Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Beck með nýja plötu

Goðsögnin Beck er farinn aftur af stað eftir nokkurt hlé. Hvorki upplýsingafulltrúi hans né útgáfufyrirtæki vilja staðfesta að nýja plata sé á leiðinni. MTV News segjast þó hafa heimildir fyrir því að ný plata komi út á næstu 4-6 vikum.

Tónlist
Fréttamynd

Klive gefur út plötu með hversdagslegum hljóðum

Klive gefur næstkomandi fimmtudag [8. maí 2008] út sína fyrstu plötu, Sweaty Psalms. Á henni er að finna ellefu elektrónísk lög unnin úr hversdagslegum hljóðum sem Klive hefur numið úr ferðalögum um Evrópu og Reykjavík.

Tónlist
Fréttamynd

Páll Óskar mokaði inn verðlaunum

Páll Óskar Hjálmtýsson vann öll verðlaun sem hann hugsanlega gat á hlustendaverðlaunum FM 957 í Háskólabíói um helgina. Palli var tilnefndur sem besti söngvari ársins, besti sólóartistinn, bestur á sviði, og fyrir besta lag og plötu ársins og hlaut verðlaunin í öllum þeim flokkum.

Tónlist
Fréttamynd

Kynþokkafyllsta myndband í heimi

„Já, sæll! Eigum við að ræða frumsýninguna eitthvað? Það komust færri að en vildu því allir vildu sjá Stóra G á hvíta tjaldinu,“ segir Egill Einarsson, eða Stóri G, meðlimur hljómsveitarinnar Merzedes Club.

Tónlist
Fréttamynd

Sigurvegari Músíktilrauna syngur Mozart

„Daníel Bjarnason, hljómsveitarstjórinn í Óperustúdíóinu, hringdi bara í mig og bað mig um að taka þátt. Og ég gat ekki sagt nei enda er þetta fáránlega skemmtileg sýning,“ segir Arnór Dan Arnarson. Hann mun stíga sín fyrstu spor í óperuheiminum hinn 6. apríl þegar Óperustúdíó Íslensku óperunnar frumsýnir hið vinsæla verk Wolfgangs Amadeusar Mozart, Cosi van tutti. Arnór mun syngja í kórnum, sem er áberandi í sýningunni.

Tónlist
Fréttamynd

Súrrealískur sigur

Hljómsveitin Agent Fresco sigraði Músiktilraunir í ár. Sigurinn kom liðsmönnum sveitarinnar mikið á óvart.

Tónlist
Fréttamynd

Kjóstu um besta flytjandann

Vísir.is stendur í samstarfi við Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir kosningu um vinsælasta tónlistarflytjandann. Lesendur Vísis geta fram að úrslitakvöldinu kosið sinn uppáhalds flytjanda á vefnum. Kosningin verður í þrennu lagi. Fram til 10 mars geta lesendur sent inn tilnefningar og vikuna fyrir úrslitakvöldið verður kosið á milli þeirra 15 fengu flestar tilnefningar.

Tónlist
Fréttamynd

Iceland Airwaves í Belgíu

Fjöldi íslenskra listamanna koma fram á tveimur Iceland Airwaves tónleikum í Brussel í mánuðinum. Tónleikarnir eru hluti af lista- og menningarhátíðinni Iceland on The Edge, sem hefst þann 26. febrúar, og stendur fram í miðjan júní.

Tónlist
Fréttamynd

Haffi, Gröndal og jötnarnir

Áfram heldur Eurovisionmaraþonið í Laugardagslögum Rúv. Í kvöld er komið að fjórða og síðasta undanúrslitakvöldið og að því yfirstöðnu verður loksins ljóst hvaða átta lög keppa til sigurs á stóra úrslitakvöldinu 23. febrúar.

Tónlist
Fréttamynd

Skráning að hefjast á Músíktilraunir

Undirbúningur fyrir Músíktilraunir 2008 er að hefjast. Keppnina þarf vart að kynna fyrir landsmönnum, en vandfundinn er sá íslenski tónlistamaður sem ekki hefur komið nálægt henni á einn eða annan hátt.

Tónlist
Fréttamynd

Hlaðinn lofi fyrir Englabörn

Endurútgefin plata Jóhanns Jóhannssonar, Englabörn, fær átta í einkunn af tíu mögulegum á bandarísku tónlistarsíðunni Pitchforkmedia.com.

Tónlist