Subway-deild kvenna

Subway-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Upp­gjörið: Haukar - Njarð­vík 83-86 | Njarð­vík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik

    Íslandsmeistarar Hauka mættu bikarmeisturum Njarðvíkur í Meistarakeppni kvenna í körfubolta í Ólafssal að Ásvöllum í kvöld. Njarðvík var spáð efsta sæti í spám bæði fjölmiðla og forráðamanna félaganna í Bónus-deild kvenna á kynningarfundi KKÍ á dögunum. Njarðvíkingar byrjuðu tímabilið vel með sigri í þessum leik og eru meistarar meistaranna. 

    Körfubolti

    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    Yfir­gefur Aþenu og semur við nýliðana

    Nýliðar Ármanns í Bónus-deild kvenna eru á fullu að safna liði fyrir komandi vetur og hafa bætt leikmanni í hópinn með reynslu úr efstu deild en Dzana Crnac hefur samið við Ármann og kemur til liðsins frá Aþenu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Snýr aftur til Ís­lands betri en nokkru sinni áður

    Ríkjandi bikar­meistarar kvenna í körfu­bolta, Njarðvík, ætla sér stóra hluti á næsta tíma­bili. Liðið hefur nælt í ís­lensku lands­liðs­konuna Dani­elle úr at­vinnu­mennsku og eftir að hafa verið með betri leik­mönnum efstu deildar á árum áður segist hún snúa aftur heim til Ís­lands sem mun betri leik­maður.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Þór dregur liðið úr keppni í efstu deild

    Stjórn körfuknattleiksdeildar Þórs frá Akureyri hefur ákveðið að draga lið sitt úr keppni í Bónus deild kvenna og skrá liðið þess í stað í 1. deildina á næsta tímabili. Ákvörðunin er tekin í kjölfar fregna um brotthvarf tveggja lykilleikmanna liðsins.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Stjarnan sækir tvo öfluga Þórsara

    Miðherjinn Madison Sutton og landsliðskonan Eva Wium Elíasdóttir hafa yfirgefið herbúðir Þórs frá Akureyri og samið við Stjörnuna í Garðabænum til næstu tveggja ára.

    Körfubolti