Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Fjöldi er látinn, þar á meðal barn, eftir að hópferðabíll með um fimmtíu farþegum valt á þjóðvegi í New York-ríki í Bandaríkjunum í dag. 22.8.2025 21:06
Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Veðmálasíðan Betsson fékk óvænt að auglýsa í beinni útsendingu á Rúv í kvöld þegar íslenska landsliðið í körfuknattleik keppti æfingarleik gegn Litháum, þar sem Rúv hafði keypt útsendingu frá Litháen með fastri auglýsingu. Veðmálaauglýsingar eru ólöglegar á Íslandi og íþróttastjóri Rúv segir málið óheppilegt. Slíkt muni ekki gerast aftur. 22.8.2025 19:02
Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Lögregla lagði í síðustu viku hald á tuttugu til þrjátíu lítra af brennisteinssýru við húsleit í íbúðahúsnæði í Gnoðarvogi. 21.8.2025 15:59
Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rétt rúmur helmingur landmanna er ánægður með störf Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands. Ánægja með störf hennar hefur aukist lítillega frá því að hún tók við. Óánægja með störf hennar eykst þó einnig. 21.8.2025 14:57
Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Málfarsvillur menntamálaráðherra hafa vakið hneykslan nokkurra Bylgjuhlustenda í dag. Í viðtali segir hann meðal annars „mér hlakkar til“, „ég vill“ og „einkanir“. Málfræðingur segir það ekki koma á óvart enda sé þetta útbreitt málfar en væntanlega geri almenningur ríkari kröfur til menntamálaráðherra. Ráðherrann kveðst sjálfur hafa litlar áhyggjur af málfari sínu, hann sé of upptekinn við að reyna að bjarga menntakerfinu. 21.8.2025 13:53
Telur handtökuna byggja á slúðri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist gæsluvarðhalds á hendur karlmanni sem er grunaður um hraðbankastuld í Mosfellsbæ í gærnótt. Dómari hjá Héraðsdómi Reykjavíkur hefur gefið sér umhugsunarfrest til morguns um hvort hann fallist á kröfu lögreglu. 20.8.2025 21:33
Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Rónni í Eskifirði var raskað þegar einmana hrefna var við veiðar í gær og komst í gott. 20.8.2025 20:46
Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Lögregla hefur krafist gæsluvarðhalds yfir manni sem er grunaður um að stela hraðbanka úr útibúi Íslandsbanka í Mosfellsbæ í fyrrnótt. Hann er einnig grunaður um rán í Hamraborg í fyrra. 20.8.2025 18:49
„Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Saint Paul Edeh er ekki lengur með atvinnuréttindi til að starfa sem leigubílstjóri, samkvæmt vef Samgöngustofu. Myndskeið af honum vakti athygli í síðustu viku þegar hann sást hnakkrífast við ferðamenn. Þegar fréttastofa ræddi við hann fyrr í dag sagðist hann þó ekki vera upplýstur um að hann hafi verið sviptur atvinnuleyfinu. 20.8.2025 17:30
Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Ísraelsmenn krefjast þess í vopnahlésviðræðum á Gasa að öllum fimmtíu gíslum sem eftir eru í haldi Hamas verði hleypt úr haldi hryðjuverkasamtakanna, samkvæmt því sem ísraelskir ráðamenn segja við breska ríkisútvarpið. 20.8.2025 00:01