Eiga nóg af lögum á lager Hinn ávallt unglegi Billy Joe Armstrong, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinar Green Day, lýsti yfir á Twitter-síðu sinni á dögunum að hann og hljómsveitarfélagar hans væru duglegir við að semja lög þessa dagana. Lífið 1. júní 2011 21:15
Coldplay sendir frá sér nýtt lag Coldplay hefur tilkynnt að nýtt lag sé væntanlegt frá hljómsveitinni laugardaginn 4. júní. Lagið heitir Every Teardrop Is a Waterfall. Lífið 1. júní 2011 18:00
Solla Soulful með sumarplötu Tónlistarkonan Sólveig Þórðardóttir, sem kallar sig Sollu Soulful, hefur nú gefið út sína fyrstu plötu, Open a Window. Lífið 1. júní 2011 13:00
Uppselt á Gusgus Það fer ekki milli mála hvaða hljómsveit er efst í huga Íslendinga þessa dagana. Gusgus gaf út nýjustu plötu sína, Arabian Horse, í síðustu viku og er hún farin strax farin að hljóma í heyrnatólum og græjum út um allt land. Lífið 31. maí 2011 16:13
Besti blússöngvari á Norðurlöndunum Tónlistarmaðurinn Mugision fær fullt hús á dönsku tónlistarsíðunni Undertoner.dk fyrir tónleika sína á Spot-hátíðinni í Árósum sem var haldin um helgina. „Mugison er án vafa besti blússöngvari Norðurlanda. Ef það væri ekki fyrir Muddy Waters, Sonny Boy Williamson og tvo eða þrjá aðra væri hann sá besti í heiminum,“ sagði gagnrýnandinn sem gefur honum sex í einkunn af sex mögulegum. Lífið 31. maí 2011 10:30
"Ég ætla að stela senunni á Bestu útihátíðinni!" "Það eru náttúrulega svakalega stórir listamenn þarna á Bestu útihátíðinni, þannig að ég þarf að setja saman svakalegt sjóf til þess að stela senunni... sem er einmitt sem ég ætla að gera," sagði Steindi Jr. í viðtali í útvarpsþættinum Vasadiskó á X-inu í gær. Þar greindi hann frá því að hann ætlaði sér að setja upp "svakalegt sjóf" með hóp af aðstoðarfólki. Tónlist 30. maí 2011 09:01
Snorri Helga klárar nýja plötu Snorri Helgason, fyrrum liðsmaður Sprengjuhallarinnar, er að ljúka vinnu að annarri breiðskífu sinni. Plötuna vinnur hann með aðstoð Sindra Má Sigfússonar úr Seabear og Sin Fang í hljóðveri hans í Reykjavík. Tónlist 25. maí 2011 15:09
Melódískir meistarar Magnús & Jóhann er glæsileg ferilsplata með tveimur af bestu lagasmiðum Íslandssögunnar. Gagnrýni 21. maí 2011 10:00
Magnað hjá Gusgus Sjöunda hljóðversplata Gusgus, Arabian Horse, kemur út á mánudaginn. Erlendir dómar um plötuna eru byrjaðir að detta inn og á bresku tónlistarsíðunni Suckinglemons fær hún 9 af 10 mögulegum í einkunn. Þar segir gagnrýnandinn plötuna vera magnaða og að lögin Deep Inside, Over og Arabian Horse séu framúrskarandi góð. Lífið 21. maí 2011 09:00
Killers vinnur að nýju efni Las Vegas-hljómsveitin The Killers hefst handa við að semja nýtt efni í næstu viku, samkvæmt trommaranum Ronnie Vannucci. Vannucci lýsti því yfir í viðtali á útvarpsstöðinni XFM í London að meðlimir The Killers ættu hrúgu af hugmyndum að lögum sem þeir vilji leyfa hver öðrum að heyra. Þá bætti hann við að þeir væru búnir að ákveða að hittast þriðjudaginn 17. maí. „Við ætlum að koma saman og byrja að vinna," sagði hann. Lífið 12. maí 2011 14:00
Sheen gefur út lagið Winning Charlie Sheen hefur gefið út lagið Winning á iTunes. Meðal þeirra sem koma við sögu í laginu eru Snoop Dogg og gítarleikari Korn, Rob Patterson. Þetta kemur fram í bandaríska blaðinu Los Angeles Times. Lífið 12. maí 2011 10:00
Pirruð yfir langri bið Breska söngkonan Kate Bush er mjög pirruð yfir því hversu langan tíma það tekur hana að gera hverja plötu. Síðasta plata hennar, Aerial, kom út árið 2005. Þar áður gaf hún út The Red Shoes árið 1993. Í viðtali við BBC segist hún hafa samið slatta af nýjum lögum en vita ekki hvenær þau komi út. "Það er pirrandi hve plöturnar eru lengi í vinnslu. Ég vildi óska að það væri ekki svona löng bið á milli þeirra,“ sagði hún og vildi ekki meina að hún væri með fullkomnunaráráttu. Síðar í þessum mánuði kemur út platan Director"s Cut sem hefur að geyma lög af plötunum The Sensual World og The Red Shoes. Lífið 8. maí 2011 20:30
Mæðgur með nýtt lag Söngkonan Madonna hefur tekið upp lagið It"s So Cool með dóttur sinni Lourdes sem er fjórtán ára. Lagið verður annað hvort á næstu plötu Madonnu eða á plötu með lögum úr fyrsta leikstjórnarverkefni hennar, kvikmyndinni W.E. Lífið 8. maí 2011 09:00
Bubbi velur erfiðu leiðina Á væntanlegri plötu, Ég trúi á þig, tæklar Bubbi Morthens hreinræktaða sálartónlist með jákvæðum textum. Kjartan Guðmundsson ræddi við manninn sem segist aldrei hafa sungið betur um bin Laden, Amy Winehouse og viðskotaillan Þjóðverja á Kanarí. Innlent 7. maí 2011 13:54
Lady Gaga vísar guðlasti á bug Lady Gaga-maskínan virðist eitthvað vera farin að hiksta. Eftir fáránlega velgengni að undanförnu hefur nýjasta efninu hennar verið tekið fremur fálega. Og nýjasta myndbandið hennar virðist ekki ætla að valda þeim deilum sem lágu í loftinu. Lífið 7. maí 2011 13:00
Fjallabræður undirbúa plötu Vestfirski stuðkórinn Fjallabræður er að undirbúa nýja plötu sem kemur út fyrir næstu jól ef allt gengur að óskum. Fyrsta plata Fjallabræðra kom út fyrir tveimur árum og hefur hún selst mjög vel, eða í um fimm þúsund eintökum. Kórinn syngur á þjóðhátíð í Eyjum í annað sinn í röð í sumar en hefur annars hægt um sig. Kórstjórinn Halldór Gunnar Pálsson á góðar minningar frá síðustu þjóðhátíð. „Það var alveg geðveikt. Við vorum í jakkafötunum í átján klukkutíma," segir hann hress. Lífið 6. maí 2011 17:00
Æskuvinirnir frá Kaliforníu Gríngengið Lonely Island getur ekki birt myndband á Youtube án þess að milljónir manna horfi á það. Ný plata er á leiðinni frá genginu og á meðal gesta eru Justin Timberlake og sjálfur Michael Bolton. Lífið 5. maí 2011 16:00
Tónleikar fyrir BBC Enska hljómsveitin Radiohead ætlar að flytja nýjustu plötu sína, The King of Limbs, í heild sinni fyrir breska ríkissjónvarpið, BBC. Tónleikarnir verða hluti af Live From The Basement tónleikaröð BBC og verða þeir sýndir 1. júlí. Upptökustjóri tónleikanna verður Nigel Godrich sem stjórnaði einnig upptökum á The King of Limbs. Lífið 5. maí 2011 07:00
Kærustparatónlist sem varð til á fylleríi Valdimar Guðmundsson, söngvari hljómsveitarinnar Valdimar, og Björgvin Ívar Baldursson, upptökustjóri hjá Geimsteini og liðsmaður Lifunar, gefa saman út plötu í sumar. Lífið 2. maí 2011 08:00
Vasadiskó - 3. þáttur - handritið intro & talkback lag - NEU! - Hallogallo. Kynning. Frídagur verkalýðsins, hér sit ég samt - og stóð ég í nótt á bar11. Dagskrá þáttarins etc - Kynning á nýjum plötum Tune-Yards og Kurt Vile. Krummi mætir í Selebb Shuffle. - nýtt frá Mammút - Legend - Sölva Blöndal… - tónlistarfrétt vikunnar sem leið hlýtur að vera endurkoma Quarashi. RÚV fréttirnar/Kastljós/Auddi&Sveppi og fleira. Er að misnota aðstöðu mína þar sem ég er að hjálpa til… en ætla að misnota aðstöðu mína með stæl og spila Quarashi lag sem hefur aldrei fengið útgáfu.. Tónlist 2. maí 2011 00:01
Vasadiskó - 1.þáttur Fyrsti þátturinn fór í loftið núna á sunnudaginn og allt gekk bara prýðilega. Tæknimálin voru svona 82% á hreinu - en allt annað gekk bara eins og í smurð maskína. Fyrir þá sem misstu af - ætla ég að birta handritið af þættinum hérna eftir hvern þátt. Einnig birti ég sérfærslu um Selebb Shuffle, liðinn þar sem einhver þekktur mætir með vasadiskóið sitt og setur á Shuffle. Það var hún Lilja Katrín úr Makalaus þáttunum á Skjá1 sem reið á vaðið. Tónlist 29. apríl 2011 00:01
Selebb Shuffle: Lilja Katrín Gunnarsdóttir úr Makalaus Lilja Katrín Gunnarsdóttir leikkona úr Makalaus og blaðakona Séð&Heyrt mætti í fyrsta þáttinn og reið á vaðið í liðnum Selebb Shuffle. Þar mætir vel valin einstaklingur með vasadiskóið sitt (iPod eða annan mp3 spilara) og setur á Shuffle. Engin veit hvað gerist. Tónlist 29. apríl 2011 00:01
Selebb Shuffle 2 - Jón Þór Ólafsson Tónlistarmanninum Jón Þór Ólafssyni er greinilega ekkert heilagt því hann hikaði ekki við að mæta á páskasunnudag í þáttinn minn - sem var í beinni. Hann mætti askvaðandi á svæðið með litrík heyrnartól og silfurlitaðan iPod nanó. Ég hafði spilað lagið Tímavél af nýútkominni EP plötu hans í þættinum þannig að við gátum farið beint í það að tengja vasadiskóið hans í beina og setja á Shuffle. Tónlist 29. apríl 2011 00:01
Lag dagsins - Tennesee Ernie Ford - 16 Tons Það er eitthvað við þetta lag og þessa bassarödd sem er algjörlega dáleiðandi. Síðan er textinn svo harður - hljómar eins og söngur kolanámumannsins. Menn gefa ekki upp andann þrátt fyrir að vera alsótugir… enginn miskunn! Tónlist 29. apríl 2011 00:01