Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Hlustendaverðlaunin 2024: Patr!k svaraði hraðaspurningum

Tónlistarmaðurinn Patr!k lét sér ekki bregða þegar einn af hans bestu vinum og félögum útvarpsmaðurinn Gústi B. lagði fyrir hann laufléttar hraðaspurningar. Patr!k svarar því til að mynda hver er sinn uppáhalds tónlistarmaður á Íslandi.

Lífið
Fréttamynd

Galið að geyma lagið í skúffunni

Plötusnúðurinn DJ Margeir hefur komið víða að í heimi tónlistarinnar undanfarna áratugi. Á dögunum urðu vatnaskil í hans lífi þegar hann ákvað að senda frá sér sitt fyrsta lag undir eigin nafni ásamt tónlistarkonunni Matthildi. Blaðamaður ræddi við Margeir og sömuleiðis má sjá tónlistarmyndband við lagið í pistlinum.

Tónlist
Fréttamynd

Rokksafni Ís­lands verður ekki lokað

Ekki stendur til að loka Rokksafni Íslands í Hljómahöll í Reykjanesbæ þó það eigi að flytja bókasafn bæjarins í húsið og efla starfseminni í því með samfélagsmiðstöð.

Innlent
Fréttamynd

Frum­sýnir nýtt mynd­band: Auður orðinn Luthersson

Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, eða Auður, sendir frá sér stuttmyndband við lagið I Can Always Picture You sem kom út síðastliðinn föstudag og er frumsýnt hér að neðan. Lagið var gefið út samtísmis á ensku og íslensku og kemur út undir listamannsnafninu Luthersson. 

Tónlist
Fréttamynd

Selur tösku og eitt ein­tak af nýrri plötu á eina milljón

„Útgáfudagur plötunnar er enn leyndó,“ segir tónlistarmaðurinn ISSI hefur að undanförnu unnið hörðum höndum að glænýrri plötu sem ber heitið 21. Fyrr í dag birti hann færslu á Instagram þar sem hann auglýsir tösku og eitt eintak af plötunni til sölu á milljón krónur.

Tónlist
Fréttamynd

Súrrealískt að djamma með Zöru Lars­son

„Ég var á einhverju bleiku skýi, þetta er alveg besta kvöld lífs míns,“ segir plötusnúðurinn Guðbjörg Ýr, jafnan þekkt sem DJ Gugga. Gugga átti heldur betur ævintýralegt kvöld síðastliðinn laugardag á flöskuborði með sænsku stórstjörnunni Zöru Larsson. 

Tónlist
Fréttamynd

Zara tók sjálfur með gosinu

Sænska ofurstjarnan Zara Larsson nýtti sér stund milli stríða vel á laugardagskvöldinu þegar það byrjaði að gjósa. Hún tók nokkrar sjálfur af sér með gosinu af toppi tónlistarhússins Hörpu þar sem hún var með tónleika það kvöldið.

Lífið
Fréttamynd

Sigur Rós endar túrinn með Elju í Hörpu

Sigur Rós er á leið í tónleikaferðalag með strengjasveit um Norðurlöndin. Ferðalagið mun enda í Eldborg í Hörpu í desember næstkomandi. Sveitin mun þar koma fram ásamt kammersveitinni Elju.

Tónlist
Fréttamynd

Ingó veðurguð og Alexandra eiga von á stelpu

Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, þekktur sem Ingó veðurguð, og kærasta hans Alexandra Eir Davíðsdóttir eiga von á stúlku í ágúst. Parið greinir frá tímamótunum í sameiginlegri færslu á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Kann ekki að gefast upp

Mollý Jökulsdóttir var tvítug þegar hún flutti ein út til Danmerkur, með tvær ferðatöskur og óljóst framtíðarplan. Í dag er hún í stjórnunarstöðu hjá einni stærstu verslunarkeðju í Evrópu og er á sama tíma á uppleið innan tónlistargeirans, en á dögunum undirritaði hún samning við Quattro Music sem er undirfyrirtæki Warner Brothers í Kaupmannahöfn.

Lífið
Fréttamynd

Dó næstum því við tökur á Ís­landi

Tónlistarkonan Kacey Musgraves segist hafa næstum því látið lífið þegar hún var stödd hér á landi við að taka myndband fyrir titillag nýrrar plötu sinnar. Hún segir Ísland hafa verið eins og önnur pláneta.

Lífið
Fréttamynd

Vam­píra vann Músík­til­raunir

Hljómsveitin Vampíra stóð uppi sem sigurvegari í Músíktilraunum sem lauk í kvöld að loknum fjórum undankvöldum í Hörpu. Eló hafnaði í öðru sæti og Chögma í því þriðja.

Tónlist
Fréttamynd

Bríet um­kringd stór­stjörnum í Japan

Tónlistarkonan Bríet Isis Elfar var umkringd heimsfrægum stórstjörnum á veitingastað á The Tokyo Edition Ginze hótelinu í Japan í gærkvöldi. Bríet birti myndir af þessu glæsilega kvöldi á samfélagsmiðlinum Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Númer 3 en stefna á toppinn

Ragnar Steinn Þórsson og Oddur Þórisson hafa unnið saman að tónlist undanfarin fimm ár og ákváðu í lok síðasta árs að slá loksins til og gefa út tónlist undir nafninu Númer 3. Þeir hafa gefið út eina smáskífu og eina plötu og eru hvergi nærri hættir.

Tónlist
Fréttamynd

Glæsi­legt eftirpartý Lauf­eyjar á Edition

Tónlistarkonan og Grammy-verðlaunahafinn Laufey Lín Jónsdóttir fagnaði með fjölskyldu og vinum í eftirpartýi á skemmtistaðnum Sunset á lúxushótelinu Edition við Reykjavíkurhöfn á sunnudagskvöld eftir þriggja daga tónleikahald í Eldborgarsal Hörpu. 

Lífið
Fréttamynd

Semja sér­stakan for­seta­brag fyrir Katrínu

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og Einar Aðalsteinsson tónlistarmaður sömdu sérstakt lag um hugsanlegt og/eða væntanlegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í sínum fyrsta hlaðvarpsþætti.

Lífið
Fréttamynd

Kim vand­ræða­leg á tón­leikum með nýrri eigin­konu Kanye

Kim Kardashian mætti á tónleika hjá fyrrverandi eiginmanni sínum Kanye West í gærkvöldi í tilefni af útgáfu nýrrar plötu hans. Kim sat tónleikana með Bianca Censori, núverandi eiginkonu Kanye og fullyrða slúðurmiðlar vestanhafs að andrúmsloftið milli kvennanna hafi verið þrúgandi.

Lífið
Fréttamynd

Hjart­næm stund Guðna með Herði og Kára

Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, þótti vænt um að Hörður Áskelsson skyldi hljóta heiðursverðlaun á uppskeruhátíð íslensks tónlistarfólks í Hörpu í gærkvöldi. Þá fannst honum gaman að fá að afhenda Kára Egilssyni viðurkenningu sem bjartasta vonin.

Menning
Fréttamynd

Jói Pé og Króli snúa aftur

Eitt þekktasta tvíeyki landsins í tónlistarmönnunum Jóa Pé og Króla snúa aftur saman. Þeir eru að gefa út plötu næstkomandi föstudag en um er að ræða fyrstu plötu strákanna saman í fjögur ár. Þá boða þeir tónleika í Gamla Bíó og á Sjallanum í næstu viku.

Tónlist
Fréttamynd

Marinn eftir gest á árs­há­tíð Hafnar­fjarðar

Tónlistarmaðurinn Gauti Þeyr Másson, eða Emmsjé Gauti, lenti í því leiðinlega atviki síðastliðið laugardagskvöld að gestur á árshátíð Hafnarfjarðarbæjar henti nikótíndollu í hausinn á honum. Gauti fékk kúlu og mar eftir höggið. 

Lífið
Fréttamynd

All By My­self-söngvarinn Eric Car­men látinn

Bandaríski söngvarinn Eric Carmen er látinn, 74 ára að aldri. Hann var forsprakki sveitarinnar The Raspberries og átti síðar eftir að njóta vinsælda með lögum á borð við All By Myself, Hungry Eyes og Never Gonna Fall In Love Again.

Tónlist
Fréttamynd

Í dag er há­tíð

Þegar ég horfi yfir hið risavaxna svið íslenskrar tónlistar eru það konur sem bera hróður okkar hvað hæst þessi misseri og í baklandi tónlistarfólksins okkar er að finna gríðarlega öflugar konur sem færa okkur stórkostleg verkefni aftur og aftur.

Skoðun