Frank stofnar plötuútgáfu 10. nóvember 2011 23:00 Frank Black, söngvari Pixies, hefur stofnað plötuútgáfuna The Bureau. Hér er hann á tónleikum í Kaplakrika árið 2004. Fréttablaðið/Stefán Frank Black, söngvari Pixies, hefur sett á fót eigin plötuútgáfu, sem fengið hefur nafnið The Bureau. Black, sem um þessar mundir er á tónleikaferðalagi um Bandaríkin með Pixies, segir að hann muni gefa út eigin tónlist hjá útgáfufyrirtækinu auk þess sem stefnan sé að uppgötva nýja og spennandi listamenn. „Það var ekkert á dagskránni að stofna eigin plötuútgáfu, en ég vona að ég fái nú boð í alvöru fín partí,“ segir Black. Frank Black hefur um langt skeið verið afkastamikill í útgáfu á sólóplötum í eigin nafni. Hann segir að upphaflega hafi ætlunin verið að gefa út eigin tónlist því hefðbundin plötufyrirtæki séu ekki spennt fyrir því að hann vill gefa út plötur á níu mánaða fresti. Black segir að rekstur plötufyrirtækja sé alveg eins og áður fyrr, eini munurinn sé að fyrirtækin hafi úr minni peningum að spila. „Það eru minni peningar í umferð, en ég held að það sé bara gott. Það setur bara pressu á fólk að standa sig vel. Sum þessara plötufyrirtækja þurfa að hætta að láta eins og fífl.“ Að síðustu tjáði Black sig um nýtt efni frá Pixies sem hann segir að muni ekki koma út hjá The Bureau. „Pixies mun annaðhvort gera eitthvað mjög hefðbundið með stóru plötufyrirtæki eða eitthvað mjög róttækt. Ég vona að við förum róttæku leiðina.“ Tónlist Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Fleiri fréttir Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Frank Black, söngvari Pixies, hefur sett á fót eigin plötuútgáfu, sem fengið hefur nafnið The Bureau. Black, sem um þessar mundir er á tónleikaferðalagi um Bandaríkin með Pixies, segir að hann muni gefa út eigin tónlist hjá útgáfufyrirtækinu auk þess sem stefnan sé að uppgötva nýja og spennandi listamenn. „Það var ekkert á dagskránni að stofna eigin plötuútgáfu, en ég vona að ég fái nú boð í alvöru fín partí,“ segir Black. Frank Black hefur um langt skeið verið afkastamikill í útgáfu á sólóplötum í eigin nafni. Hann segir að upphaflega hafi ætlunin verið að gefa út eigin tónlist því hefðbundin plötufyrirtæki séu ekki spennt fyrir því að hann vill gefa út plötur á níu mánaða fresti. Black segir að rekstur plötufyrirtækja sé alveg eins og áður fyrr, eini munurinn sé að fyrirtækin hafi úr minni peningum að spila. „Það eru minni peningar í umferð, en ég held að það sé bara gott. Það setur bara pressu á fólk að standa sig vel. Sum þessara plötufyrirtækja þurfa að hætta að láta eins og fífl.“ Að síðustu tjáði Black sig um nýtt efni frá Pixies sem hann segir að muni ekki koma út hjá The Bureau. „Pixies mun annaðhvort gera eitthvað mjög hefðbundið með stóru plötufyrirtæki eða eitthvað mjög róttækt. Ég vona að við förum róttæku leiðina.“
Tónlist Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Fleiri fréttir Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira