
Bang Gang með tónleika
Hljómsveitin Bang Gang heldur sína fyrstu tónleika í Reykjavík í um tvö ár á skemmtistaðnum Nasa á fimmtudagskvöld. Bang Gang hefur spilað á yfir þrjátíu tónleikum víðs vegar um Evrópu að undanförnu til að fylgja eftir sinni nýjustu plötu, Ghosts From the Past. Meðal annars hitaði sveitin upp fyrir Air á tvennum tónleikum í París.