Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Keith sagður kominn með nýja kærustu

Kántrísöngvarinn Keith Urban er sagður þegar kominn með nýja kærustu en eiginkona hans, Nicole Kidman, sótti um skilnað í vikunni eftir nítján ára hjónaband. Kærastan ku vera yngri kona úr kantrísenunni og hefur nafn gítarleikarans Maggie Baugh verið nefnt í því samhengi.

Lífið
Fréttamynd

Veisla fyrir augu og eyru

Það kom mér ekkert á óvart að áhorfendur voru með símann á lofti þegar maður gekk inn í stóra salinn í Borgarleikhúsinu á laugardaginn. Sviðsmyndin sem tekur á móti manni er glæsileg og lýsingin í salnum færir mann strax inn í heim Moulin Rouge. Svo hefst veislan og frá fyrstu mínútu er manni ljóst að hér er ekki um „hefðbundinn“ íslenskan söngleik að ræða. Þetta er sýning sem „hækkar rána“ ef maður grípur til líkingamáls úr íþróttaheiminum, vettvangur fyrir fjöldann allan af listamönnum að sýna sig og sanna. Hvert íslenskt leikhús heldur héðan er svo önnur og stærri spurning.

Gagnrýni
Fréttamynd

Sveppi, Ari Eld­járn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tón­leikum

Hljómsveitin Ég kemur saman á ný og heldur sérstaka tónleika í Bæjarbíói, Hafnarfirði þann 30. október 2025, til heiðurs leiðtoga, söngvara, laga- og textahöfundi sveitarinnar, Róberti Erni Hjálmtýssyni. Meðlimir Ég fá til liðs við sig á tónleikunum fjölda gestasöngvara eins og Valdimar Guðmundsson, Eyþór Inga, Heiðu Eiríks, Bjarka Sig, Ara Eldjárn, Örn Eldjárn og Sverri Þór Sverrisson (Sveppi).

Menning
Fréttamynd

Eig­andinn hættir sem for­stjóri

Daniel Ek eigandi sænsku streymisveitunnar Spotify mun stíga til hliðar sem forstjóri og mun þess í stað leiða stjórn félagsins. Ek stofnaði streymisveituna árið 2006. Breytingarnar taka gildi 1. janúar 2026.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Djúpt snortinn yfir við­brögðum sam­fé­lagsins

Ég er algjörlega í skýjunum, segir tónlistarmaðurinn og goðsögnin Páll Óskar sem var að gefa út plötuna Alveg með Benna HemmHemm. Þeir fögnuðu útgáfu með flottu hlustunarpartýi á Kjarval og skáluðu í kampavíni en Páll Óskar segir lögin óumflýjanlega eiga vel við í samfélaginu í dag.

Tónlist
Fréttamynd

Hneig niður í miðju lagi

Breska tónlistarkonan og hæfileikabúntið Lola Young hefur ekki átt sjö dagana sæla þegar það kemur að því að syngja á sviði. Hún kastaði eftirminnilega upp á tónlistarhátíðinni Coachella síðastliðið vor og hneig niður í miðju lagi á tónleikum í New York á laugardag.

Tónlist
Fréttamynd

Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna

Dómari vísaði í gær máli rapparans írska Liam Óg Ó hAnnaidh, betur þekkts sem Mo Chara, frá. Hann myndar ásamt þeim Móglaí Bap og DJ Próvaí rappsveitina Kneecap sem hefur vakið mikla athygli fyrir afdráttarlausan stuðning sinn við frelsi Palestínu og endurnýjun lífdaga írska tungumálsins.

Lífið
Fréttamynd

Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verð­laun

Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari hlaut í gær gullverðlaun Konunglega fílharmóníufélagsins í London. Víkingi var afhent medalían á athöfn í London í gær á opnunartónleikum Fílharmóníunnar en Víkingur er sérstakur gestalistamaður hljómsveitarinnar á 80 ára afmælisári hennar.

Lífið
Fréttamynd

„Það sýður miklu frekar upp úr við upp­vaskið“

Fiðluleikarinn Rannveig Marta Sarc og víóluleikarinn Svava Bernharðsdóttir mynda Dúó Freyju en eru auk þess mæðgur. Fyrir þremur árum fögnuðu þær sextugsafmæli Svövu með plötu með sex nýjum tónverkum eftir konur. Á morgun eru útgáfutónleikar fyrir aðra plötu þeirra sem inniheldur þrjú ný tónverk eftir karla.

Lífið
Fréttamynd

Elli Egils hannaði há­talara fyrir Bang & Olufsen

Í kvöld fór fram frumsýningarboð á Vinnustofu Kjarval þar sem hulunni var svipt af samstarfi Bang & Olufsen og listamannsins Ella Egilsson Fox. Þar var kynn sérstök útgáfa af Beosound A9 hátalaranum með verki eftir Ella en aðeins voru framleidd 50 númeruð og árituð eintök.

Lífið
Fréttamynd

Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín

Myndlistamaðurinn Elli Egilsson Fox hélt fyrst að um grín væri að ræða þegar tónlistarmaðurinn Herra Hnetusmjör gaf út lag sem heitir eftir honum. Hann er búsettur í Bandaríkjunum og málar íslenskt landslag eftir minni.

Lífið
Fréttamynd

Minntist bróður síns fyrir fullum sal

Gylfa Ægissonar var minnst á tónleikum á Hrafnistu í Hafnarfirði í dag. Hátíðarsalur heimilisins var troðfullur þegar bróðir Gylfa söng bestu perlur hans ásamt hljómsveit.

Lífið
Fréttamynd

Elín tendrar eldana fyrir Lauf­eyju

Elín Hall mun hita upp fyrir Laufeyju á tvennum tónleikum hennar í Kórnum í Kópavogi 14. og 15. mars. Uppselt er á fyrri tónleikana en enn mögulegt að fá miða í dýrari plássum á síðari tónleikana.

Lífið
Fréttamynd

Joy Orbison treður upp í Austur­bæjar­bíói

Breski raftónlistarmaðurinn Peter O'Grady, betur þekktur sem Joy Orbison, spilar í Austurbæjarbíói næstkomandi föstudag. Íslensku danstónlistarmennirnir Agzilla, Young Nazareth og Digital Ísland sjá um að hita upp.

Tónlist
Fréttamynd

Samdi lag um ást sína á RIFF

Klipparinn Magnús Orri Arnarson hefur gefið út lagið „RIFFARAR“ sem fjallar um ást hans á kvikmyndhátíðinni RIFF sem hefst á fimmtudag. Magnús samdi og söng lagið, leikstýrði tónlistarmyndbandinu og klippti það svo.

Tónlist
Fréttamynd

Sögu­leg rappveisla í Laugar­dalnum

Það hefur vart farið fram hjá fólki að rapparinn Birnir stóð fyrir stórtónleikum í Laugardalshöll síðastliðinn laugardag. Það var uppselt á viðburðinn og flest allar heitustu stjörnur landsins tróðu þar upp. 

Tónlist
Fréttamynd

Björk neitar Ísraelum um tón­list sína

Björk Guðmundsdóttir hefur fjarlægt alla tónlist sína af streymisveitum í Ísrael. Það eru ísraelskir miðlar sem greina frá þessu en söngkonan hefur ekki gefið frá sér formlega yfirlýsingu vegna málsins.

Lífið
Fréttamynd

Enginn að rífast í partýi á Prikinu

Það var líf og fjör á Prikinu síðastliðinn laugardag þegar tónlistarfólkið Kolbrún Óskarsdóttir og Hrannar Ólafsson, betur þekkt sem Kusk og Óviti, fögnuðu splunkunýrri plötu með útgáfutónleikum og almennilegu djammi.

Lífið
Fréttamynd

Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram

„Þetta verður upplifun sem enginn vill lenda í að sjá bara á Instagram morguninn eftir,“ segir píanósnillingurinn Magnús Jóhann Ragnarsson sem stendur fyrir menningarhátíðinni State of the Art í október. Blaðamaður ræddi við hann um mjög svo einstaka dagskrána þar sem barokk og klúbburinn blandast til dæmis saman og tennishöllin verður að dansrými.

Menning
Fréttamynd

Lítill rappari á leiðinni

Rapparinn og Breiðhyltingurinn Birgir Hákon og kærasta hans Sigríður Birta eiga von á sínu fyrsta barni. Birgir Hákon hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi og fagnaði á dögunum sjö ára edrúmennsku.

Lífið
Fréttamynd

Fram­tíð hljóðsins er lent á Ís­landi

WiiM hefur með framúrskarandi hætti náð að gera hágæða hljóð aðgengilegt fyrir alla. Tónlistar streymisspilarar WiiM bjóða upp á einstaka blöndu af nýjustu tækni með Hi-Res streymi, fjölherbergjaspilun, fullkomnum tónjafnara og herbergisleiðréttingu, framúrskarandi hljómgæðum og einstaklega notendavænu viðmóti, allt á verði sem áður var óhugsandi.

Samstarf
Fréttamynd

Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi

Ágústa Eva Erlendsdóttir, söngvari og leikkona, hefur fundið ástina í örmum grafíska hönnuðarins Antonio Otto Rabasca. Nýlega sást til þeirra leiðast í Hljómskálagarðinum ástfangin upp fyrir haus.

Lífið
Fréttamynd

Emilíana Torrini fann ástina

Söngkonan Emilíana Torrini og Ellert Kristófer Schram, eigandi og framkvæmdastjóri EKS Verk ehf., eru eitt nýjasta og jafnframt huggulegasta par landsins, að því herma heimildir fréttastofu.

Lífið