
Pavel með risa þrefalda tvennu – Snæfell tapaði í Keflavík
Þrettándu umferð í Iceland Express deild karla í körfubolta lauk í kvöld með þremur leikjum. Grindavík lagði botnlið KFÍ á Ísafirði 74-64 og er Grindavík með 22 stig í öðru sæti deildarinnar. Íslandsmeistaralið Snæfells tapaði stórleik kvöldsins gegn Keflavík á útivelli og var sigur heimamanna öruggur 112-89. KR vann Hamar á heimavelli 97-87 og þar fór Pavel Ermolinskij á kostum í liði KR með magnaði þrefalda tvennu, 17 stig, 17 fráköst og 16 stoðsendingar.