Umfjöllun: Höttur - KR 82-81 | Fall blasir við Vesturbæingum eftir enn eitt tapið Höttur vann gríðarlega mikilvægan eins stigs sigur á KR í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. KR-ingar eru því áfram rótfastir á botni deildarinnar og blasir fall við liðinu. Eitthvað sem nær ómögulegt þegar það vann hvern Íslandsmeistaratitilinn á fætur öðrum fyrir ekki svo mörgum árum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Körfubolti 9. febrúar 2023 21:15
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - ÍR 91-104 | Allt annað að sjá ÍR-inga ÍR-ingar unnu sinn annan sigur í röð í Subway-deild karla þegar þeir heimsóttu Breiðablik í 16. umferð deildarinnar í kvöld. ÍR-ingar fóru með þrettán stiga sigur úr Smáranum, 91-104 lokatölur. Körfubolti 9. febrúar 2023 20:55
Körfuboltakvöld: Finnur Freyr talinn besti þjálfarinn „Framlengingin“ var á sínum stað í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Þar leggur Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, spurningar fyrir sérfræðinga þáttarins sem þeir þurfa að svara og rökstyðja. Körfubolti 6. febrúar 2023 23:30
Trúði því ekki þegar Nico Richotti borðaði augað Erlendu leikmenn Njarðvíkurliðanna í körfuboltanum fengu að upplifa íslenska þorramat á dögunum og nú geta aðrir fengið að sjá hvernig það gekk hjá þessum öflugu leikmönnum. Körfubolti 6. febrúar 2023 09:31
Subway Körfuboltakvöld: „Í þessum leik var hann töffarinn sem þeir gátu leitað til“ Í þættinum Subway Körfuboltakvöld á föstudagskvöldið fóru þeir Kjartan Atli Kjartansson, Örvar Þór Kristjánsson og Hermann Hauksson vel yfir mikilvægan sigur ÍR á Grindavík. Körfubolti 5. febrúar 2023 22:46
Telja fallbaráttulið Þórs vera með tvo af fimm bestu leikmönnum deildarinnar Sérfræðingar Körfuboltakvölds telja fallbaráttulið Þórs frá Þorlákshöfn vera með tvo af fimm bestu leikmönnum Subway-deildar karla í körfubolta í sínum röðum. Körfubolti 4. febrúar 2023 23:15
Frábær tilþrif í 15.umferð: Stórkostleg troðsla Styrmis Fimmtánda umferðin í Subway-deild karla í körfuknattleik var gerð upp í gærkvöldi. Körfubolti 4. febrúar 2023 12:31
„Leiðinlegt að horfa á leik með tæpum 30 stiga mun“ Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, gat leyft sér að grínast örlítið og brosa út að eyrum eftir öflugan 20 stiga sigur hans manna á heimavelli gegn Breiðablik í kvöld, 109-89. Körfubolti 3. febrúar 2023 23:01
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Breiðablik 109-89 | Keflvíkingar enn ósigraðir á heimavelli Keflavík hefur nú unnið alla átta heimaleiki sína á tímabilinu eftir öruggan 20 stiga sigur gegn Breiðablik í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 109-89, en með sigrinum jöfnuðu Keflvíkingar Val á toppi deildarinnar. Körfubolti 3. febrúar 2023 21:49
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Grindavík 91-90 | ÍR vann lífsnauðsynlegan sigur ÍR vann ótrúlegan endurkomusigur á Grindavík 91-90. Taylor Johns reyndist hetja heimamanna er hann gerði síðustu körfu leiksins í blálokin. Körfubolti 3. febrúar 2023 21:12
„Menn voru að gera þetta fyrir hvorn annan sem hefur vantað undanfarið“ Eftir sex tapleiki í röð komst ÍR aftur á sigurbraut eftir dramatískan sigur á Grindavík 91-90. Ísak Wíum, þjálfari ÍR, var afar ánægður með sigur kvöldsins. Sport 3. febrúar 2023 20:30
Umfjöllun og viðtal: Njarðvík - Stjarnan 93-86 | Njarðvíkursigur í sveiflukenndum leik Njarðvíkingar unnu góðan sjö stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 93-86. Þetta var sjötti sigur Njarðvíkinga í röð á heimavelli og liðið er nú tveimur stigum á eftir toppliði Vals. Körfubolti 2. febrúar 2023 23:12
„Ekki okkar besti leikur í vetur, langt í frá“ Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, slapp með skrekkinn í kvöld þegar hans menn lögðu Stjörnuna í sveiflukenndum leik í Subway-deild karla. Hann hrósaði Stjörnumönnum fyrir þeirra frammistöðu sem gáfu Njarðvíkingum heldur betur alvöru leik í kvöld. Körfubolti 2. febrúar 2023 22:58
Mate skýtur á Valsara: Veit ekki á hvaða vegferð þeir eru „Akkúrat núna er ég svolítið vonlaus og svekktur,“ sagði Mate Dalmay, þjálfari Hauka, eftir tap sinna manna gegn Íslandsmeisturum Vals í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Körfubolti 2. febrúar 2023 22:54
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 84-76 | Kári skaut uppeldisfélagið í kaf Valsmenn eru aftur komnir á topp Subway-deildarinnar eftir átta stiga heimasigur gegn Haukum í fimmtándu umferð deildarinnar, lokatölur urðu 84-76. Körfubolti 2. febrúar 2023 22:35
Styrmir: Vonbrigði fram að þessu Styrmir Snær Þrastarson mætti vel til leiks þegar hans menn í Þór frá Þorlákshöfn unnu KR í Vesturbænum 83-105 með sannfærandi hætti. Styrmir skoraði 24 stig með 71% hittni sem skilaði 26 framlagspunktum. Hann var á því að flest allt hafi gengið upp í leik liðsins í kvöld. Körfubolti 2. febrúar 2023 20:27
Umfjöllun og viðtöl: KR - Þór 83-105 | Þórsarar mikið betri og unnu nauðsynlegan sigur KR tók á móti Þór frá Þorlákshöfn í fimmtándu umferð Subway deildar karla í körfubolta í Vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Gestirnir úr Þorlákshöfn skildu verkefnið og mættu tilbúnir til leiks og náðu í nauðsynlegan sigur og gerðu það sannfærandi. Lokatölur 83-105 og vandræði KR og eymd eykst þegar sjö umferðir eru eftir. Körfubolti 2. febrúar 2023 19:56
„Þórsarar horfa upp töfluna en KR-ingar eru að róa lífróður“ Tvö lið sem urðu Íslandsmeistarar fyrir aðeins nokkrum árum spila líf upp á líf eða dauða í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Körfubolti 2. febrúar 2023 15:02
Pavel getur nú skipt sjálfum sér inn á völlinn Pavel Ermolinskij er kominn með leikheimild hjá Tindastól en þjálfari Stólanna fékk félagsskipti í dag frá Val. Körfubolti 31. janúar 2023 15:15
„Hélt hann myndi taka þetta tímabil með trompi“ Að sjálfsögðu var „Framlengingin“ á sínum stað í síðasta þætti af Körfuboltakvöldi. Þar spyr Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, spurninga sem sérfræðingarnir þurfa að svara. Farið var yfir hvaða leikmaður deildarinnar hefur komið mest á óvart ásamt mörgu öðru áhugaverðu. Körfubolti 30. janúar 2023 23:01
Körfuboltakvöld um troðsluna hans Hilmars Smára og brotið sem fylgdi: „Heppinn að slasa sig ekki“ „Í þessum leik sáum við troðslu með stóru T. Mögulega tilþrif ársins,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds, um troðslu Hilmars Smára Henningssonar í sigri Hauka á KR í framlengdum leik í Subway-deild karla á föstudagskvöld. Körfubolti 29. janúar 2023 07:01
„Finnst eins og það sé búið að eyða bestu árum Óla Óla í algjöra meðalmennsku“ Frammistaða Ólafs Ólafssonar í leik Grindavíkur og Keflavíkur í Subway deild karla var til umræðu í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Farið var yfir hversu mikið mæðir á Ólafi þegar Grindavík spilar og hvernig hans bestu árum hefur í raun verið sóað í meðalmennsku eftir að Grindavík komst í úrslit árið 2017. Körfubolti 28. janúar 2023 23:30
Umfjöllun: Höttur - Þór Þ. 83-86 | Gestirnir upp úr fallsæti eftir sigur á Egilsstöðum Þór Þorlákshöfn komst upp fyrir ÍR í fallbaráttu Subway-deildar karla í körfuknattleik eftir 83-86 sigur á Hetti á Egilsstöðum í kvöld. Þór hafði forustuna allan leikinn en Hetti tókst að hleypa spennu í hann undir lokin. Körfubolti 28. janúar 2023 21:00
Sjáðu flottustu tilþrifin í 14. umferð - Svakaleg troðsla á toppnum Fjórtánda umferð Subway deildar karla í körfubolta var gerð upp í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport á föstudagskvöld. Körfubolti 28. janúar 2023 12:00
Vrkić í Grindavík Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur samið við hinn 35 ára gamla Zoran Vrkić um að spila með liðinu í Subway deild karla í körfubolta út leiktíðina. Körfubolti 27. janúar 2023 23:00
Kári Jónsson: Vorum kannski orðnir of þægilegir Kári Jónsson sá alveg hag í því að hafa tapað fyrir Breiðabliki í kvöld þó að hann hafi náttúrlega verið svekktur með frammistöðuna. Leikurinn endaði 89-78 og þrátt fyrir 20 stig frá Kára þá áttu Valsmenn varla möguleika á móti Blikum í seinni hálfleik sérstaklega. Körfubolti 27. janúar 2023 22:30
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 89-78 | Heimamenn vaknaðir af værum blundi Eftir fjögur töp í röð sýndu leikmenn Breiðabliks úr hverju þeir eru gerðir þegar þeir lögðu Íslandsmeistara Vals með 11 stiga mun í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur í Smáranum 89-78 og segja má að Breiðablik sé vaknað af værum blundi. Sigurinn færir Blika líka í áttina að heimavallarréttinum en það eru þó fjögur stig í fjórða sætið úr því fimmta þar sem Blikar finna sig í dag eftir 14 umferðir. Körfubolti 27. janúar 2023 21:55
Máté Dalmay: Daniel Mortensen setti niður risastór skot Máté Dalmay, þjálfari Hauka, var ekki sáttur við frammistöðu lærisveina sinna þegar liðið vann torsóttan sigur gegn KR eftir framlengingu í Subway-deild karla í körfubolta. Maté var þó létt að hafa náð að landa tveimur stigum. Körfubolti 27. janúar 2023 21:30
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - KR 103-101 | Heimamenn sigruðu botnliðið í spennutrylli Botnlið KR heimsótti Hauka í Ólafssal í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var æsispennandi og þurfti að framlengja þar sem staðan var jöfn 94-94 þegar fjórða leikhluta lauk. Í framlengingunn kláraði Darwin Davis Jr. leikinn fyrir Hauka og tryggði þeim mikilvægan sigur. Á sama tíma er KR áfram á botni deildarinnar en með sigri hefði liðið jafnað Þór Þorlákshöfn og ÍR að stigum. Körfubolti 27. janúar 2023 20:20
Náðu félagsskiptunum í gegn í tíma og Alberts má því spila frestaða leikinn Hattarmenn hafa endurnýjað kynnin við bandaríska Hollendinginn Bryan Anton Alberts og hann er kominn með leikheimild hjá KKÍ. Körfubolti 27. janúar 2023 14:01