Vildi „setja kúlu í hausinn á Pelosi“ í beinni Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa greint frá upplýsingum úr rannsókn yfirvalda, sem snýr að árás stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta á þinghúsið síðastliðinn miðvikudag. Frá þessu er greint á vef CNN. 9.1.2021 14:22
Tryggja lágmarksflug til Bandaríkjanna út mars Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gert nýjan samning við Icelandair sem tryggir lágmarkssamgöngur milli Bandaríkjanna og Íslands til og með 31. mars. Verður því flogið minnst tvisvar í viku til Boston á því tímabili. 9.1.2021 13:35
Nýkjörinn þingmaður biðst afsökunar á að hafa vitnað í Hitler Mary Miller, nýkjörinn þingmaður Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild þingsins, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hún lét falla á stuðningsmannafundi á fimmtudag. Þar vísaði hún til ummæla Adolf Hitler um unga fólkið í samfélaginu. 9.1.2021 12:47
Tíu greindust innanlands í gær Tíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru níu í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram í nýuppfærðum tölum á covid.is. 9.1.2021 10:46
Jón Þór sækist ekki eftir endurkjöri Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, mun ekki gefa kost á sér í næstu alþingiskosningum. Þetta tilkynnti hann í dag samhliða því að opnað var fyrir skráningar í prófkjör Pírata. 9.1.2021 09:02
Risarnir beina spjótum sínum að „miðli málfrelsisins“ Samfélagsmiðillinn Parler er nú undir smásjá Apple og Google vegna þess efnis sem deilt er þar inni, en það er sagt hvetja til samskonar óeirða og urðu í Washington á miðvikudag. Miðillinn var stofnaður í ágúst árið 2018 en fór að sækja verulega í sig veðrið á síðasta ári eftir að sífellt fleiri stjórnmálamenn á hægri væng stjórnmálanna fóru að nýta hann til þess að ná til stuðningsmanna sinna. 9.1.2021 08:47
Demókratar undirbúa ákæru fyrir embættisbrot Demókratar á bandaríska þinginu hyggjast gefa út ákæru á hendur Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir hans þátt í óeirðunum sem urðu í og við þinghúsið á miðvikudag ef forsetinn segir ekki tafarlaust af sér. 9.1.2021 08:01
Lögðu hald á plöntur og búnað til fíkniefnaframleiðslu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af manni í Hafnarfirði skömmu eftir klukkan tíu í gærkvöldi vegna framleiðslu fíkniefna. Samkvæmt dagbók lögreglu var lagt hald á plöntur og búnað til framleiðslunnar. 9.1.2021 07:32
Meðhöndlarinn sem misnotaði traust þjáðra kvenna Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson, sem dæmdur var í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum, virðist hafa talið kvenkyns sjúklinga marga hverja girnast sig kynferðislega. Brot hans gegn tveimur kvennanna þóttu sérstaklega ósvífin í ljósi ungs aldurs annarrar konunnar og þess að hin var með alvarlegan sjúkdóm. 8.1.2021 07:01
Trump kominn aftur á Twitter og fordæmir árásina í myndbandi Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er kominn aftur með aðgang að Twitter-reikningi sínum eftir að lokað var á hann í gærkvöldi. Hann birti nú skömmu eftir miðnætti myndband, þar sem hann fordæmir árásina á þinghúsið. 8.1.2021 00:15