Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldréttum okkar segjum við frá því að sjö ára íslenskur drengur hafi veikst lífshættulega nú í haust af alvarlegri bráðabólgu sem tengist Covid-19. 29.11.2020 18:17
Þýðingarmikil vika fyrir viðræðurnar Samninganefndir Breta og Evrópusambandsins munu halda viðræðum sínum áfram í vikunni í von um að ná samningi. Bretar verða ekki aðilar að innri markaði Evrópusambandsins eftir áramót, en þeir yfirgáfu sambandið formlega þann 31. janúar síðastliðinn. 29.11.2020 17:37
Takmarkanir nauðsynlegar svo sjúkrahúsin ráði við faraldurinn Breski ráðherrann Michael Gove hefur varað við því að án áframhaldandi takmarkana gæti álagið á sjúkrahús landsins orðið þeim ofviða. Núverandi takmarkanir eru í gildi til 2. desember, en hertar svæðisbundnar aðgerðir taka þá gildi sem hugnast ekki öllum þingmönnum Íhaldsflokksins. 28.11.2020 23:29
Fagnar sigri og biður þolendur ofbeldis að gefast ekki upp Rúmlega fimm ára baráttu Rúnu Guðmundsdóttur við kerfið lauk í gær þegar Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi fyrrverandi sambýlismann hennar til þess að greiða henni 1,3 milljónir í skaðabætur vegna heimilisofbeldis. Rúna segir þungu fargi af sér létt, það sé ómetanlegt að kerfið viðurkenni að hún hafi verið beitt ranglæti. 28.11.2020 23:20
Gæti misst af öllum prófum eftir smit korter í prófatörn Sálfræðinemi við Háskóla Íslands gæti mögulega misst af bæði lokaprófum og sjúkraprófum eftir að hún greindist með kórónuveirusmit í dag, fari svo að hún mælist enn með veiruna eftir tvær vikur. Jafnvel þó hún gæti mætt í sjúkrapróf er alls óvíst að undirbúningurinn verði fullnægjandi þar sem einkennin gera lesturinn erfiðari en ella. Umrædd próf eru öll staðpróf. 28.11.2020 21:00
Fimm úr nærumhverfi Víðis og eiginkonu hans smituð Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er nú á fjórða degi veikinda eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit. Hann segir daginn í dag vera skárri en í gær, en þá voru þau hjónin verulega slöpp. Að minnsta kosti fimm aðrir úr þeirra nærumhverfi hafa greinst með veiruna. 28.11.2020 19:44
Björguðu veiðimanni úr sjálfheldu Björgunarsveitir voru kallaðar út um klukkan 14 í dag þegar beiðni barst frá veiðimanni sem var í sjálfheldu. Maðurinn var staðsettur við Skaftá nærri Kistufelli á Suðurlandi, en hann hafði verið á veiðum ásamt öðrum manni. 28.11.2020 18:42
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum okkar ræðum við við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, sem segir segir þróun kórónuveirufaraldursins síðustu daga frekar ískyggilega. Hann telur að sóttvarnaryfirvöld hafi yfirhöfuð staðið sig vel en brugðist bogalistinn síðustu vikur og gefið fólki vonir um tilslakanir. 28.11.2020 18:15
Maðurinn er fundinn Rétt fyrir klukkan fimm í dag voru björgunarsveitir kallaðar út á höfuðborgarsvæðinu vegna göngumanns sem er villtur nálægt Móskarðshnjúkum. Maðurinn náði sjálfur að tilkynna að hann hefði villst af leið. 28.11.2020 17:57
Katrín og Píratar í hár saman: „Mér er eiginlega algerlega misboðið“ Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra stóð ekki á sama þegar þingmenn Pírata ræddu ummæli hennar um mögulegar heimildir til handa ríkissáttasemjara til að fresta verkföllum í umræðum um atkvæðagreiðslu á þinginu í kvöld. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sagði þessa hugmynd Katrínar aðför að verkfallsrétti vinnandi fólks. 27.11.2020 23:41