Biðin eftir bónorðinu endaði við gosstöðvarnar Ólöf Helga Jónsdóttir var á leið með dóttur sinni í leikhús í morgun þegar unnusti hennar, Sigurbjörn Hlöðver Jóhannsson, tilkynnti henni að það yrði breyting á því plani þar sem hann ætlaði með hana í óvissuferð. Óvissuferðin stóð undir nafni og endaði hún með bónorði við gosstöðvarnar í Geldingadal. 21.3.2021 22:30
Tíu skipverjar af nítján reyndust smitaðir af Covid-19 Súrálsskip með nítján manna áhöfn kom til Reyðarfjarðar í gær og lagði að Mjóeyrarhöfn, en sjö manns í áhöfn skipsins voru þá veikir. 21.3.2021 21:54
Týndist á gönguleiðinni en náði að láta vita af sér Björgunarsveitir voru kallaðar út í kvöld vegna göngumanns sem hafði villst af leið nærri gossvæðinu á sjöunda tímanum í kvöld. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við Vísi. Leit var í startholunum þegar göngumaðurinn náði að láta vita af sér og þurfti ekki aðstoð. 21.3.2021 20:56
Eins og „góð þjóðhátíð“ miðað við bílafjölda „Ég hef aldrei séð annan eins ágang,“ segir Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður um bílaumferðina sem hefur myndast á lokunarpósti á Suðurstrandarvegi, rétt austan við Grindavík. Þúsundir hafa lagt leið sína í átt að Fagradalsfjalli eftir að eldgos hófst í Geldingadal á föstudagskvöld og ber bílafjöldinn þess merki. 21.3.2021 20:21
Tvennt flutt með þyrlu á Landspítalann eftir bílveltu Umferðarslys varð á Skaftártunguvegi við Fagradal síðdegis í dag, skammt frá Kirkjubæjarklaustri, þegar bíll valt. Ökumaður bílsins og farþegi voru flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur. 21.3.2021 19:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Lögregla hefur lokað svæði næst gossprungunni í Geldingadal þar sem fólk hætti sér of nálægt stóra gígnum. Nokkur þúsund manns hafa lagt leið sína að gosstöðvunum í dag og í nótt. 21.3.2021 18:13
Bassi Maraj slær öll met á Spotify og er rétt að byrja Raunveruleikastjarnan og nú tónlistarmaðurinn Bassi Maraj hefur vægast sagt slegið í gegn undanfarin misseri. Nýtt lag hans, sem kom út í gær, fór beint í efsta sæti íslenska vinsældalistans á Spotify og segist Bassi binda vonir við að lagið verði vinsælt á klúbbnum í sumar. „Ef hann einhvern tímann opnar.“ 20.3.2021 21:51
Næsta flug yfir gosstöðvarnar klukkan sjö Aftur verður flogið yfir gosstöðvarnar í Geldingadal við Fagradalsfjall klukkan sjö. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands rétt í þessu. 20.3.2021 05:49
Kristján Már fór yfir eldgos síðustu þriggja áratuga í beinni „Ég heyrði að Páll Einarsson nefndi Kröfluelda, það var einmitt fyrsta gosið sem ég dekkaði sem fréttamaður,“ sagði Kristján Már Unnarsson, fréttamaður okkar, í beinni útsendingu frá Grindavík í kvöld þar sem hann fylgdist með eldgosinu í Geldingadal. 20.3.2021 03:15
Búið að opna fyrir umferð á Reykjanesbraut Opið er fyrir umferð á Reykjanesbraut á ný eftir að henni var lokað um tíuleytið í kvöld vegna eldgossins í Geldingadal. Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, ítrekar þó að fólk eigi ekki að vera á ferðinni nærri gossvæðinu að óþörfu. 19.3.2021 23:30