Frá þessu er greint á vef AP.
Floyd lést eftir að Chauvin kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur við handtöku í fyrra, en málið leiddi til bylgju mótmæla um allan heim. Var málið sagt vera til marks um kerfisbundna fordóma innan löggæslukerfisins í Bandaríkjunum og enn eitt dæmi um að svartir einstaklingar fengju aðra meðferð af hálfu lögreglu.
Verjendur Chauvin hafa haldið því fram að fíkniefnanotkun Floyd og önnur heilsufarsvandamál hafi leitt til dauða hans en þeim sjónarmiðum var afdráttarlaust hafnað í sérfræðiáliti sem lagt var fyrir dóminn í dag. „Hefði heilbrigð manneskja fengið sömu meðferð og Floyd hefði hún dáið.“
Tobin sagði kviðdómi í dag að lögregluþjónarnir hefðu þrengt svo að öndunarvegi Floyd að hann hlaut heilaskaða og fór að lokum í hjartastopp.
Saksóknarar spiluðu myndband af handtökunni og benti Tobin á þann tímapunkt er hann sá að Floyd var látinn.
„Þú sérð að hann er með meðvitund fyrst, þú sérð smá flökt og svo hverfur þar. Þá er lífið farið úr líkamanum.“