Sérfræðimat útilokar fíkniefnanotkun sem dánarorsök Dánarorsök George Floyd var súrefnisskortur en ekki fíkniefnanotkun eða undirliggjandi hjartakvillar. Þetta er niðurstaða sérfræðiálits Dr. Martin Tobin, lungna- og gjörgæslulæknis sem bar vitni í réttarhöldum gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin í dag. 8.4.2021 19:53
Segir réttara að tíu prósent hagkerfisins séu í lagi Konráð Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri og hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, segir fullyrðingar Gylfa Zoëga hagfræðiprófessors um að níutíu prósent hagkerfisins séu í lagi vera fjarri lagi. Þrátt fyrir að stærstur hluti landsmanna finni lítið fyrir kreppunni hafi hagkerfið átt magurra ár í fyrra samanborið við 2019. 8.4.2021 18:51
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ítarlega verður fjallað um nýja reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnaráðstafanir á landamærunum en þar er að finna talsverðar breytingar á reglum um sóttkví sem munu gilda fyrir alla komufarþega. Við ræðum við heilbrigðisráðherra og sóttvarnalækni um málið. 8.4.2021 18:14
Sjáðu nýju sprunguna úr lofti Ný sprunga hefur nú opnast um hálfan kílómetra norðaustur af gosstöðvunum í Geldingadölum. Sprungan er um tvö hundruð metra löng og rennur hraunið niður í Merardali. 5.4.2021 14:10
Kolbrún Halldórsdóttir gefur kost á sér fyrir VG Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri og fyrrverandi ráðherra hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Vinstri grænna fyrir alþingiskosningar í haust. 5.4.2021 13:36
Klárt mál að fólk gæti verið í hættu Sigurður Bergmann, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum og vettvangsstjóri, segir alla krafta viðbragðsaðila nú fara í að koma fólki af gossvæðinu eftir að ný sprunga opnaðist. Öryggisins vegna þurfi að loka svæðinu þar sem fólk gæti verið í hættu. 5.4.2021 13:16
Nýjar sprungur opnuðust á Reykjanesskaga Ný hraunsprunga hefur nú opnast um hálfan kílómetra norðaustur af gosstöðvunum í Geldingadölum. 5.4.2021 12:12
Einn greindist utan sóttkvíar Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og var einn utan sóttkvíar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 5.4.2021 10:34
Saksóknari segir Netanyahu hafa misbeitt valdi sínu Saksóknari í máli gegn Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael segir hann hafa misbeitt valdi sínu með því að hafa þegið jákvæða umfjöllun frá fjölmiðlarisum í skiptum fyrir lagabreytingar sem voru þeim í hag. Forsætisráðherrann er einnig ákærður fyrir að hafa þegið gjafir í skiptum fyrir persónulega greiða fyrir valdamikla menn í viðskiptalífinu. 5.4.2021 09:55
Aldrei fleiri greinst á einum degi Yfir 100 þúsund greindust með kórónuveiruna á Indlandi í gær og hafa aldrei fleiri greinst í landinu á einum degi. Indland er því annað landið í heiminum þar sem yfir 100 þúsund smit greinast á einum degi. 5.4.2021 08:48