Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Kemur Hjalti í staðinn fyrir Hreggvið hjá ÍR-ingum?

    ÍR-ingar eru kannski búnir að finna eftirmann Hreggviðs Magnússonar sem samdi á dögunum við erkifjendurna í KR. Hjalti Friðriksson hefur gert tveggja ára samning við ÍR og mun leika með Breiðhyltingum á næstu leiktíð í Iceland Express deild karla. Þetta kom fyrst fram á karfan.is.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hörður Axel: Þarf gott tilboð til að fara frá Keflavík

    Leikstjórnandinn Hörður Axel Vilhjálmsson ætlar ekki að hoppa á hvaða tilboð sem er þótt að hann stefni á það að komast aftur út í atvinnumennsku. Hörður Axel spilaði frábærlega með Keflavíkurliðinu á síðasta tímabili ekki síst í úrslitakeppninni þar sem Keflavík fór alla leið í oddaleik um titilinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Arnar Freyr aftur heim í Keflavík

    Arnar Freyr Jónsson, leikstjórnandi Grindvíkinga undanfarin tvö tímabil, hefur ákveðið að snúa heima til Keflavíkur. Arnar Freyr skrifaði undir tveggja ára samning við Keflavík í gær en þetta kemur fram á heimasíðu Keflvíkinga.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Sverrir Þór hættur að spila og tekinn við kvennaliði Njarðvíkur

    Sverrir Þór Sverrisson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna en hann spilaði stórt hlutverk hjá Keflavíkurliðinu í úrslitakeppninni þegar liðið fór alla leið í oddaleik um titilinn. Sverrir Þór hefur auk þess tekið við þjálfun kvennaliðs Njarðvíkur í Iceland Express deildinni en Unndór Sigurðsson hætti með liðið í vor.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hlynur: Hefði ekki sofið fram á haust hefðum við tapað aftur

    Ef það var einhver sem átti það skilið að verða Íslandsmeistari í Keflavík í gær þá var það Snæfellingurinn Hlynur Bæringsson sem kórónaði frábært tímabil og magnaða úrslitakeppni með enn einum stórleiknum í Keflavík í gær. Hlynur var með 21 stig, 15 fráköst og 6 stoðsendingar og fékk loksins að taka við þeim stóra.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Fögnuður Snæfells - myndir

    Snæfell varð í gærkvöld Íslandsmeistari í körfubolta í fyrsta skipti í sögu félagsins er liðið rúllaði yfir Keflavík í oddaleik í Sláturhúsinu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflvíkingar hafa aldrei tapað oddaleik um titilinn á heimavelli

    Keflvíkingar eru gestgjafar í kvöld í fjórða sinn í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn þegar Keflavík og Snæfell spila hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla í körfubolta. Leikurinn hefst klukkan 19.15 í Toyota-höllinni í Keflavík og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflvíkingar geta fyrstir lyft Sindra Stál-bikarnum í tíunda skipti

    Keflvíkingar geta í kvöld orðið fyrsta félagið sem vinnur Sindra Stál-bikarinn í tíunda skipti þegar Keflavík og Snæfell spila hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla í körfubolta. Leikurinn hefst klukkan 19.15 í Toyota-höllinni í Keflavík og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Oddaleikir hjá báðum kynjum annað árið í röð

    Körfuboltamenn og konur hafa boðið upp á mikla spennu allt til enda í úrslitakeppnum Iceland Express deildanna síðustu tímabil og nú er svo komið að Íslandsmeistaratitilinn vinnst í oddaleikjum hjá báðum kynjum annað árið í röð.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Keflvíkingar frestuðu bæjarhátíð í Hólminum

    Keflavík knúði fram oddaleik gegn Snæfelli í úrslitum Iceland Express-deildarinnar í kvöld með frábærum sigri í Stykkishólmi, 82-73. Leikurinn einkenndist af mikilli hörku en þrír leikmenn þurftu að yfirgefa völlinn vegna höfuðáverka og aðeins einn snéri aftur til leiks.

    Körfubolti