21:28
N1-deild karla: Haukar lögðu Stjörnuna Íslandsmeistarar Hauka lentu ekki í neinum erfiðleikum þegar nágrannar þeirra úr Garðabænum, Stjarnan, komu í heimsókn. Handbolti 3. desember 2009 21:22
Arnar Þór: Stemningin var þeirra megin "Það sem skildi að var stemningin hjá þeim, hún var mun meiri hjá þeim núna og þeir fengu húsið með sér," sagði Akureyringurinn Arnar Þór Gunnarsson, sem lék með Val gegn Akureyri í kvöld. Handbolti 3. desember 2009 21:15
Umfjöllun: Akureyri hélt haus gegn Val og vann verðskuldaðan sigur Akureyri vann góðan 29-25 sigur á Val í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Akureyri hefur þar með unnið fimm leiki í röð og er komið upp að hlið Vals á toppi deildarinnar. Handbolti 3. desember 2009 20:49
Koma Akureyringar sér inn í toppbaráttuna? Fjórir leikir fara fram í N1 deild karla í kvöld og stórleikur kvöldsins er á Akureyri þar sem heimamenn taka á móti toppliði Valsmanna. Akureyringar hafa unnið fjóra leiki í röð og geta komist upp að hlið Vals á toppnum með sigri. Handbolti 3. desember 2009 14:45
Jafntefli í toppslagnum Valur og Haukar skildu jöfn í toppslag N1-deildar karla í æsispennandi leik, 20-20. Handbolti 29. nóvember 2009 17:12
Einar stýrir Fram út leiktíðina Einar Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari Fram til loka leiktíðarinnar í N1-deild karla. Handbolti 28. nóvember 2009 13:15
Ólafur líklega nefbrotinn - Bjarni meiddur á hásin Stórskyttan Ólafur Guðmundsson hjá FH þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla eftir um tuttugu mínútna leik í stöðunni 10-11 fyrir Fram í leik liðanna í N1-deildinni í Kaplakrika í kvöld. Handbolti 26. nóvember 2009 23:32
Pálmar: Gáfumst aldrei upp og uppskárum eftir því Húsvíkingurinn Pálmar Pétursson átti stórleik í marki FH í 25-24 sigri liðsins gegn Fram í N1-deildinni í Kaplakrika í kvöld. Pálmar varði 25 skot þar af þrjú víti og reyndist betri en enginn á lokakafla leiksins þegar hann varði meðal annars víti á ögurstundu í stöðunni 23-24 og svo dauðafæri í stöðunni 24-24. Handbolti 26. nóvember 2009 23:19
Magnús: Við klúðruðum þessu bara sjálfir „Ég veit hreinlega ekki hvernig við fórum að því að missa þetta frá okkur þarna í lokin. Við tókum bara rangar ákvarðanir á lokakaflanum og það vantað að við eldri leikmennirnir í liðinu myndum stíga fram og sýna ábyrð til þess að klára þetta. Handbolti 26. nóvember 2009 23:01
Einar: Sorglegasti endir sem ég hef orðið vitni að „Þetta var sorglegasti endir sem ég hef orðið vitni að á mínum ferli. Við sýndum samt frábæran leik á löngum köflum á móti liði sem ég tel að sé á meðal þriggja bestu liða deildarinnar,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, sem var að stýra liðinu í sínum fyrsta deildarleik sem aðalþjálfari en hann var áður aðstoðarþjálfari liðsins. Handbolti 26. nóvember 2009 21:59
Einar Andri: Hafði alltaf trú á því að við myndum vinna „Ég er fyrst og fremst ánægður með karakterinn sem við sýndum í leiknum. Við vorum annars sjálfum okkur verstir sóknarlega en ræddum það í leikhlénu sem við tókum þegar tíu mínúturu voru eftir að við værum alltaf með í leiknum á meðan við vorum að spila góða vörn. Handbolti 26. nóvember 2009 21:51
Umfjöllun: Dramatíkin alls ráðandi í Krikanum í kvöld FH-ingar blönduðu sér í toppbaráttu N1-deildar karla af fullum þunga í kvöld eftir dramatískan 25-24 sigur gegn Frömurum í vægast sagt kaflaskiptum leik í Kaplakrika í kvöld en staðan var jöfn 14-14 í hálfleik. Handbolti 26. nóvember 2009 21:05
Gróttumenn upp í fimmta sætið eftir fyrsta heimasigurinn Grótta vann 25-24 sigur á Stjörnunni í N1 deild karla í handbolta í kvöld en Garðbæingar voru nærri því búnir að stela stigi í lokin. Grótta var með góða forustu lengi, 12-9 yfir í hálfeik og sex mörkum yfir þegar seinni hálfeikur var hálfnaður. Handbolti 26. nóvember 2009 21:03
Heimir Örn: Ekki ánægður með spilamennskuna Heimi Erni Árnasyni var létt þegar blaðamaður ræddi við hann eftir leik Akureyrar og HK í kvöld. Akureyri hafði nauman sigur eftir að hafa haft leikinn í hendi sér. Handbolti 25. nóvember 2009 21:08