Fjármálastjórinn orðinn sveitarstjóri Árni Sæberg skrifar 23. maí 2024 11:09 Sylvía hefur leyst Harald Þór af hólmi. Hann verður þó áfram í fullu starfi. Skeiða- og Gnúpverjahreppur Á fundi sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps í gær lagði Haraldur Þór Jónsson, oddviti og sveitarstjóri, fram tillögu að nýju skipuriti fyrir sveitarfélagið og óskaði jafnframt eftir því að fjármálastjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Sylvía Karen Heimisdóttir, tæki við starfi sveitarstjóra frá og með deginum í gær og út kjörtímabilið. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að síðustu tvö ár hafi Haraldur Þór sinnt bæði starfi oddvita og sveitarstjóra Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Á þessum tveimur árum hafi náðst mikill árangur í rekstri sveitarfélagsins og uppsafnaður rekstrarafgangur síðustu tveggja ára sé rúmar 252 milljónir og veltufé frá rekstri rúmar 372 milljónir. Tekur við góðu búi Skuldahlutfall sveitarfélagsins hafi lækkað verulega og hafi síðustu áramót staðið í 36,9 prósentum og veltufé frá rekstri sé komið upp í 17,3 prósent. „Sveitarfélagið stendur því sterkt til að takast á við þá miklu uppbyggingu sem er að fara af stað á næstu mánuðum. Búið er að innleiða nýtt skjala- og málakerfi, stjórnsýslan orðin rafræn og var sveitarfélagið fyrst sveitarfélaga í Árnessýslu til að taka upp full rafræn skil á öllum gögnum. Stjórnsýsla sveitarfélagsins hefur eflst og býr sveitarfélagið yfir öflugum hópi af starfsfólki.“ Einnig hafi á sama tíma náðst mikill árangur í þeirri umræðu að tryggja sveitarfélögum með orkuframleiðslu ávinning af þeirri starfsemi, en í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hafi mest raforka verið framleidd á Íslandi og núverandi raforkuframleiðsla í sveitarfélaginu dugi öllum heimilum og fyrirtækjum á Íslandi, að undanskilinni stóriðjunni. Verður áfram í hundrað prósent starfi Sveitarstjórn hafi samhljóða samþykkt nýtt skipurit og staðfest ráðningu Sylvíu Karenar Heimisdóttur sem sveitarstjóra og að Haraldur Þór Jónsson starfi áfram sem oddviti í 100 prósent starfi ásamt því að staðfesta verkaskiptingu milli oddvita og sveitarstjóra samkvæmt nýju skipuriti. Sylvía Karen hafi því tekið við ábyrgð á daglegum rekstri sveitarfélagsins. Sylvía Karen hafi starfað hjá sveitarfélaginu frá sumrinu 2020 og sinnt meðal annars starfi sveitarstjóra frá 2021 til 2022. Haraldur Þór muni sem áður segir starfa áfram sem oddviti í fullu starfi og bera ábyrgð á því að leiða þá uppbyggingu sem er fram undan í sveitarfélaginu, en í samþykktri fjárhagsáætlun sveitarfélagsins sé gert ráð fyrir fjárfestingum á næstu tveimur árum fyrir 1,4 milljarða króna. Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sveitarstjórnarmál Vistaskipti Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að síðustu tvö ár hafi Haraldur Þór sinnt bæði starfi oddvita og sveitarstjóra Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Á þessum tveimur árum hafi náðst mikill árangur í rekstri sveitarfélagsins og uppsafnaður rekstrarafgangur síðustu tveggja ára sé rúmar 252 milljónir og veltufé frá rekstri rúmar 372 milljónir. Tekur við góðu búi Skuldahlutfall sveitarfélagsins hafi lækkað verulega og hafi síðustu áramót staðið í 36,9 prósentum og veltufé frá rekstri sé komið upp í 17,3 prósent. „Sveitarfélagið stendur því sterkt til að takast á við þá miklu uppbyggingu sem er að fara af stað á næstu mánuðum. Búið er að innleiða nýtt skjala- og málakerfi, stjórnsýslan orðin rafræn og var sveitarfélagið fyrst sveitarfélaga í Árnessýslu til að taka upp full rafræn skil á öllum gögnum. Stjórnsýsla sveitarfélagsins hefur eflst og býr sveitarfélagið yfir öflugum hópi af starfsfólki.“ Einnig hafi á sama tíma náðst mikill árangur í þeirri umræðu að tryggja sveitarfélögum með orkuframleiðslu ávinning af þeirri starfsemi, en í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hafi mest raforka verið framleidd á Íslandi og núverandi raforkuframleiðsla í sveitarfélaginu dugi öllum heimilum og fyrirtækjum á Íslandi, að undanskilinni stóriðjunni. Verður áfram í hundrað prósent starfi Sveitarstjórn hafi samhljóða samþykkt nýtt skipurit og staðfest ráðningu Sylvíu Karenar Heimisdóttur sem sveitarstjóra og að Haraldur Þór Jónsson starfi áfram sem oddviti í 100 prósent starfi ásamt því að staðfesta verkaskiptingu milli oddvita og sveitarstjóra samkvæmt nýju skipuriti. Sylvía Karen hafi því tekið við ábyrgð á daglegum rekstri sveitarfélagsins. Sylvía Karen hafi starfað hjá sveitarfélaginu frá sumrinu 2020 og sinnt meðal annars starfi sveitarstjóra frá 2021 til 2022. Haraldur Þór muni sem áður segir starfa áfram sem oddviti í fullu starfi og bera ábyrgð á því að leiða þá uppbyggingu sem er fram undan í sveitarfélaginu, en í samþykktri fjárhagsáætlun sveitarfélagsins sé gert ráð fyrir fjárfestingum á næstu tveimur árum fyrir 1,4 milljarða króna.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sveitarstjórnarmál Vistaskipti Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira