
Guðríður Hrund skipuð skólameistari MK
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Guðríði Hrund Helgadóttur í embætti skólameistara Menntaskólans í Kópavogi til fimm ára frá 1. ágúst 2024. Guðríður sótti ein um embættið.
Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Guðríði Hrund Helgadóttur í embætti skólameistara Menntaskólans í Kópavogi til fimm ára frá 1. ágúst 2024. Guðríður sótti ein um embættið.
Linda Jónsdóttir hefur verið ráðin í stöðu aðstoðarforstjóra og fjármálastjóra Sidekick Health.
Einar Long, sem rekið hefur Grillbúðina um árabil, hefur ákveðið að setjast í helgan stein. Húsasmiðjan tekur við vörumerkjunum sem seld hafa verið í Grillbúðinni um 17 ára skeið.
Davíð Tómas Tómasson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Moodup. Hann tekur við starfinu af Birni Brynjúlfi Björnssyni, sem var framkvæmdastjóri frá árinu 2021. Davíð hefur þegar hafið störf.
Séra Guðrún Karls Helgudóttir var í dag kjörin biskup Íslands. Kosið var milli hennar og Guðmundar Karls Brynjarssonar. Guðrún tekur við af Agnesi M. Sigurðardóttur sem hefur gegnt embættinu síðan árið 2012.
Rúna Guðrún Loftsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður framlínuþjónustu OK.
Valtýr Stefánsson Thors hefur verið ráðinn sem yfirlæknir barnalækninga við Landspítalann.
Óli Páll Geirsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri gagnavísindateymis Snjallgagna og snýr jafnframt samhliða aftur í eigendateymið.
Mímir Hafliðason hefur verið ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Högum, en staðan er ný innan samstæðunnar.
Guðný Hjaltadóttir og Sigurður Helgi Birgisson hafa verið ráðin viðskiptastjórar á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins. Guðný ber ábyrgð á framleiðsluiðnaði og Sigurður Helgi landbúnaði og matvælaiðnaði.
Skúli Bragi Geirdal, sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd, hefur tekið við stöðu sviðsstjóra SAFT - Netöryggismiðstöðvar Íslands (Safer Internet Center á Íslandi).
Arnar Már Magnússon hefur verið gerður að aðstoðarforstjóra flugfélagsins Play. Arnar Már hefur verið framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Play og mun áfram sinna þeirri stöðu meðfram nýju hlutverki.
Alls bárust sjö umsóknir um embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika en forsætisráðuneytið auglýsti embættið laust til umsóknar 9. apríl síðastliðinn og rann umsóknarfrestur út 30. apríl. Gunnar Jakobsson baðst á dögunum lausnar og var Arnór Sighvatsson settur tímabandið í embættið.
Atli Þór Fanndal, sem hefur undanfarin ár verið framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, hefur verið ráðinn samskiptastjóri Pírata. „Við ætlum að koma flokknum í ríkisstjórn,“ segir hann.
Friðrik Jónsson, sendifulltrúi og fyrrverandi formaður BHM, tekur við stöðu sendiherra Íslands í Póllandi þann 1. ágúst næstkomandi.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur sett Arnór Sighvatsson tímabundið í embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins.
Fjármála- og efnahagsráðherra, innviðaráðherra og Hermann Sæmundsson, fráfarandi ráðuneytisstjóri innviðaráðuneytisins, hafa gert með sér samkomulag um flutning Hermanns í embætti ráðuneytisstjóra fjármála- og efnahagsráðuneytisins.
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur sett Birnu Ágústsdóttur, sýslumanninn á Norðurlandi vestra, tímabundið sem sýslumann á Vesturlandi, frá 1. júní næstkomandi til og með 31. maí 2025. Tilefni setningarinnar er beiðni Ólafs Kristófers Ólafssonar, sýslumanns, um lausn frá embætti.
Langþráður draumur útvarpskonunnar Valdísar Eiríksdóttur, sem margir þekkja sem Völu Eiríks, rættist á dögunum þegar henni bauðst starf á Rás 2. Þar mun hún starfa sem framleiðandi og tæknistjóri morgunútvarpsins auk þess mun hún halda utan um plötu vikunnar.
Sunna Valgerðardóttir, frétta- og dagskrárgerðarkona á RÚV, hefur verið ráðin til þingflokks Vinstri grænna. Hún hefur þegar látið af störfum hjá RÚV.
Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, lætur af störfum að eigin ósk. Ólafur mun áfram sinna stöðu framkvæmdastjóra fjármálasviðs þar til eftirmaður hans tekur við.
Forsætisráðuneytið hefur tímabundið ráðið Gylfa Þór Þorsteinsson, teymisstjóra hjá Rauða krossinum, til að leiða samhæfingu vegna Grindavíkur.
Selma Svavarsdóttir, forstöðumaður hjá Landsvirkjun, var kjörin formaður stjórnar Kvenna í orkumálum (KÍO) á aðalfundi félagsins þann 22. apríl. Selma tekur við af Hildi Harðardóttur.
Sara Dögg Svanhildardóttir, bæjarstjórnarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ, hefur óskað eftir því að vera leyst frá störfum bæjarstjórnar með vorinu.
Háskólaráðherra hefur skipað Áslaugu Ásgeirsdóttur rektor Háskólans á Akureyri. Áslaug, sem var ein fimm umsækjenda um stöðuna, hefur verið aðstoðarrektor háskóla í Maine í Bandaríkjunum undanfarin fimm ár.
Anna Kristín Pálsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri þróunar og nýsköpunar (e. CDO, Chief Development Officer) gagnavers- og ofurtölvufyrirtækisins atNorth.
Mennta- og barnamálaráðuneytinu bárust sjö umsóknir um embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosfellsbæ, Fjölbrautaskóla Suðurlands og Menntaskólans í Kópavogi.
Halla Björg Haraldsdóttir, fjármálastýra Ljósleiðarans, hefur látið af störfum hjá félaginu.
Jón Ingvar Bragason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Grænna skáta.
Ný stjórn hefur verið kjörin í bankaráð Landsbankans. Jón Þ. Sigurgeirsson, ráðgjafi hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu er nýr formaður ráðsins og tekur við af Helgu Björk Eiríksdóttur sem hefur sinnt formannsstörfum síðustu átta ár.