Uppfært 19:52: Maðurinn er fundinn.
Þó nokkrir hópar björgunarsveitarfólks lagðir af stað en samkvæmt Davíð Má Bjarnasyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, er allavega einn hópur kominn á staðinn. Ekki er vitað nákvæmlega hvar maðurinn er en leitin miðast þó við ákveðið svæði.
Aðstæður gætu orðið erfiðar sökum myrkurs, en um það bil hundrað manns taka þátt í leitinni. Björgunarsveitarfólk mun skjóta upp neyðarblysi og vonast til að geta staðsett manninn á meðan þeir ná enn sambandi.
„Staðan er þannig að það eru allavega um hundrað manns sem eru búin að melda sig og eru á staðnum eða á leiðinni,“ segir Davíð í samtali við Vísi.
„Staðsetning mannsins er á reiki þar sem skollið er á kolniðamyrkur og á hann erfitt með að staðsetja sig.“
Fréttin hefur verið uppfærð.