„Frábært ef mín vegferð getur hjálpað öðrum að taka sig í sátt“ „Ég hef alltaf verið að syngja en byrjaði ekki að semja fyrr en 2019,“ segir Lilja Björg Gísladóttir. Hún gaf út sitt fyrsta lag á miðnætti. Lagið kallast I think I am in love with you. Lífið 2. apríl 2021 07:01
3.500 áhorfendur fá að vera viðstaddir Eurovision Hollensk stjórnvöld hafa gefið heimild fyrir því að 3.500 áhorfendur fái að vera viðstaddir Eurovision söngvakeppnina sem fram fer í Rotterdam í maí. Eurovision féll niður í fyrra, í fyrsta sinn í sögu keppninnar, vegna kórónuveirunnar. Lífið 1. apríl 2021 15:09
„Ég vil dansa minn eigin dans í gegnum þetta líf“ „Í rauninni er þetta lag ádeila á gervimennskuna sem mér finnst svo áberandi í öllu í dag,“ segir tónlistar- og útvarpskonan Vala Eiríksdóttir um nýja lagið sitt. Tónlist 30. mars 2021 08:16
„Ég hef grætt mikið á því að spila alls konar tónlist“ Kári Egilsson er ungur Reykvíkingur sem margir telja eina björtustu vonina í tónlistarlífi Íslendinga. Hann hélt um daginn stúdentsprófstónleika sína frá rytmískri deild Menntaskólans í tónlist þar sem flutningur Kára á eigin verkum í bland við þekkta djassslagara reyndist bæði fumlaus og heillandi. Lífið 29. mars 2021 23:34
Laddi fer með hlutverk í nýju myndbandi Ivu og Más Söngvararnir Iva Marín Adrichem og Már Gunnarsson sendu í gær frá sér lagið Vinurinn vor. Myndbandið við lagið er tekið upp á nokkrum stöðum hér á landi síðasta sumar. Lífið 29. mars 2021 21:01
Eurovision-myndband Daða og Gagnamagnsins komið út Lag Daða og Gagnamagnsins 10 Years er framlag Íslendinga Íslands í Eurovision 2021. Margir hafa beðið í eftirvæntingu eftir myndbandinu sem kom út rétt í þessu. Tónlist 29. mars 2021 11:58
Auður og Floni gefa út fjögur ný lög saman á föstudag Á föstudag kemur út stuttskífan Venus, sem er sköpunarverk tónlistarmannanna Flona og Auðar. Ferlið byrjaði með laginu Týnd og einmana, sem nýlega var tilnefnt á íslensku tónlistarverðlaununum í flokknum rapp og hiphop lag ársins. Tónlist 29. mars 2021 11:09
„Maður þarf ekki að geðjast öllum“ Alexander Freyr Olgeirsson hefur verið í tónlist frá 13 ára aldri og í næstu viku gefur hann út sína fyrstu barnaplötu. Platan kemur út 1. apríl og kallast Út í geim og aftur heim. Lífið 28. mars 2021 12:00
Var föst í óheilbrigðu og ofbeldisfullu sambandi „Lagið er tileinkað öllum þeim sem hafa einhvern tímann upplifað ofbeldi, hvort sem það er andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt,“ segir söngkonan Silja Rós Ragnarsdóttir um lagið sitt Reality sem kom út í gær. Lífið 27. mars 2021 20:00
Svona komst Natan Dagur áfram í The Voice Norway Og Natan Dagur Benediktsson er kominn áfram í þriðju umferð norsku sjónvarpskeppninnar The Voice. Lífið 27. mars 2021 17:54
Skoffín frumsýnir rottumyndband Hljómsveitin Skoffín frumsýnir nýtt myndband á Vísi í dag og er það við lagið Rottur. Lífið 26. mars 2021 15:30
Bassi Maraj hellir sér yfir Bjarna Benediktsson Kosningabaráttan er hafin sem þýðir að frambjóðendur lenda í óvæntum ævintýrum. Formaður Sjálfstæðisflokksins lenti óvænt í hárblásaranum hjá helsta nýstirni Íslands. Lífið 26. mars 2021 14:29
Fleiri dýr en fólk í myndbandinu Hljómsveitin RED RIOT gefur út myndband í dag við fyrsta lag sitt, Bounce Back. Hljómsveitin samanstendur af þeim Hildi Kristínu Stefánsdóttir og Rögnu Kjartansdóttur, betur þekkt sem Cell7. Tónlist 25. mars 2021 14:31
Daníel Ágúst syngur um frelsið sem er svo yndislegt Enginn annar en tónlistargoðið Daníel Ágúst var gestur Ingó síðasta föstudagskvöld í þættinum Í kvöld er gigg. Lífið 24. mars 2021 21:55
Þessi fengu tilnefningu til íslensku tónlistarverðlaunanna Tilkynnt var í dag hvaða tónlistarfólk, hópar, viðburðir og fleiri hljóta tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2021 fyrir hið fordæmalausa tónlistarár 2020. Verðlaunin verða veitt í Silfurbergi Hörpu miðvikudagskvöldið 14.apríl. Tónlist 24. mars 2021 18:46
Dorrit vill koma á fót tónlistarhátíð í Geldingadal Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti auglýsir eftir nafni á hátíðina. Volstock er efst á blaði. Lífið 24. mars 2021 16:14
Samkomulag um eflingu eða eyðingu? Í skólastarfi grunn- og framhaldsskóla í Reykjavík og raunar víðsvegar um landið þrífst öflug uppspretta tónlistarleikhúss. Skoðun 23. mars 2021 11:57
Daníel Ágúst í dúndrandi stuði í síðasta þætti Í kvöld er gigg Síðastur en alls ekki sístur. Sviðið hefur sjaldan eða aldrei verið eins vel nýtt og síðasta föstudagskvöld þegar tónlistarmaðurinn Daníel Ágúst var gestur Ingó í síðasta þætti Í kvöld er gigg. Lífið 22. mars 2021 20:00
The Parasols gefa út sína fyrstu plötu The Parasols er skipuð þeim Tómasi Árna Héðinssyni, Brodda Gunnarssyni, Emil Árnasyni og Alexöndru Rós Norðkvist. Albumm 22. mars 2021 14:30
Bassi Maraj slær öll met á Spotify og er rétt að byrja Raunveruleikastjarnan og nú tónlistarmaðurinn Bassi Maraj hefur vægast sagt slegið í gegn undanfarin misseri. Nýtt lag hans, sem kom út í gær, fór beint í efsta sæti íslenska vinsældalistans á Spotify og segist Bassi binda vonir við að lagið verði vinsælt á klúbbnum í sumar. „Ef hann einhvern tímann opnar.“ Tónlist 20. mars 2021 21:51
Nýmóðins tölvupopp beint frá 1984 Flestir þekkja Þórð Helga Þórðarson sem útvarpsmanninn Dodda litla á Rás 2. Hann sýnir sínar réttu hliðar sem talsmaður áttunnar í nýju lagi, Electro Love, þar sem hann tekur ofan fyrir tilgerðarlegustu stjörnum níunda áratugarins. Albumm 20. mars 2021 16:30
Harry, Meghan og Bjarni „Þetta var algjör sprengja og ég gerði mér ekki grein fyrir því að þetta yrði alveg svona stórt,“ segir Bjarni Biering Margeirsson tónskáld í viðtali við Vísi. Lífið 20. mars 2021 08:01
Ingó og Pálmi Gunnars kostulegir saman í þættinum Í kvöld er gigg Það fór vel á með þeim félögum Ingó og Pálma Gunnars í þættinum Í kvöld er gigg síðasta föstudagskvöld þegar þeir sungu saman lagið Ég er á leiðinni. Lífið 19. mars 2021 16:06
Billie Eilish komin með nýja hárgreiðslu og sló í leiðinni met á Instagram Tónlistarkonan Billie Eilish er komin með nýjan háralit og sló í leiðinni heimsmet á Instagram. Lífið 19. mars 2021 14:30
Fyrsta lag Bassa komið út Bassi Maraj skaust upp á stjörnuhimininn með framkomu sinni í raunveruleikaþáttunum Æði ásamt félögum sínum Patrek Jaime og Binna Glee. Lífið 19. mars 2021 11:31
James Levine látinn James Levine, fyrrverandi tónlistarstjóri Metropolitan-óperunnar í New York, er látinn 77 ára að aldri. Hann lést þann 9. mars síðastliðinn en New York Times greinir frá. Erlent 17. mars 2021 18:08
Auður gefur út Afsakanir nótnabók Tónlistarmaðurinn Auður gaf út Afsakanir 2. nóvember 2018 við frábærar móttökur. Þetta var önnur platan sem Auður gaf út, en sú fyrsta á íslensku. Albumm 17. mars 2021 14:31
Goðsögnin Pálmi Gunnarsson sló í gegn í þættinum Í kvöld er gigg Það var svo sannarlega glatt á hjalla í þættinum Í kvöld er gigg síðasta föstudagskvöld þegar sjálfur Pálmi Gunnarsson heiðraði gesti með nærveru sinni. Lífið 16. mars 2021 21:35
Úr Rauða baróninum yfir í Son of Henry Garðar Örn Hinriksson, betur þekktur sem knattspyrnudómarinn Rauði baróninn, gaf út sína fyrstu sólóplötu nú í febrúar. Albumm 16. mars 2021 21:00
Rangur maður í nýrri útgáfu frá Inga Bauer Tónlistarmaðurinn Ingi Bauer gaf nýlega út endurgerða útgáfu af laginu Rangur Maður eftir Sólstrandargæjana. Albumm 16. mars 2021 14:31