Gréta Karen vinsæl á YouTube Hefur fengið um 65 þúsund áhorf á vefsíðunni Youtube á aðeins tveimur vikum. Tónlist 21. mars 2013 16:45
Svala og Einar gera tónlistarmyndband Svala Björgvins sem búsett er í Los Angeles var ráðin ásamt kærasta sínum, Einari, til Universal Music og AMVI Australia til að gera tónlistarmyndbandið fyrir áströlsku poppstjörnuna Havana Brown við lagið "Big Banana" sem er hennar nýjasta smáskífa. Svala segir þau ekki hafa sofið mikið þessa tvo daga sem myndbandið var tekið upp. "Einar leikstýrði myndbandinu á sinn snilldarhátt eins og hann er vanur að gera og klippti myndbandið líka. Ég og Einar skrifuðum handritið saman og sáum um art direction sameiginlega. Ég sá um allt styling fyrir Havana Brown og klæddi alla leikarana sem voru 10 talsins í myndbandinu," segir Svala. "Svo sá ég um allai förðun og hár og notaði mitt bjútí team sem er 8 manns sem sáu um alla förðun og hár á Havana Brown og leikurum. Einar var með 8 manna tökulið sem sá um að skjóta myndbandið og lýsa það og svo framvegis. Eddi, yngrii bróðir Einars og okkar hljómsveitarmeðlimur í Steed Lord lék flott hlutverk í myndbandinu sem ríkur sonur fólksins sem er að halda partíið í myndbandinu. "Þetta var meiriháttar gaman og mikið stress og læti en allir unnu svo vel saman. Þetta var algjörlega frábært í alla staði," segir Svala. Hér má sjá útkomuna: Tónlist 18. mars 2013 09:45
Einbeita sér að hipphoppi og raftónlist Útvarpsstöðin Flass færir út kvíarnar og opna tvær nýjar útvarpsstöðvar. Tónlist 18. mars 2013 06:00
Unglingarnir fá líka að njóta stóru atriðanna Bretarnir í Rudimental eru nýjasta viðbótin við sístækkandi dagskrá Keflavík Music Festival. Tónlist 16. mars 2013 06:00
Dave Grohl elskar Gangnam Style Söngvarinn síkáti hélt ræðu á SXSW-hátíðinni í dag. Tónlist 14. mars 2013 22:49
Tónleikarnir hluti af háskólanáminu Marsibil, Bergþóra og Jóhann Páll skipuleggja tónleika til styrktar Geðhjálp á Kexi hosteli annað kvöld. Tónlist 14. mars 2013 06:00
Ekki týpískur blús frá Helga Valdimar, Sigríður Thorlacius og KK syngja á fjórðu sólóplötu Helga Júlíusar. Tónlist 14. mars 2013 06:00
Snúa aftur með stæl Bloodsports, fyrsta plata Suede í 11 ár með nýju efni, kemur út á mánudaginn. Tónlist 14. mars 2013 06:00
Vill gera Vevo að hinu nýja MTV Tónlistarmyndbandavefsíðan Vevo í sjónvarpið. Tónlist 14. mars 2013 06:00
Fyrrum trommari Iron Maiden látinn Clive Burr lést á heimili sínu 56 ára gamall. Tónlist 13. mars 2013 22:38
Kvartar ekki yfir Niðrá strönd Prinspóló hætti við að kvarta yfir partíinu á neðri hæðinni þegar hann heyrði lagið sitt Niðrá strönd. Tónlist 13. mars 2013 06:00
Sjáðu framlag Bonnie Tyler í Eurovision Bonnie Tyler hefur verið valin til þess að flytja framlag Breta í Eurovision í vor. Söngkonan hefur verið ein sú vinsælasta í heimi allt frá áttunda áratug síðustu aldar. Vonir standa til að henni muni ganga betur en Engelbert Humperdinck í fyrra, en hann var í næstsíðasta sæti. Eitt þekktasta lag Bonnie Tyler er líklegast Total Eclipse of a Heart Tónlist 7. mars 2013 10:03
Timberlake mættur aftur eftir sjö ára hlé Þriðja sólóplata popparans Justins Timberlake, The 20/20 Experience, kemur út síðar í mánuðinum, heilum sjö árum eftir að FutureSex/LoveSounds leit dagsins ljós. Tónlist 7. mars 2013 06:00
Gummi og Kippi spila Gítarleikarinn Guðmundur Pétursson og Kippi Kaninus halda tónleika á Faktorý Bar annað kvöld. GP! band Guðmundar hefur starfað frá útkomu plötunnar Elabórat árið 2011. Hljómsveitin leikur einnig efni af Ologies sem kom út 2008 en báðar plöturnar hafa vakið athygli fyrir nýstárlega blöndun ólíkra tónlistaráhrifa. Á tónleikum er ferðast milli þaulskipulags og spuna af ættum progs, síðrokks, blús og glam-djazz. Tónlist 7. mars 2013 06:00
Lagið fjallar ekki um lýsi María Ólafsdóttir syngur lagið Lýsi í myrkri ásamt Kristmundi Axel, en myndband við lagið hefur fengið yfir tólfþúsund áhorf á Youtube á aðeins þremur dögum. Lagið er úr smiðju upptökuteymisins Stop Wait Go sem er skipað Sæþóri Kristjánssyni og bræðrunum Pálma Ragnari og Ásgeiri Orra Ásgeirssonum. Tónlist 7. mars 2013 06:00
Lögsóttur vegna Beyoncé-leka Útgáfurisinn Somy hefur lögsótt sænskan mann fyrir að dreifa plötu söngkonunnar Beyoncé á netinu áður en hún var gefin út opinberlega. Sony fer fram á rúmar 29 milljónir króna í skaðabætur. Frá þessu er greint á vefsíðu tónlistartímaritsins NME. Tónlist 7. mars 2013 06:00
Spennandi heimsókn Tónleikaárið 2013 hefur farið frekar rólega af stað ef undanskilin er Sónar-hátíðin sem lífgaði upp á annars daufan febrúarmánuð. Fram undan eru þó flottir tónleikar. David Byrne mun spila ásamt St. Vincent í Hörpu í ágúst. Það er strax hægt að fara að hlakka til. Tónlist 7. mars 2013 06:00
Þungarokkarar taka yfir Eldborg í Hörpu Hljómsveitakeppnin Wacken Metal Battle fer fram í Eldborgarsal Hörpu hinn 6. apríl. Tónlist 4. mars 2013 15:00
Viðræður um aðra stóra hátíð í Keflavík Samningar um að halda tónlistarhátíðina All Tomorrow’s Parties á varnarliðs-svæðinu í Reykjanesbæ hafa verið í bígerð síðan á árinu 2011. Tónlist 3. mars 2013 17:00
Spænskir fjölmiðlar ánægðir Fjallað hefur verið um tónlistarhátíðina Sónar í Reykjavík í spænskum miðlum. Tónlist 3. mars 2013 15:00
Lady Boy með hljóðsnældu Tónlistarútgáfan Lady Boy Records hefur gefið út sína fyrstu hljóðsnældu, Lady Boy Records 001. Tónlist 3. mars 2013 11:00
Músíktilraunir fá níu milljónir frá Senu Sigurvegarar keppninnar fá 250 þúsund í verðlaun frá Senu ár hvert næstu þrjú árin. Tónlist 2. mars 2013 15:00
Blúshátíð haldin í tíunda sinn Blúshátíð í Reykjavík verður haldin um páskana. Góðir gestir stíga á svið. Tónlist 2. mars 2013 10:00
Úlfur sendir frá sér plötu Tónlistarmaðurinn Úlfur sendir frá sér plötuna White Mountain þann 5.mars á vegum bandaríska fyrirtækisins Western Vinyl. Platan hefur fengið góða dóma hjá netverjum. Síðurnar Pitchfork og Spin kynntu lögin So Very Strange og Heaven in a Wildflower á forsíðum sínum í janúar síðastliðnum. Myndbandið við Black Shore hefur einnig vakið athygli og hafa rúmlega sjötíu þúsund manns séð það á myndbandasíðunni Vimeo.com. Úlfur hefur komið víða við í íslenskri jaðartónlistarsenu undanfarin ár, þá helst sem liðsmaður Swords of Chaos og sem bassaleikari í tónleikahljómsveit Jónsa úr Sigur Rós. Tónlist 1. mars 2013 18:00
Textinn tekinn úr uppáhaldskvikmyndinni Daníel Geir Moritz hefur gert nýtt lag undir áhrifum frá Sódómu Reykjavík, kvikmynd Óskars Jónassonar. Tónlist 1. mars 2013 17:00
Krúttleg og "krípí“ Hljómsveitin Grúska Babúska gefur út sína fyrstu plötu í apríl. Platan er heldur óvenjuleg því hún kemur út í formi usb-lykils sem lítur út eins og babúska. Tónlist 1. mars 2013 13:00
Enn bætist við Keflavíkur-listann Strákarnir í Far East Movement væntanlegir á Keflavík Music Festival í sumar Tónlist 1. mars 2013 10:00
Íslenska glysrokksveitin Hetjurnar Glysrokkhljómsveitin Hetjurnar hefur staðið í ströngu undanfarnar vikur við að undirbúa nýtt lag og myndband. Einhverjir kunna að spyrja sig hver þessi hljómsveit er en hún er skipuð mörgum af þekktustu grínistum landsins til að vekja athygli á Mottumars sem hefst formlega á morgun. Tónlist 28. febrúar 2013 22:16
Innlifun með Thurston, Kim og Yoko Eitt af eftirminnilegustu atriðunum á Iceland Airwaves 2011 var Chimera-kvöldið í Norðurljósasal Hörpu. Þar kom Yoko Ono fram ásamt Plastic Ono Band, en einnig nokkur önnur nöfn sem tengjast útgáfunni sem sonur Yokoar, Sean Ono Lennon, stofnaði ásamt kærustunni Charlotte Kemp Muhl árið 2009. Tónlist 28. febrúar 2013 16:00
Pétur Ben heldur stórtónleika Pétur Ben kemur fram ásamt níu manna hljómsveit á útgáfutónleikum God's Lonely Man í Hafnarfirði á morgun. Tónlist 28. febrúar 2013 14:00