Sér eftir stuðningi við QAnon Þingkonan Marjorie Taylor Greene segir ummæli þar sem hún tekur undir margvíslegar samsæriskenningar vera liðna tíð. Gömul ummæli Greene hafa verið dregin fram í sviðsljósið undanfariðeftir að hún var kjörin á þing fyrir Repúblikanaflokkinn í nóvember. 4.2.2021 19:32
Trump kallaður til vitnis Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið boðið að bera vitni um þann ákærulið gegn honum sem snýr að því að hvetja til uppreisnar. Réttarhöld vegna ákæru fyrir embættisbrot hefjast í öldungadeild Bandaríkjaþings þann 9. febrúar næstkomandi. 4.2.2021 18:37
Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu Í kvöldfréttum fjöllum við um rannsókn dönsku lögreglunnar á morðinu á Freyju Egilsdóttur. Tvö ung börn hennar eru komin í skjól hjá fjölskyldumeðlimum. 4.2.2021 18:01
Eiga von á því að húsið verði rifið að hluta á morgun Slökkvistarfi við Kaldasel í Seljahverfi í Breiðholti lauk nú á ellefta tímanum í kvöld. Mikill eldur kom upp í þaki hússins fyrr í kvöld, en þar hafði eldur komið upp í morgun og altjón orðið. 25.1.2021 22:54
Erfitt að segja til um hvenær útgöngubanni verður aflétt Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, segir margt benda til þess að baráttan við faraldurinn þar í landi sé að skila árangri en hann telur erfitt að spá fyrir um hvenær útgöngubanni verði aflétt. Aðgerðirnar virðist vera að virka en nú sé ekki rétti tímapunkturinn til að slaka á. 25.1.2021 22:28
Aftur logar í þaki hússins við Kaldasel Eldur er aftur kominn upp í þaki hússins sem varð alelda í morgun. Húsið er í Kaldaseli í Seljahverfi í Breiðholti, en mikill eldur kom upp í húsinu í morgun og varð altjón eftir brunann. 25.1.2021 20:28
Íhuga að banna útflutning á bóluefni til ríkja utan sambandsins Evrópusambandið er sagt íhuga að banna útflutning á bóluefni til ríkja utan sambandsins eftir að AstraZeneca greindi frá töfum í framleiðslu á föstudag. Búist var við hundrað milljónum skammta til aðildarríkja á fyrsta ársfjórðungi, en útlit er fyrir að aðeins helmingur þess skili sér á þeim tíma. 25.1.2021 20:14
Neitar að leika í nektarsenum undir leikstjórn karla Breska leikkonan Keira Knightley segist ekki koma nakin fram í kvikmyndum þar sem karlmenn fara með leikstjórn. Þá vill hún ekki leika í kynlífssenum, sérstaklega ekki eftir að hafa gengið með tvö börn. 25.1.2021 18:59
Fellir úr gildi bann við transfólki í Bandaríkjaher Trans fólk fær nú aftur að gegna herþjónustu í Bandaríkjunum eftir að Joe Biden Bandaríkjaforseti felldi úr gildi bann sem Donald Trump tilkynnti sumarið 2017. Hvíta húsið greindi frá þessu í dag og sagði styrkleika þjóðarinnar felast í fjölbreytileikanum. 25.1.2021 18:10
Vill ekki hlýða kalli „nokkurra fjárfesta í vandræðum með peningana sína“ Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur óumdeilt að stefna að dreifðu eignarhaldi á fjármálafyrirtækjum til framtíðar. Umsvif ríkisins á fjármálamarkaði séu of mikil og ástandið eins og það er núna sé óheilbrigt. Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingar segir ekkert ákall vera frá almenningi um söluferli og vill ekki hlýða kalli „nokkurra fjárfesta“ í peningavandræðum. 24.1.2021 23:00