Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Jethro Tull kemur í sumar

Breska sveitin Jethro Tull er væntanleg til Íslands í byrjun júní og efnir til þrennra tónleika í heimsókn sinni, þar sem sveitin flytur öll sín þekktustu lög. Tónleikarnir verða í Hofi á Akureyri föstudaginn 7. júní, í Höllinni í Vestmannaeyjum laugardaginn 8. júní og í Eldborgarsal Hörpu í Reykjavík sunnudaginn 9. júní. Íslenskir tónlistarmenn koma jafnframt við sögu á tónleikum Tull í sumar. Jethro Tull kom líka til landsins í fyrra og hélt tvenna tónleika í Eldborgarsal Hörpu í júní.

Tónlist
Fréttamynd

Fufanu á Hróarskeldu

Hljómsveitin Captain Fufanu, sem er skipuð Hrafnkatli Flóka Kaktusi Einarssyni og Guðlaugi Halldóri Einarssyni, kemur fram á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku í sumar.

Tónlist
Fréttamynd

Við höfðum alltaf trú á okkur sko

Hljómsveitin Vök úr Hafnarfirði stóð uppi sem sigurvegari í Músíktilraunum en úrslitakvöldið fór fram í Silfurbergi í Hörpu laugardagskvöldið 23.mars. Hér er myndband sem sýnir stemninguna og nokkur viðtöl sem Davíð Luther tók meðal annars við Óla Palla og meðlimi Vök sem sögðu: "Við erum mjög hógvær að eðlisfari en við höfðum alltaf trú á okkur sko...".

Tónlist
Fréttamynd

Milljón plötur vestanhafs

Fyrsta plata Justins Timberlake í sjö ár, The 20/20 Experience, fór beint í toppsætið í Bretlandi og velti þar með nýjustu plötu Davids Bowie úr sessi. Á sama tíma missti popparinn efsta sætið á smáskífulistanum því lagið hans Mirrors lenti neðar en What About Us með The Saturdays.

Tónlist
Fréttamynd

Tónleikaferð um heiminn

Bítillinn fyrrverandi Paul McCartney hefur tilkynnt um tónleikaferð um heiminn sem ber yfirskriftina Out There!. Fyrstu tónleikarnir verða í Varsjá í Póllandi 22. júní en þar hefur hann aldrei spilað áður.

Tónlist
Fréttamynd

Fáar stelpur í sigurhljómsveitum Músíktilrauna

Dúettinn Vök vann Músíktilraunir um helgina. Vök, sem spilar melódíska raftónlist, er skipuð söngkonunni og gítarleikaranum Margréti Rán Magnúsdóttur og saxófónleikaranum, tölvumanninum og bakraddasöngvaranum Andra Má Enokssyni.

Tónlist
Fréttamynd

Evróvisjón sungið sitt síðasta

"Orðið Evróvisjón hefur verið notað alllengi og það má eiginlega segja að það hafi verið tilraun sem ekki gekk upp,“ segir Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur RÚV.

Tónlist
Fréttamynd

Partíþokan í síðasta sinn

Partíþokan hófst á Akureyri í október 2011, og teygði sig til Ísafjarðar, og þaðan til Seyðisfjarðar. Hún er komin hringinn og ætlar að leggja árar í bát.

Tónlist
Fréttamynd

Svala og Einar gera tónlistarmyndband

Svala Björgvins sem búsett er í Los Angeles var ráðin ásamt kærasta sínum, Einari, til Universal Music og AMVI Australia til að gera tónlistarmyndbandið fyrir áströlsku poppstjörnuna Havana Brown við lagið "Big Banana" sem er hennar nýjasta smáskífa. Svala segir þau ekki hafa sofið mikið þessa tvo daga sem myndbandið var tekið upp. "Einar leikstýrði myndbandinu á sinn snilldarhátt eins og hann er vanur að gera og klippti myndbandið líka. Ég og Einar skrifuðum handritið saman og sáum um art direction sameiginlega. Ég sá um allt styling fyrir Havana Brown og klæddi alla leikarana sem voru 10 talsins í myndbandinu," segir Svala. "Svo sá ég um allai förðun og hár og notaði mitt bjútí team sem er 8 manns sem sáu um alla förðun og hár á Havana Brown og leikurum. Einar var með 8 manna tökulið sem sá um að skjóta myndbandið og lýsa það og svo framvegis. Eddi, yngrii bróðir Einars og okkar hljómsveitarmeðlimur í Steed Lord lék flott hlutverk í myndbandinu sem ríkur sonur fólksins sem er að halda partíið í myndbandinu. "Þetta var meiriháttar gaman og mikið stress og læti en allir unnu svo vel saman. Þetta var algjörlega frábært í alla staði," segir Svala. Hér má sjá útkomuna:

Tónlist