Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Bræður í einvígi á toppnum

Ástsælu bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónssynir standa ansi nálægt hvor öðrum á íslenska listanum þessa vikuna. Friðrik Dór trónir enn á toppnum með silkimjúka smellinn Bleikur og blár en Jón fylgir fast á eftir með ástarlagið Lengi lifum við og hefur hækkað sig um eitt sæti frá því í síðustu viku.

Tónlist
Fréttamynd

Minnir sig reglulega á að gjörsamlega allt er geranlegt

Ragga Hólm er ofurtöffari sem leggur mikið upp úr lífsgleðinni. Hún er tónlistarkona, útvarpskona og lífskúnstner og hefur hvað sérstaklega vakið athygli sem meðlimur í hljómsveitinni Reykjavíkurdætur. Tónlistin er hennar helsti innblástur í lífinu en Ragga er einmitt viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Heilsa
Fréttamynd

Sýndar­popp­stjarna er í dag popp­stjarna og kemur fram á Húrra

Á laugardagskvöld verður blásið til tilraunatónleika á skemmtistaðnum Húrra, undir yfirskriftinni The Exterior. Þar kemur fram HYD, sem lýst væri sem hvalreka í ákveðnum kreðsum, ásamt Countess Malaise, Ketracel, DJ XWIFE, Alfreð Drexler, Psalixera, Echinacea og öðru samstarfsfólki.

Tónlist
Fréttamynd

Þessi hlutu Ís­lensku tón­listar­verð­launin

Hljómsveitin FLOTT og Mono Town, rapparinn Birnir og tónlistarkonurnar Bríet og Anna Gréta Sigurðardóttir hlutu öll tvenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaunin sem veitt voru við hátíðlega athöfn í Hörpu fyrr í kvöld. 

Tónlist
Fréttamynd

Söngvari The Wan­ted látinn 33 ára gamall

Tom Parker, söngvari bresk/írsku drengjasveitarinnar The Wanted lést í dag 33 ára að aldri. Hann greindist með heilaæxli árið 2020 og fór í gegnum langa og stranga krabbameinsmeðferð sem bar ekki árangur.

Tónlist
Fréttamynd

Flutti til Los Angeles til að setja tónlistina í fyrsta sæti

Tónlistarmaðurinn Magnús Gunnarsson er búsettur í Los Angeles. Á streymisveitunni Spotify er hann með um 400 þúsund mánaðarlega hlustendur ​og hefur fylgst með tölunum aukast að undanförnu. Blaðamaður hafði samband við Magnús vestur um haf og tók púlsinn á honum.

Tónlist
Fréttamynd

Saga palestínskrar fjölskyldu á Íslandi sem býr við endalausa óvissu

Hljómsveitin BSÍ sendir frá nýtt myndband við lagið þeirra TAL 11. Leikstjóri myndbandsins er Erlendur Sveinsson en lagið er af fyrstu breiðskífunni BSÍ sem kom út í fyrra. Myndbandið lokar þar með hringnum í kringum útgáfu plötunnar þeirra „Stundum þunglynd ... en alltaf andfasísk“. Hér má sjá myndbandið:

Tónlist
Fréttamynd

Ný Tón­listar­mið­stöð líti dagsins ljós á næsta ári

Áætlað er að ný Tónlistarmiðstöð taki til starfa í upphafi næsta árs. Henni er ætlað að sinna fræðslu og stuðningi við tónlistarfólk og tónlistarlistartengd fyrirtæki, styðja við uppbyggingu tónlistariðnaðarins, kynna íslenska tónlist og tónlistarfólk á erlendri grundu og vera nótnaveita fyrir íslensk tónverk.

Innlent
Fréttamynd

Útgáfurisinn Universal gefur út íslenska kórtónlist

Útgáfurisinn Universal hefur nýverið gefið út plötuna Vökuró í samstarfi við dömukórinn Graduale Nobili. Platan er gefin út undir formerkjum Decca plötuútgáfu Universal. Í þessu felst gríðarlega mikil útrás fyrir íslenska kórtónlist, sem sífellt er að verða vinsælli erlendis.

Albumm