Aurskriða tók með sér hús á Seyðisfirði Tvær nýjar aurskriður féllu úr Nautaklauf á Seyðisfirði í nótt. Önnur skriðan tók með sér hús og flutti fimmtíu metra. Innlent 18. desember 2020 06:42
Áfram hættustig á Seyðisfirði og aurskriða féll í Eskifirði Hættustig almannavarna mun áfram vera í gildi á Seyðisfirði vegna skriðuhættu. Þá er óvissustig einnig í gildi á Austurlandi vegna skriðuhættu. Þrjú hlaup urðu í Búðará í dag auk aurskriðuflóðs við Selsstaði sem lokaði vegi. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Almannavarna. Innlent 17. desember 2020 22:14
Samheldni á Seyðisfirði Einhverjar hreyfingar hafa verið í fjallinu á Seyðisfirði í kvöld. Það mun þó ekki vera mikið en mikið myrkur er og ekki hægt að skoða fjallið vel. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn, segir litlar hreyfingar hafa verið í fjallinu í allan dag. Innlent 17. desember 2020 20:33
Telur að skoða þurfi verkferla í tengslum við skriðuföll Sveitarstjóri Múlaþings segist sammála því að skoða þurfi verkferla í tengslum við skriðuföll. Guðrún Ásta Tryggvadóttir, sem á hús við Botnahlíð þar sem aurskriður féllu, hafði haft áhyggjur af mögulegum skriðuföllum og kallað eftir upplýsingum um verkferla. Henni var sagt að lítil hætta væri á skriðuföllum. Innlent 17. desember 2020 19:08
Ólíklegt að fólk geti farið heim til sín í nótt Íbúum sem eiga húsnæði á rýmingarsvæðinu á Seyðisfirði hefur líkt og í gær gefist færi á að huga að húsum sínum í fylgd lögreglu og björgunarsveita. Fréttastofa ræddi við Kristján Ólaf Guðnason yfirlögregluþjón nú rétt fyrir fjögurfréttir. Innlent 17. desember 2020 16:08
Ekki gaman þegar náttúruöflin ráðast inn á heimili manns Fyrir hádegi varð skriðuhlaup niður Búðará á Seyðisfirði - en þess utan hafa engar skriður fallið í bænum síðan í gærkvöldi að sögn vakthafandi ofanflóðasérfræðings sem fréttastofa ræddi við nú rétt fyrir tvö. Innlent 17. desember 2020 14:44
Vaxandi norðanátt og áframhaldandi rigning og slydda fyrir austan Veðurstofan spáir vaxandi norðanátt í dag, tíu til átján metrum á sekúndu, þar sem hvassast verður norðvestantil og við suðausturströndina. Dálítil rigning eða slydda á Norður- og Austurlandi og mikil rigning á Austfjörðum í fyrst. Síðan verður heldur úrkomuminna um tíma, en bætir aftur í rigningu seinni partinn. Hins vegar verður þurrt að kalla á Suður- og Vesturlandi. Veður 17. desember 2020 07:20
Bandaríkjamenn búa sig undir snjóstorm Bandaríkjamenn á austurströndinni búa sig nú undir mikla snjókomu og eru viðvaranir í gildi hjá sextíu milljónum manna. Búist er við að stormurinn nái allt frá Colorado og upp til Maine ríkis og viðvaranir vegna þessa eru í gildi í fjórtán ríkjum Bandaríkjanna. Erlent 17. desember 2020 07:16
Engar fregnir af skriðuföllum í nótt en appelsínugul viðvörun í gildi til 9 Engar fregnir hafa borist af skriðuföllum á Seyðisfirði í nótt að sögn Veðurstofu Íslands en ástandið í bænum verður metið í birtingu. Innlent 17. desember 2020 06:41
Enn hættustig á Seyðisfirði Enn er hættustig í gildi á Seyðisfirði og verður í nótt. Rigning hefur verið talsverð í dag og er búist við því að svo verði áfram í nótt og er ekki talið að það verði óhætt að fara inn á rýmingarsvæðið eins og heimilað var í morgun. Innlent 16. desember 2020 20:49
Appelsínugul viðvörun vegna rigningar á Austfjörðum Spáð er áframhaldandi mikilli rigning sem mun valda auknum grunnvatnsþrýstingi og viðhalda hárri grunnvatnsstöðu. Appelsínugul veðurviðvörun er á Austfjörðum vegna veðursins. Innlent 16. desember 2020 15:45
Ekki óhætt að snúa aftur heim næsta sólarhringinn Ólíklegt þykir að fólkið sem þurfti að yfirgefa heimili sín í gær vegna skriðuhættu á Seyðisfirði geti snúið aftur í bráð. Í það minnsta ekki næsta sólarhringinn því hættustig er áfram í gildi í bænum. Staðan er þó í metin í sífellu. Innlent 16. desember 2020 14:32
Mynd sýnir hvernig skriðurnar umlykja húsin á Seyðisfirði Skriðurnar sem féllu á Seyðisfirði í gær eru hugsanlega með þeim stærstu sem fallið hafa á svæðinu. Loftmynd sýnir hvernig skriðurnar umlykja hús í bænum. Innlent 16. desember 2020 14:03
Von á enn meiri rigningu á Austfjörðum í kvöld Áfram má reikna með norðaustanátt í dag en að vind lægi þó aðeins. Spáð er lítilsháttar úrkomu norðan- og austanlands, rigningu eða slyddu við ströndna en snjókomu í innsveitum. Í kvöld má svo aftur búast við talsverðri rigningu á Austfjörðum. Veður 16. desember 2020 07:37
Fá fylgd heim til að gera ráðstafanir og ná í nauðsynjar Ríkislögreglustjóri lýstI í gærkvöldi yfir hættustigi vegna skriðufalla á Seyðisfirði. Það var gert í samráði við lögreglustjórann á austurlandi og Veðurstofu Íslands. Að auki er óvissustig á öllu Austurlandi vegna skriðuhættu. Innlent 16. desember 2020 06:54
Veðurstofa varar við skriðuhættu á Austfjörðum Von er á allhvassri eða hvassri norðaustanátt og snörpum vindhviðum við fjöll sunnan- og vestantil á landinu í dag. Á Austfjörðum er áfram búist við talsverðri rigningu fram á miðvikudag með auknu afrennsli og tilheyrandi líkum á vatnavöxtum og skriðuföllum. Innlent 15. desember 2020 06:13
Skriðuhætta á Austfjörðum og gul viðvörun suðaustanlands Varað er við norðaustan stormi á Suðausturlandi í kvöld. Átján til tuttugu og fimm metrar á sekúndu, hvassast í Öræfum og í Mýrdal. Gul viðvörun gildir fyrir landsvæðið rennur úr gildi klukkan 22.00 í kvöld þegar dregur úr vindi smám saman. Innlent 14. desember 2020 16:40
Hviður gætu farið í allt að 35 metra á sekúndu Veðurstofa Íslands varar við norðaustanstormi á Suðausturlandi í dag og hefur gefið út gula viðvörun vegna stormsins. Innlent 14. desember 2020 06:54
Fólk hvatt til að huga að niðurföllum Fólk ætti að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón, segir í athugasemdum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands en áfram spáir rigningu á Suðausturlandi og Austfjörðum. Innlent 13. desember 2020 22:16
Milt í veðri og hlýjast sunnan heiða Nokkuð mildu veðri er spáð á landinu í dag og er hiti á bilinu 3 til 9 stig. Þó má búast við auknu afrennsli á Suðausturlandi og Austfjörðum þar sem talsverðri rigningu er spáð, með tilheyrandi vatnavöxtum. Fólk er því beðið um að huga að niðurföllum til þess að forðast vatnstjón. Innlent 13. desember 2020 08:39
Óvenju hlýtt miðað við árstíma en of snemmt að segja til um jólaveðrið Meðalhiti fyrstu tíu daga desembermánaðar er 0,2 stigum hærri en hefur verið að meðaltali síðustu tíu árin í Reykjavík. Dagarnir voru þó hlýrri á sama tíma árið 2016 en að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands er vissulega óvenjulega hlýtt. Innlent 12. desember 2020 08:02
Óvenju hlýtt miðað við árstíma „Nú þegar þetta er skrifað má greina tvær lægðamiðjur suður af landinu. Önnur staðsett 350 km suðsuðvestur af Reykjanesi, en hin 400 km suður af Ingólfshöfða. Báða hafa þær miðjuþrýsting um 970 mb. Staða veðrakerfa breytist lítið á næstunni og segja má að lægðasvæði suður af landinu stjórni veðrinu hjá okkur næstu þrjá daga eða jafnvel lengur.“ Innlent 11. desember 2020 07:24
Ágætlega milt miðað við árstíma en víða rigning og hvassviðri Útlit er fyrir austan- og norðaustanátt á landinu, víða átta til fimmtán metra á sekúndu. Víða má búast við dálítilli rigningu af og til, en austanlands verður rigningin samfelldari og í meira magni. Veður 10. desember 2020 07:30
Færð getur spillst á fjallvegum á Austfjörðum Það verður hægt vaxandi norðaustlæg átt á landinu í dag. Það fer að snjóa austanlands og síðar einnig norðvestan auk þess sem það er spáð rigningu syðst en annars úrkomulitlu veðri. Innlent 9. desember 2020 06:52
Hlýnar ört í veðri Það verður hæg suðaustlæg átt á landinu í dag og dálítil slydda eða snjókoma með köflum en spáð er rigningu við suðurströndina og hita í kringum frostmark að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þá verður hægara veður og bjartviðri austan til en talsvert frost. Innlent 8. desember 2020 07:20
Víða þurrt og frost á landinu Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnan 3 til 10 metrum á sekúndu og víða þurru veðri í dag. Frost verður á bilinu 0 til 10 stig þar sem kaldast verður í innsveitum norðaustantil. Veður 7. desember 2020 07:49
Frostið skreið undir tuttugu stig í nótt Það var ansi kalt víða á landinu í nótt, þá helst norðan til. Áfram verður kalt í innsveitum norðaustantil en hlýnar víða annars staðar. Innlent 6. desember 2020 07:37
Aldrei fundið svona kulda Íbúi á Hvanneyri segist aldrei hafa fundið fyrir jafn miklum kulda og nú en þar hefur hitastig mælst lægst mínus 16,8 gráður í dag. Innlent 5. desember 2020 21:01
Bætir í kuldakastið eftir því sem líður á daginn fyrir norðan Fastlega má gera ráð fyrir því að það kólni enn frekar á Norðausturlandi eftir því sem líður á daginn. Lægsti hitastig á láglendi sem mælst hefur í dag var á Hvanneyri. Vel hefur gengið að veita heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 5. desember 2020 14:00
Frost á bilinu þrjú til sextán stig í dag Það verður nokkuð kalt í veðri í dag, en frostið verður yfirleitt á bilinu þrjú til sextán stig, kaldast í innsveitum norðanlands. Innlent 5. desember 2020 07:39