Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Rúnar Júl staldrar við

Rúnar Júlíusson gerir upp feril sinn á þrefaldri plötu. Rúnar er enn að þrátt fyrir 45 ár í bransanum. Hann segist markvisst vinna að því að fresta hrörnuninni, eins og hann orðar það.

Tónlist
Fréttamynd

Montin Atómstöð í útrás

Lag Atómstöðvarinnar, Think No, er að finna á safnplötunni Riot on Sunset vol. 14 sem bandaríska útgáfufyrirtækið 272 Records gefur út.

Tónlist
Fréttamynd

Hvíla sig á upptökum

Breska hljómsveitin Arctic Monkeys ætlar að spila á tónlistarhátíðinni Big Day Out í Ástralíu í janúar þrátt fyrir að vera enn á kafi í gerð sinnar þriðju plötu.

Tónlist
Fréttamynd

Settu met á Myspace

Nýjasta plata Guns N"Roses, Chinese Democracy, er orðin vinsælasta platan í sögu Myspace-síðunnar. Sveitin leyfði aðdáendum sínum að hlusta ókeypis á plötuna á síðunni á fimmtudag og voru viðbrögðin framúrskarandi. Þegar mest lét var platan spiluð 25 sinnum á sekúndu sem er vitaskuld mjög góður árangur.

Tónlist
Fréttamynd

Red Hot besta sveitin

Bandaríski rapparinn Kanye West segir að The Red Hot Chili Peppers sé uppáhaldshljómsveitin sín. Hann segir að góðar melódíur sveitarinnar hafi fyrst og fremst heillað sig.

Tónlist
Fréttamynd

Dylan og Megas eru áhrifavaldar

Tónlistarmaðurinn Sverrir Norland játar að meistararnir Bob Dylan og Megas séu báðir á meðal áhrifavalda á hans fyrstu plötu sem er nýkomin út.

Tónlist
Fréttamynd

Upptökur á næstu plötu Gusgus hafnar

Hljómsveitin Gusgus hefur hafið upptökur á sinni sjöttu plötu í Tankinum við Önundarfjörð. Sveitin dvelur í hljóðverinu í níu daga og er áætlaður útgáfudagur í byrjun næsta árs.

Tónlist
Fréttamynd

Hjaltalín hita upp fyrir Cold War Kids

Hjaltalín er leiðinni í tónleikaferð um Evrópu með bandarísku sveitinni Cold War Kids. Um vikulangan túr er að ræða sem hefst í Tórínó á Ítalíu á laugardagskvöld.

Tónlist
Fréttamynd

Fólk sýni baráttuanda

Mammút, Agent Fresco og fleiri hljómsveitir koma fram á tónleikum í Vetrargarðinum í Smáralind á laugardaginn. Tildrög tónleikanna eru þau að tónlistarmaðurinn Ká Eff Bé, Kristinn F. Birgisson, samdi lag til kærustu sinnar sem hefur glímt við heilakrabbamein síðastliðin fimm ár.

Tónlist
Fréttamynd

Coldplay að hætta?

Chris Martin, söngvari hljómsveitarinnar Coldplay, vill ekki verða gömul rokkstjarna. Söngvaranum, sem er 31 árs í dag, finnst ekki að hljómsveitir eigi að halda áfram eftir að meðlimir þeirra verða 33 ára.

Tónlist
Fréttamynd

Ókeypis rafmúsik

„Við höfum haldið mánaðarleg tónleikakvöld undir nafninu Weirdcore þar sem við höfum safnað saman þeim sem eru að gera eitthvað að viti í rafmúsík," segir Sveinbjörn Þorgrímsson, Biogen.

Tónlist
Fréttamynd

Heildin skiptir höfuðmáli

Þriðja sólóplata Beatmakin Troopa, Search For Peace, er komin út. Hljómsveitin er hugarfóstur Pans Thorarensen sem gaf á síðasta ári út plötuna Parallel Island með föður sínum Óskari.

Tónlist
Fréttamynd

Óútgefið verk eftir The Beatles

Fjórtán mínútna spunaverk sem Bítlarnir tóku upp við hljóðritun á Penny Lane í janúar 1967 undir stjórn Pauls McCartney veldur nokkrum deilum um þessar mundir í Bretlandi. Paul vill endilega að tilraunaverkið, sem ber heitið Carnival of light, verði gefið út, en það er frjáls spuni unninn áfram með aðferðum raftónskálda.

Tónlist
Fréttamynd

Dikta fær aðstoð frá Svíþjóð

Rokkararnir í Diktu eru að ljúka upptökum á nýju lagi, Let Go, sem fer líklega í spilun í byrjun desember. Fylgir það eftir vinsældum, Just Getting Started, sem kom út í sumar og fór á toppinn bæði hjá Rás 2 og X-inu. Svínn Jens Bogren mun hljóðblanda og leggja lokahönd á laginu en hann var upptökustjóri nýjustu plötu sænsku þungarokkssveitarinnar Opeth sem hefur getið sér gott orð að undanförnu.

Tónlist
Fréttamynd

Afmælisbörn hætta við túr

Rokkararnir í Brain Police, sem halda upp á tíu ára afmælið sitt á næstunni, hafa hætt við þriggja vikna tónleikaferð um Evrópu sem átti að standa yfir í nóvember og desember. Ástæðan er hrap íslensku krónunnar.

Tónlist
Fréttamynd

Tveggja milljarða plata Axl Rose kemur loks út

Á mánudaginn kemur nýja platan með Guns N‘ Roses, eða öllu heldur Axl Rose, loksins út. Platan Chinese Democracy er margboðuð, en nú virðist ekkert geta stöðvað útgáfu hennar nema ef til vill heimsendir.

Tónlist
Fréttamynd

Hafdís Huld í breyttri útgáfu

Bretinn Simon Latham hefur endurhljóðblandað lag Hafdísar Huldar, Tomoko, og verður það gefið út á Tónlist.is næstkomandi mánudag. Lagið verður gefið út erlendis í byrjun næsta árs.

Tónlist
Fréttamynd

Battle of the Bands að hefjast

Undankeppni alþjóðlegu hljómsveitakeppninnar Global Battle of the Bands fer fram í Hafnarfirði 18. til 22. nóvember. Sigursveitin tryggir sér þátttökurétt í úrslitakeppninni sem verður haldin á tónleikastaðnum Scala í hjarta Lundúna, Englandi 14. og 15. desember.

Tónlist
Fréttamynd

Zeppelin-dúett breytir um nafn

Led Zeppelin-goðsagnirnar Jimmy Page og John Paul Jones hafa ákveðið að halda í tónleikaferð um heiminn ásamt syni trommarans Johns Bonham, Jason. Robert Plant verður hins vegar víðs fjarri og því stendur ekki til að notast við nafnið Led Zeppelin. „Án Plants kemur ekki til greina að notast við nafnið. Zeppelin er ekki til án hans,“ segir talsmaður hinnar nýskipuðu sveitar. Leit stendur nú yfir að eftirmanni hans.

Tónlist
Fréttamynd

Steed Lord í kvikmyndahúsi Stalíns

Hljómsveit Svölu Björgvins og Einars Egilssonar, Steed Lord, kom fram á skemmtistaðnum Gradus í Moskvu í gærkvöldi. Staðurinn var áður einkakvikmyndahús Jósefs Stalín, einræðisherra Sovétríkjanna, en er nú einn vinsælasti skemmtistaður höfuðborgarinnar meðal hinna nýríku ólígarka. Ásamt Steed Lord steig Hrafn Björgvinsson, betur þekktur sem Krummi í Mínus, á stokk með sveitinni og tók með henni tvö eða þrjú lög.

Tónlist
Fréttamynd

Þjóðverjar veita hjálparhönd

Þýska fyrirtækið A Number of Small Things, sem selur plötur á heimasíðunni anost.net, ætlar að koma Íslendingum til bjargar með því að selja í tonnatali plötur frá íslenska útgáfufyrirtækinu Kimi Records.

Tónlist
Fréttamynd

Sprengjuhöllin fagnaði í Óperunni

Sprengjuhöllin hélt útgáfutónleika í Íslensku óperunni á þriðjudagskvöld til að fagna útkomu sinnar annarrar plötu, Bestu kveðjur. Hljómsveitin spilaði lög af nýju plötunni í bland við eldra efni við mjög góðar undirtektir. Kynnir kvöldsins var Árni Vilhjálmsson, söngvari í FM Belfast, og sá hljómsveitin Motion Boys um upphitun.

Tónlist
Fréttamynd

Jóhann fær góða dóma

Tónskáldið Jóhann Jóhannsson fær 6,7 í einkunn af tíu mögulegum á bandarísku tónlistarsíðunni Pitchforkmedia.com fyrir sína nýjustu plötu, Fordlândia.

Tónlist
Fréttamynd

Marco V á árshátíð

Hollenski plötusnúðurinn Marco V spilar á árshátíð Techno.is sem verður haldin á Nasa á laugardaginn. Einnig koma fram þetta kvöld vinsælir íslenskir plötusnúðar.

Tónlist
Fréttamynd

Árituðu ólöglegar plötur

Hljómsveitin Mezzoforte er nýkomin heim frá Minsk í Hvíta-Rússlandi þar sem hún spilaði í fyrsta sinn á ferli sínum. Tónleikahöllin í borginni tekur tvö þúsund manns í sæti og var fullt út úr dyrum.

Tónlist
Fréttamynd

Íslenskar á by:Larm

Hljómsveitirnar Hjaltalín og Retro Stefson spila á norsku tónlistarhátíðinni by:Larm sem verður haldin í Ósló í ellefta sinn í febrúar á næsta ári.

Tónlist
Fréttamynd

Samstarf við Nova Scotia

Fulltrúar frá Nova Scotia-fylki í Kanada sýndu mikinn áhuga á samstarfi við Ísland á tónlistarráðstefnunni Nova Scotia Music Week sem var haldin í Glasgow í Skotlandi á dögunum.

Tónlist
Fréttamynd

Ágætt að vera Íslendingur

„Þeim finnst voða spennandi að ég sé Íslendingur. Eins vont og það er að vera Íslendingur dag þá getur það verið ágætt líka,“ segir Akureyringurinn Rúnar F. Rúnarsson, eða Rúnar eff, sem tekur þátt í danska raunveruleikaþættinum All Stars.

Tónlist
Fréttamynd

Kynna sína nýjustu plötu

Sprengjuhöllin heldur útgáfutónleika í Íslensku óperunni í kvöld til að fagna annarri plötu sinni, Bestu kveðjur. Hljómsveitin mun leika lög af nýju plötunni í bland við eldra efni. Fjöldi aukahljóðfæraleikarar mun einnig stíga á stokk.

Tónlist