Blúshátíð snýr aftur eftir gos 24. maí 2012 11:30 Grana Louise frá Chicago snýr aftur á Norden Blues Festival um helgina. Tvær þekktar blússöngkonur frá Chicago og margir af færustu blústónlistarmönnum landsins stíga á svið á Norden Blues Festival sem verður haldin hátíðleg á Hvoli á Hvolsvelli um hvítasunnuhelgina. Þetta verður í þriðja sinn sem hátíðin er haldin. Árið 2010 var hætt við hana vegna eldgossins í Eyjafjallajökli og ákveðið var að bíða með að halda hana í fyrra. „Við urðum svolítið öskunni að bráð og frestuðum hátíðinni og svo vorum við ekki með hana í fyrra því við vildum láta allt jafna sig betur," segir Óli Jón Ólason, einn af skipuleggjendunum. Hann lofar skemmtilegri hátíð. Katherine Davis, sem er ein virtasta blússöngkona Chicago, kemur fram með Blue Ice Band og Grana Louise mætir á blúshátíðina í annað sinn. „Við erum að fá geðveikar bombur frá Chicago. Grana var hjá okkur fyrir þremur árum og hún mælti með þessari konu við okkur," segir Óli Jón og á þar við Katherine Davis. Einnig koma fram á hátíðinni hljómsveitirnar Stone Stones, Síðasti séns, Tregasveitin og Castro. Tryggvi á Heiði stígur einnig á svið. -fb Tónlist Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fleiri fréttir Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Tvær þekktar blússöngkonur frá Chicago og margir af færustu blústónlistarmönnum landsins stíga á svið á Norden Blues Festival sem verður haldin hátíðleg á Hvoli á Hvolsvelli um hvítasunnuhelgina. Þetta verður í þriðja sinn sem hátíðin er haldin. Árið 2010 var hætt við hana vegna eldgossins í Eyjafjallajökli og ákveðið var að bíða með að halda hana í fyrra. „Við urðum svolítið öskunni að bráð og frestuðum hátíðinni og svo vorum við ekki með hana í fyrra því við vildum láta allt jafna sig betur," segir Óli Jón Ólason, einn af skipuleggjendunum. Hann lofar skemmtilegri hátíð. Katherine Davis, sem er ein virtasta blússöngkona Chicago, kemur fram með Blue Ice Band og Grana Louise mætir á blúshátíðina í annað sinn. „Við erum að fá geðveikar bombur frá Chicago. Grana var hjá okkur fyrir þremur árum og hún mælti með þessari konu við okkur," segir Óli Jón og á þar við Katherine Davis. Einnig koma fram á hátíðinni hljómsveitirnar Stone Stones, Síðasti séns, Tregasveitin og Castro. Tryggvi á Heiði stígur einnig á svið. -fb
Tónlist Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fleiri fréttir Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira