Þjóðin fær aukið vald í Söngvakeppninni í ár 9. janúar 2013 13:00 Fjölmiðlafólkið Þórhallur og Gunna Dís kynna Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár en þetta er frumraun beggja á sviði keppninnar. „Auðvitað hafði gagnrýnin í fyrra með þessa ákvörðun að gera því við viljum alltaf gera betur. Þessi aðferð er notuð víða, í mismunandi útfærslum, svo það verður gaman að sjá hvernig þetta kemur út hér,“ segir Hera Ólafsdóttir hjá Rúv. Tólf lög berjast um sigur í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár en hún er undankeppni Eurovision. Þau skiptast niður á tvær forkeppnir og komast sex lög áfram í úrslitin, mögulega sjö ef mjótt verður á munum. Í úrslitakeppninni gilda atkvæði þjóðarinnar til helmings við atkvæði sérstakar dómnefndar, sem endranær. Sú breyting verður þó á í ár að þau tvö efstu heyja einvígi sín á milli og verða flutt aftur þegar úrslitin liggja fyrir. Áhorfendur fá þá tækifæri til að kjósa á milli þeirra tveggja og það sem sigrar þá kosningu sigrar keppnina. Valið um sigurlagið liggur því að lokum hjá þjóðinni en á síðasta ári sköpuðust umræður um vægi dómnefndar. Undankeppnirnar fara fram 25. og 26. janúar í Hörpu og úrslitin þann 2. febrúar. Það kemur í hlut Þórhalls Gunnarssonar og Guðrúnar Dísar Emilsdóttur að kynna keppnina í ár en bæði stíga þau sín fyrstu skref í Söngvakeppninni. Þeim til halds og trausts verða svo ýmsir gestir sem kemur í ljós á næstu dögum hverjir verða. „Það verður tuttugu mínútna upphitun fyrir allar keppnirnar þrjár og þar fara þessir gestir í forsvari,“ segir Hera. Frumflutningur á lögunum tólf hefst á Rás 2 á mánudaginn.- trs Tónlist Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Auðvitað hafði gagnrýnin í fyrra með þessa ákvörðun að gera því við viljum alltaf gera betur. Þessi aðferð er notuð víða, í mismunandi útfærslum, svo það verður gaman að sjá hvernig þetta kemur út hér,“ segir Hera Ólafsdóttir hjá Rúv. Tólf lög berjast um sigur í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár en hún er undankeppni Eurovision. Þau skiptast niður á tvær forkeppnir og komast sex lög áfram í úrslitin, mögulega sjö ef mjótt verður á munum. Í úrslitakeppninni gilda atkvæði þjóðarinnar til helmings við atkvæði sérstakar dómnefndar, sem endranær. Sú breyting verður þó á í ár að þau tvö efstu heyja einvígi sín á milli og verða flutt aftur þegar úrslitin liggja fyrir. Áhorfendur fá þá tækifæri til að kjósa á milli þeirra tveggja og það sem sigrar þá kosningu sigrar keppnina. Valið um sigurlagið liggur því að lokum hjá þjóðinni en á síðasta ári sköpuðust umræður um vægi dómnefndar. Undankeppnirnar fara fram 25. og 26. janúar í Hörpu og úrslitin þann 2. febrúar. Það kemur í hlut Þórhalls Gunnarssonar og Guðrúnar Dísar Emilsdóttur að kynna keppnina í ár en bæði stíga þau sín fyrstu skref í Söngvakeppninni. Þeim til halds og trausts verða svo ýmsir gestir sem kemur í ljós á næstu dögum hverjir verða. „Það verður tuttugu mínútna upphitun fyrir allar keppnirnar þrjár og þar fara þessir gestir í forsvari,“ segir Hera. Frumflutningur á lögunum tólf hefst á Rás 2 á mánudaginn.- trs
Tónlist Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“