
Ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kviku banka
Halldór Þór Snæland hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kviku og tekur sæti í framkvæmdastjórn bankans. Viðskiptabankasviðið þjónustar viðskiptavini með almennri bankaþjónustu, fjölbreyttum fjártæknilausnum og í gegnum sérhæfð vörumerki og dótturfélög. Á meðal vörumerkja sem heyra undir viðskiptabankasviðið eru Auður, Aur, Lykill, Netgíró og Straumur.